Bryndís vill íslenska hermenn á blað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júní 2025 14:40 Bryndís Haraldsdóttir hefur lengi talað fyrir auknum umsvifum Íslands innan norræns varnarsamstarfs. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins vill að ríkið útbúi lista yfir íslenska ríkisborgara með reynslu og þekkingu á varnarmálum sem gætu meðal annars tekið þátt í vörnum kæmi til stríðsátaka. Bryndís Haraldsdóttir veigrar sér ekki við því að ræða um hernað í íslensku samhengi sem er og hefur frá upphafi verið umdeilt mál hér á landi. Hún segist hafa lagt mikla áherslu á að samhæfa öryggis- og varnarmál Norðurlanda á tíma hennar sem forseti Norðurlandaráðs en hún gegndi því embætti á síðasta ári. Þar mælti hún fyrir því að auka samstarf í hernaðarmálum þvert á Norðurlöndin og samhliða því þátttöku Íslands í slíku samstarfi til að „við sýnum og sönnum enn frekar að við erum verðugir bandamenn án þess þó að vera með her.“ Íslenskir hermenn ótiltækir ríkinu Að því marki lagði hun fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um herþjónustu íslenskra ríkisborgara. Í svarinu sem henni barst á dögunum kemur í ljós að íslensk stjórnvöld hafi nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið búi aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur sendi gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið. Þá hafi ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt. Þetta álítur Bryndís vera sóun. „Það er hægt að horfa á það sem eins konar sóun ef við eigum fólk sem hefur þekkingu annað hvort þannig að það hafi farið í nám hjá erlendum herjum eða fengið þjálfun og jafnvel farið á vígstöðvar. Við ættum að leggja okkur fram við að hafa yfirlit yfir þessa þekkingu,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Eins og læknar og hjúkrunarfræðingar í faraldrinum Bryndís segir að hægt væri að afla gagna um Íslendinga sem hafa gegnt herþjónustu eða lagt stund á hernám erlendis og útbúa lista sem hægt væri að kalla til. „Það gæti verið svipað og þegar við vorum í faraldrinum og við vorum að óska eftir því að fólk sem væri með hjúkrunarpróf eða læknapróf myndi skrá sig á lista,“ segir hún. Aðspurð segist hún ekki telja að herir vinaþjóða okkar skirrtust við að deila upplýsingum með íslenskum stjórnvöldum. „Ef fólk er skráð enn í herinn og hefur einhverjum skyldum að gegna mætti það væntanlega ekki fara í þjónustu við íslenska ríkið öðruvísi en með samþykki viðkomandi hers. En oft á tíðum er þetta nám og fólk búið að sinna einhverju og er svo frjálst ferða sinna. Ég er að horfa til fólks sem hefur farið í nám eða unnið fyrir nágrannaríki okkar, vinaríki okkar. Ég hef lengi talið lengi fyrir því að við eigum að efla enn frekar norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Ég lagði mig fram við það sem forseti Norðurlandaráðs að leggja sérstaka áherslu á aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði,“ segir hún. Íslendingar þurfi að stilla hugarfarið inn á hernað Í grunninn snúist þetta um að gera Ísland að „verðugri samstarfsaðila“ á sviði varnarmála. „Við sjáum hvað er að gerast núna á NATÓ-fundinum og með öllum þessum yfirlýsingum. Það er auðvitað pressa á það að við sýnum og sönnum enn frekar hvernig við erum verðugir bandamenn án þess þó að vera með her,“ Íslendingar horfi upp á breytta heimsmynd sem þeir þurfi að kyngja. „Þetta eru mjög nýjar pælingar fyrir okkur Íslendingar en því miður er þetta sá veruleiki sem við þurfum að setja okkur í. Landsmenn þurfa að sjá mismunandi vinkla á þessu. Það er nauðsynlegt að stilla hugarfarið okkar inn á það að við lifum ekki á friðartímum lengur,“ segir Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins. Hernaður Öryggis- og varnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir veigrar sér ekki við því að ræða um hernað í íslensku samhengi sem er og hefur frá upphafi verið umdeilt mál hér á landi. Hún segist hafa lagt mikla áherslu á að samhæfa öryggis- og varnarmál Norðurlanda á tíma hennar sem forseti Norðurlandaráðs en hún gegndi því embætti á síðasta ári. Þar mælti hún fyrir því að auka samstarf í hernaðarmálum þvert á Norðurlöndin og samhliða því þátttöku Íslands í slíku samstarfi til að „við sýnum og sönnum enn frekar að við erum verðugir bandamenn án þess þó að vera með her.“ Íslenskir hermenn ótiltækir ríkinu Að því marki lagði hun fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um herþjónustu íslenskra ríkisborgara. Í svarinu sem henni barst á dögunum kemur í ljós að íslensk stjórnvöld hafi nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið búi aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur sendi gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið. Þá hafi ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt. Þetta álítur Bryndís vera sóun. „Það er hægt að horfa á það sem eins konar sóun ef við eigum fólk sem hefur þekkingu annað hvort þannig að það hafi farið í nám hjá erlendum herjum eða fengið þjálfun og jafnvel farið á vígstöðvar. Við ættum að leggja okkur fram við að hafa yfirlit yfir þessa þekkingu,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Eins og læknar og hjúkrunarfræðingar í faraldrinum Bryndís segir að hægt væri að afla gagna um Íslendinga sem hafa gegnt herþjónustu eða lagt stund á hernám erlendis og útbúa lista sem hægt væri að kalla til. „Það gæti verið svipað og þegar við vorum í faraldrinum og við vorum að óska eftir því að fólk sem væri með hjúkrunarpróf eða læknapróf myndi skrá sig á lista,“ segir hún. Aðspurð segist hún ekki telja að herir vinaþjóða okkar skirrtust við að deila upplýsingum með íslenskum stjórnvöldum. „Ef fólk er skráð enn í herinn og hefur einhverjum skyldum að gegna mætti það væntanlega ekki fara í þjónustu við íslenska ríkið öðruvísi en með samþykki viðkomandi hers. En oft á tíðum er þetta nám og fólk búið að sinna einhverju og er svo frjálst ferða sinna. Ég er að horfa til fólks sem hefur farið í nám eða unnið fyrir nágrannaríki okkar, vinaríki okkar. Ég hef lengi talið lengi fyrir því að við eigum að efla enn frekar norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Ég lagði mig fram við það sem forseti Norðurlandaráðs að leggja sérstaka áherslu á aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði,“ segir hún. Íslendingar þurfi að stilla hugarfarið inn á hernað Í grunninn snúist þetta um að gera Ísland að „verðugri samstarfsaðila“ á sviði varnarmála. „Við sjáum hvað er að gerast núna á NATÓ-fundinum og með öllum þessum yfirlýsingum. Það er auðvitað pressa á það að við sýnum og sönnum enn frekar hvernig við erum verðugir bandamenn án þess þó að vera með her,“ Íslendingar horfi upp á breytta heimsmynd sem þeir þurfi að kyngja. „Þetta eru mjög nýjar pælingar fyrir okkur Íslendingar en því miður er þetta sá veruleiki sem við þurfum að setja okkur í. Landsmenn þurfa að sjá mismunandi vinkla á þessu. Það er nauðsynlegt að stilla hugarfarið okkar inn á það að við lifum ekki á friðartímum lengur,“ segir Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins.
Hernaður Öryggis- og varnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira