Luka Modric fer til AC Milan eftir HM félagsliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2025 18:08 Luka Modric vann Meistaradeildina sex sinnum með Real Madrid en vill vinna fleiri titla hjá AC Milan. Getty/Diego Souto Króatinn Luka Modric hefur gert munnlegt samkomulag við ítalska félagið AC Milan um að spila með liðinu á komandi tímabili. Modric er nú staddur á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum með Real Madrid en það var búið að gefa það út að hann yrði ekki áfram hjá spænska stórliðinu. Igli Tare, íþróttastjóri AC MIlan, hefur nú staðfest að hann hafi náð samkomulagi við Króatann. View this post on Instagram A post shared by 𝗧𝗵𝗲 𝗠𝗮𝗱𝗿𝗶𝗱 𝗩𝗶𝗲𝘄𝘀 (@themadridviews) „Ég ræddi við hann í eigin persónu og sá þar mann sem hefur mikinn metnað fyrir því að halda áfram að spila. Koma hans er mjög mikilvæg fyrir hópinn okkar sem þarf á leikmanni eins og honum að halda, leiðtoga,“ sagði Igli Tare. „Fyrsta spurningin sem Luka spurði mig var: Verðum við með lið sem er byggt til að vinna titla? Hann hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum og vill vera stjörnuleikmaður í liðinu,“ sagði Tare. „Hann verður mikilvægur hvað varðar hugarfar, leiðtogahæfni og fagmennsku. Sú staðreynd að hann er líka stuðningsmaður AC Milan gerir þetta enn meira spennandi. Það væri frábært fyrir hann að eiga flott tímabil enda er HM landsliða á dagskrá næsta sumar,“ sagði Tare. Næsti leikur Modric með Real Madrid er á móti Pachuca á sunnudaginn. Hann er að reyna að vinna sinn 29. titil með spænska félaginu. Modric gerði samkomulagið við AC Milan í byrjun júní rétt fyrir HM félagsliða. Hann mun síðan skrifa undir þegar mótinu lýkur. Modric, sem verður fertugur í september, skrifar þá undir eins árs samning með möguleika á öðru tímabili til viðbótar. Hann fær um 3,5 milljónir evra í árslaun eða um fimm hundruð milljónir íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by Metrópoles Esportes (@metropolesesportes) Ítalski boltinn Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Modric er nú staddur á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum með Real Madrid en það var búið að gefa það út að hann yrði ekki áfram hjá spænska stórliðinu. Igli Tare, íþróttastjóri AC MIlan, hefur nú staðfest að hann hafi náð samkomulagi við Króatann. View this post on Instagram A post shared by 𝗧𝗵𝗲 𝗠𝗮𝗱𝗿𝗶𝗱 𝗩𝗶𝗲𝘄𝘀 (@themadridviews) „Ég ræddi við hann í eigin persónu og sá þar mann sem hefur mikinn metnað fyrir því að halda áfram að spila. Koma hans er mjög mikilvæg fyrir hópinn okkar sem þarf á leikmanni eins og honum að halda, leiðtoga,“ sagði Igli Tare. „Fyrsta spurningin sem Luka spurði mig var: Verðum við með lið sem er byggt til að vinna titla? Hann hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum og vill vera stjörnuleikmaður í liðinu,“ sagði Tare. „Hann verður mikilvægur hvað varðar hugarfar, leiðtogahæfni og fagmennsku. Sú staðreynd að hann er líka stuðningsmaður AC Milan gerir þetta enn meira spennandi. Það væri frábært fyrir hann að eiga flott tímabil enda er HM landsliða á dagskrá næsta sumar,“ sagði Tare. Næsti leikur Modric með Real Madrid er á móti Pachuca á sunnudaginn. Hann er að reyna að vinna sinn 29. titil með spænska félaginu. Modric gerði samkomulagið við AC Milan í byrjun júní rétt fyrir HM félagsliða. Hann mun síðan skrifa undir þegar mótinu lýkur. Modric, sem verður fertugur í september, skrifar þá undir eins árs samning með möguleika á öðru tímabili til viðbótar. Hann fær um 3,5 milljónir evra í árslaun eða um fimm hundruð milljónir íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by Metrópoles Esportes (@metropolesesportes)
Ítalski boltinn Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira