„Við erum bara búin að fara í eina átt og það er upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júní 2025 12:02 Baldvin og Erna eru fyrirliðar Íslands. Íslenska frjálsíþróttalandsliðið er komið upp í 2. deild Evrópubikarsins eftir tvo magnaða daga í Maribor í Slóveníu í vikunni. Fyrirliðarnir eru einstaklega stoltir af hópnum. Ísland keppir því í 2. deildinni í næsta Evrópubikar eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu en þau leiddu stigakeppnina strax frá fyrstu grein. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti með 383 stig eftir hörkuspennandi keppni við Moldóvíu sem sitja eftir með sárt ennið í fjórða sæti með 371 stig. Hópurinn setti fjögur Íslandsmet og var íslenska frjálsíþróttafólkið meðal þriggja efstu í 26 greinum af þeim 37 sem keppt var í. Búið að vera æðislegt „Við erum ofboðslega stolt af þessu, þetta er bara búið að vera æðislegt. Þetta voru svo mikið af Íslandsmetum og persónulegum bætingum og við gætum bara ekki verið meira stolt af öllu íþróttafólkinu okkar,“ segir Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari og fyrirliði landsliðsins í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur hópur og mikið stuð í stúkunni. Það gerir það svo skemmtilegt þegar maður er að keppa í svona liðsmóti að hafa góðan liðsanda. Markmiðið var að komast upp um deild og við unnum öll saman að því að ná því,“ segir Baldvin Þór Magnússon, hlaupari og einnig fyrirliði liðsins. „Það hefur staðið upp úr að við fáum ekki oft að keppa á svona liðsmóti í frjálsum og það er því búið að vera geggjað að vera partur af liðinu,“ segir Erna. „Það er bara búið að vera gaman hvað við erum búin að vera örugg með þennan sigur. Þetta hafa verið mjög skemmtilegir tveir dagar og þetta hefur aldrei verið nein spurning. Við erum bara búin að fara í eina átt og það er upp.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Ísland keppir því í 2. deildinni í næsta Evrópubikar eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu en þau leiddu stigakeppnina strax frá fyrstu grein. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti með 383 stig eftir hörkuspennandi keppni við Moldóvíu sem sitja eftir með sárt ennið í fjórða sæti með 371 stig. Hópurinn setti fjögur Íslandsmet og var íslenska frjálsíþróttafólkið meðal þriggja efstu í 26 greinum af þeim 37 sem keppt var í. Búið að vera æðislegt „Við erum ofboðslega stolt af þessu, þetta er bara búið að vera æðislegt. Þetta voru svo mikið af Íslandsmetum og persónulegum bætingum og við gætum bara ekki verið meira stolt af öllu íþróttafólkinu okkar,“ segir Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari og fyrirliði landsliðsins í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur hópur og mikið stuð í stúkunni. Það gerir það svo skemmtilegt þegar maður er að keppa í svona liðsmóti að hafa góðan liðsanda. Markmiðið var að komast upp um deild og við unnum öll saman að því að ná því,“ segir Baldvin Þór Magnússon, hlaupari og einnig fyrirliði liðsins. „Það hefur staðið upp úr að við fáum ekki oft að keppa á svona liðsmóti í frjálsum og það er því búið að vera geggjað að vera partur af liðinu,“ segir Erna. „Það er bara búið að vera gaman hvað við erum búin að vera örugg með þennan sigur. Þetta hafa verið mjög skemmtilegir tveir dagar og þetta hefur aldrei verið nein spurning. Við erum bara búin að fara í eina átt og það er upp.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira