Nýbakaðir foreldrar og óbökuð loforð Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2025 16:02 Í mars 2024 lagði þáverandi ríkisstjórn fram aðgerðarpakka til að styðja við kjarasamninga til næstu fjögurra ára. Meðal annars var boðað að hækka skyldi hámarksgreiðslur fæðingarorlofsgreiðslna upp í 900 þúsund kr. á mánuði í þremur skrefum. Það þótti nauðsynlegt til að ná fram sáttum og klára kjarasamninga. Þessum breytingum var náð fram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, var gestur í Kastljósi á mánudagskvöld þar sem ýmis mál voru til umræðu. Auk þess að saka minnihluta Alþingis um málflutning í falsfréttastíl sagði ráðherrann að ríkisstjórn hennar væri búin að leggja fram „umbótamál fyrir fólk í fæðingarorlofi“. Hér er rétt að staldra ögn við. Í stefnuræðu sinni við upphaf yfirstandandi þings sagði forsætisráðherra stolt frá vikulegum þingflokksfundum stjórnarflokkanna og einhug ríkisstjórnarinnar um öll mál sem fram væru komin á þingmálaskrá. Síðan hefur reyndar komið í ljós að meintur einhugur var bara í orði en ekki borði. Auk þessa kom fram að ríkisstjórnin ætlaði vitaskuld að leggja fram alls konar mál, sem er vel enda skylda ríkisstjórnarinnar. Þegar betur er að gáð má þó sjá að ríkisstjórnin hefur alls ekki klárað dæmið, enn vantar fjöldan allan af málum. Frumvarp um hlutdeildarlán er hvergi að finna, enn er beðið eftir boðuðum bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, frumvarpi um fjármagnskostnað húsnæðisfélaga án hagnaðarsjónarmiða, nú eða uppbyggingu einingahúsa. Eitt er ljóst, ríkisstjórninni ætlar ekki að takast að vera sú verkstjórn sem hún lofaði að vera. Það eitt að halda á dagskrárvaldi Alþingis hefur nú reynst þeim ofviða. Samfylkingin lagði mikla áherslu á velferðarmál í kosningabaráttunni og bar þar einna hæst tal þeirra um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Margar fjölskyldur í landinu treystu því að Samfylkingin kæmi til með að standa við stóru orðin um að breyta kerfinu enn frekar en þau loforð virðast þegar upp er staðið hafa verið innantóm. Í stefnuræðu sinni sagði forsætisráðherra: ,,Fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu munu sömuleiðis skipta sköpum fyrir marga með frumvarpi í mars til að bæta hag fjölburaforeldra, lengja fæðingarorlof foreldra sem veikjast á meðgöngu eða eftir fæðingu og tryggja að hærri greiðslur gangi til allra foreldra sem eru í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þá verða fæðingarstyrkir námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar hækkaðir um 30 þúsund krónur á mánuði.“ Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi sem snýr að réttindum fjölburaforeldra og veikinda á meðgöngu. Þetta eru bæði þarfar og góðar breytingar og vert að fagna. Hins vegar hefur ráðherra ekki lagt fram neinar breytingar sem snúa að enn stærri hópi fólks, þ.e. foreldrum í orlofi sem eiga ekki rétt á þeim hækkunum á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði sem tóku gildi 1. janúar nú eða fæðingarstyrkjum námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar. Hvað hefur orðið af því loforði sem forsætisráðherra gaf í stefnuræðu sinni? Ljóst er að þær eru ófáar fjölskyldurnar sem stækkuðu eða urðu til fyrir áramót og foreldrarnir því þurft að taka fæðingarorlof árið 2025 en fengið 100 þúsund krónum lægri greiðslur á foreldri en foreldrar barna fæddra eftir áramót. Hvers vegna lagði ráðherra ekki fram þær breytingar sem boðaðar höfðu verið? Er það vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ekki áhuga á því að styðja frekar við barnafjölskyldur í landinu eða vegna þess að forsætisráðherra lofaði einfaldlega upp í ermina á sér? Ekki er þó öll von úti. Enn geta stjórnarliðar sýnt vilja sinn í verki með því að greiða atkvæði með breytingartillögu minnihluta velferðarnefndar um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, sem kemur upphaflega frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem tekur á því að greiðslur muni hækka til allra þeirra foreldra sem eiga rétt á fæðingarorlofi hverju sinni en ekki aðeins þeirra sem eiga börnin sín á réttum tíma. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Kjaramál Fæðingarorlof Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í mars 2024 lagði þáverandi ríkisstjórn fram aðgerðarpakka til að styðja við kjarasamninga til næstu fjögurra ára. Meðal annars var boðað að hækka skyldi hámarksgreiðslur fæðingarorlofsgreiðslna upp í 900 þúsund kr. á mánuði í þremur skrefum. Það þótti nauðsynlegt til að ná fram sáttum og klára kjarasamninga. Þessum breytingum var náð fram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, var gestur í Kastljósi á mánudagskvöld þar sem ýmis mál voru til umræðu. Auk þess að saka minnihluta Alþingis um málflutning í falsfréttastíl sagði ráðherrann að ríkisstjórn hennar væri búin að leggja fram „umbótamál fyrir fólk í fæðingarorlofi“. Hér er rétt að staldra ögn við. Í stefnuræðu sinni við upphaf yfirstandandi þings sagði forsætisráðherra stolt frá vikulegum þingflokksfundum stjórnarflokkanna og einhug ríkisstjórnarinnar um öll mál sem fram væru komin á þingmálaskrá. Síðan hefur reyndar komið í ljós að meintur einhugur var bara í orði en ekki borði. Auk þessa kom fram að ríkisstjórnin ætlaði vitaskuld að leggja fram alls konar mál, sem er vel enda skylda ríkisstjórnarinnar. Þegar betur er að gáð má þó sjá að ríkisstjórnin hefur alls ekki klárað dæmið, enn vantar fjöldan allan af málum. Frumvarp um hlutdeildarlán er hvergi að finna, enn er beðið eftir boðuðum bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, frumvarpi um fjármagnskostnað húsnæðisfélaga án hagnaðarsjónarmiða, nú eða uppbyggingu einingahúsa. Eitt er ljóst, ríkisstjórninni ætlar ekki að takast að vera sú verkstjórn sem hún lofaði að vera. Það eitt að halda á dagskrárvaldi Alþingis hefur nú reynst þeim ofviða. Samfylkingin lagði mikla áherslu á velferðarmál í kosningabaráttunni og bar þar einna hæst tal þeirra um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Margar fjölskyldur í landinu treystu því að Samfylkingin kæmi til með að standa við stóru orðin um að breyta kerfinu enn frekar en þau loforð virðast þegar upp er staðið hafa verið innantóm. Í stefnuræðu sinni sagði forsætisráðherra: ,,Fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu munu sömuleiðis skipta sköpum fyrir marga með frumvarpi í mars til að bæta hag fjölburaforeldra, lengja fæðingarorlof foreldra sem veikjast á meðgöngu eða eftir fæðingu og tryggja að hærri greiðslur gangi til allra foreldra sem eru í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þá verða fæðingarstyrkir námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar hækkaðir um 30 þúsund krónur á mánuði.“ Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi sem snýr að réttindum fjölburaforeldra og veikinda á meðgöngu. Þetta eru bæði þarfar og góðar breytingar og vert að fagna. Hins vegar hefur ráðherra ekki lagt fram neinar breytingar sem snúa að enn stærri hópi fólks, þ.e. foreldrum í orlofi sem eiga ekki rétt á þeim hækkunum á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði sem tóku gildi 1. janúar nú eða fæðingarstyrkjum námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar. Hvað hefur orðið af því loforði sem forsætisráðherra gaf í stefnuræðu sinni? Ljóst er að þær eru ófáar fjölskyldurnar sem stækkuðu eða urðu til fyrir áramót og foreldrarnir því þurft að taka fæðingarorlof árið 2025 en fengið 100 þúsund krónum lægri greiðslur á foreldri en foreldrar barna fæddra eftir áramót. Hvers vegna lagði ráðherra ekki fram þær breytingar sem boðaðar höfðu verið? Er það vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ekki áhuga á því að styðja frekar við barnafjölskyldur í landinu eða vegna þess að forsætisráðherra lofaði einfaldlega upp í ermina á sér? Ekki er þó öll von úti. Enn geta stjórnarliðar sýnt vilja sinn í verki með því að greiða atkvæði með breytingartillögu minnihluta velferðarnefndar um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, sem kemur upphaflega frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem tekur á því að greiðslur muni hækka til allra þeirra foreldra sem eiga rétt á fæðingarorlofi hverju sinni en ekki aðeins þeirra sem eiga börnin sín á réttum tíma. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar