Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 28. júní 2025 07:01 Stjórnarliðar, með forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra í fararbroddi, vísa ítrekað til svonefndrar auðlindarentu í sjávarútvegi. Á mannamáli er auðlindarenta skilgreind sem sá umframhagnaður sem myndast við nýtingu takmarkaðra auðlinda. Í þessum pistli ætlum við að reyna að finna auðlindarentu í sjávarútvegi. Atvinnuvegaráðherra fullyrti á Alþingi í síðustu viku: „Auðlindarenta, innan skynsamlegra marka, sirka 50 prósent talar hagfræðin um, skaðar ekki samkeppnishæfni.” Hún sagði rentuna vera samkvæmt lögum í 30 prósentum. Erfitt er að átta sig á hvað atvinnuvegaráðherra meinar með þessum ummælum en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var spurð út í þessi ummæli ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag. Þar var spurt hvaða greiningar lægju að baki staðhæfingu atvinnuvegaráðherra og hver upphæð auðlindarentunnar væri. Þá var jafnframt bent á orð fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar sem áður starfaði sem prófessor í hagfræði, um að auðlindarenta byggði á huglægu mati. Kristrún svaraði: „Auðlindarentan, já að einhverju leyti er hún huglægt mat. En það þarf ekki annað en að skoða umframarðsemi í sjávarútvegi.“ Þetta kallar á nánari skoðun. Samkvæmt greiningu Deloitte um áhrif hækkunar á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi á afkomu 26 fyrirtækja í sjávarútvegi var arðsemi eiginfjár hjá þessum fyrirtækjum 11% árið 2023 en það var verulega gott ár í íslenskum sjávarútvegi. Til samanburðar var arðsemi í smásölu 15%, ferðaþjónustu 17% og byggingariðnaði 20%. Ef veruleg umframarðsemi væri í sjávarútvegi má eðlilega spyrja hvers vegna arðsemi þar mælist ekki hærri – sérstaklega þar sem árið 2023 var mjög gott ár í sjávarútvegi. Þegar litið er til ársins 2024, sem var ekki eins gott ár í íslenskum sjávarútvegi, var arðsemi eiginfjár komin niður í 5,2%. Það er ekki umframarðsemi – slíkt hlutfall er lægra en það sem fæst á áhættulitlum sparnaðarreikningum. Ef áform ríkisstjórnarinnar um hækkun á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi ná fram að ganga hrynur arðsemin niður í um 4%. Það er undir verðbólgu ársins 2024 sem þýðir að raunávöxtun í greininni hefði verið neikvæð. Hér fer vel á því að minnast orða Daða Más fjármálaráðherra frá árinu 2017: „Mér finnast hugmyndir manna um umfang rentu í sjávarútvegi á Íslandi oft vera skringilega bjartsýnar“. Íslenskur sjávarútvegur er í stöðugri samkeppni, ekki aðeins á alþjóðlegum mörkuðum við um að keppast um hylli neytenda, heldur einnig í samkeppni við aðra fjárfestingakosti um fjármagn. Ef arðsemi í sjávarútvegi – þrátt fyrir meinta auðlindarentu – verður stöðugt lægri en í öðrum geirum leitar fjármagnið einfaldlega annað. Það er hægt að deila um huglæg málefni út í hið óendanlega. En um það verður ekki deilt að óarðbær rekstur fælir burt fjárfesta og hefur fjölmargar aðrar neikvæðar afleiðingar. Betur færi á því að ráðherra héldi sig við tölur og staðreyndir sem allir geta kynnt sér frekar en huglægt mat á auðlindarentu þar sem útreikningur getur reynst „torveldur“ líkt og forsætisráðherra komst réttilega að orði árið 2011. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarliðar, með forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra í fararbroddi, vísa ítrekað til svonefndrar auðlindarentu í sjávarútvegi. Á mannamáli er auðlindarenta skilgreind sem sá umframhagnaður sem myndast við nýtingu takmarkaðra auðlinda. Í þessum pistli ætlum við að reyna að finna auðlindarentu í sjávarútvegi. Atvinnuvegaráðherra fullyrti á Alþingi í síðustu viku: „Auðlindarenta, innan skynsamlegra marka, sirka 50 prósent talar hagfræðin um, skaðar ekki samkeppnishæfni.” Hún sagði rentuna vera samkvæmt lögum í 30 prósentum. Erfitt er að átta sig á hvað atvinnuvegaráðherra meinar með þessum ummælum en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var spurð út í þessi ummæli ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag. Þar var spurt hvaða greiningar lægju að baki staðhæfingu atvinnuvegaráðherra og hver upphæð auðlindarentunnar væri. Þá var jafnframt bent á orð fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar sem áður starfaði sem prófessor í hagfræði, um að auðlindarenta byggði á huglægu mati. Kristrún svaraði: „Auðlindarentan, já að einhverju leyti er hún huglægt mat. En það þarf ekki annað en að skoða umframarðsemi í sjávarútvegi.“ Þetta kallar á nánari skoðun. Samkvæmt greiningu Deloitte um áhrif hækkunar á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi á afkomu 26 fyrirtækja í sjávarútvegi var arðsemi eiginfjár hjá þessum fyrirtækjum 11% árið 2023 en það var verulega gott ár í íslenskum sjávarútvegi. Til samanburðar var arðsemi í smásölu 15%, ferðaþjónustu 17% og byggingariðnaði 20%. Ef veruleg umframarðsemi væri í sjávarútvegi má eðlilega spyrja hvers vegna arðsemi þar mælist ekki hærri – sérstaklega þar sem árið 2023 var mjög gott ár í sjávarútvegi. Þegar litið er til ársins 2024, sem var ekki eins gott ár í íslenskum sjávarútvegi, var arðsemi eiginfjár komin niður í 5,2%. Það er ekki umframarðsemi – slíkt hlutfall er lægra en það sem fæst á áhættulitlum sparnaðarreikningum. Ef áform ríkisstjórnarinnar um hækkun á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi ná fram að ganga hrynur arðsemin niður í um 4%. Það er undir verðbólgu ársins 2024 sem þýðir að raunávöxtun í greininni hefði verið neikvæð. Hér fer vel á því að minnast orða Daða Más fjármálaráðherra frá árinu 2017: „Mér finnast hugmyndir manna um umfang rentu í sjávarútvegi á Íslandi oft vera skringilega bjartsýnar“. Íslenskur sjávarútvegur er í stöðugri samkeppni, ekki aðeins á alþjóðlegum mörkuðum við um að keppast um hylli neytenda, heldur einnig í samkeppni við aðra fjárfestingakosti um fjármagn. Ef arðsemi í sjávarútvegi – þrátt fyrir meinta auðlindarentu – verður stöðugt lægri en í öðrum geirum leitar fjármagnið einfaldlega annað. Það er hægt að deila um huglæg málefni út í hið óendanlega. En um það verður ekki deilt að óarðbær rekstur fælir burt fjárfesta og hefur fjölmargar aðrar neikvæðar afleiðingar. Betur færi á því að ráðherra héldi sig við tölur og staðreyndir sem allir geta kynnt sér frekar en huglægt mat á auðlindarentu þar sem útreikningur getur reynst „torveldur“ líkt og forsætisráðherra komst réttilega að orði árið 2011. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun