Veðurstofan nýtir ofurtölvu til að herma eftir hraunflæði Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2025 12:58 Veðurstofan hýsir ofurtölvu í eigu Háskóla Íslands sem meðal annars er nýtt í hraunflæðihermi. Vísir/Vilhelm/Arnar Ofurtölva í eigu Háskóla Íslands gerir Veðurstofu Íslands kleift að herma eftir hraunflæði og áhrifum jökulhlaupa á nákvæmari hátt. Forstjóri Veðurstofunnar segir samstarfið við Háskóla Íslands gríðarlega mikilvægt og að það hafi verið mikið gæfuspor að samnýta mikilvæga reikniinnviði. Á dögunum var ofurtölva í eigu Háskóla Íslands flutt í húsnæði Veðurstofunnar en samrekstur mikilvægra reikniinnviða er hluti af samstarfi í að efla innviði fyrir rannsóknir með áherslu meðal annars á loftslagsmál, náttúruvá og alþjóðlegt vísindasamstarf. Hildigunnur Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands segir ofurtölvuna nýtast stofnuninni á ýmsan hátt meðal annars í jarðhræringum á Reykjanesi. „Við erum að nýta þetta í jarðskjálftarannsóknir og til að herma eftir hraunflæði á öllu Reykjanesinu. Þetta skiptir máli í hraunflæðiherminum. Við erum líka að nýta þetta hvernig loftmengun, loftgæði og gös ferðast um loftið. Þetta nýtist í öll svona flókin reiknimódel sem taka mikla reiknigetu,“ sagði Hildigunnur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hægt að treysta gervigreindinni Hildigunnur segir ofurtölvuna og aðra öfluga reikniinnviði algjörlega nauðsynlega starfi Veðurstofunnar. „Til dæmis vorum við að skoða jökulhlaup undan Grímsvötnum og hvernig þau myndu flæða upp bæði í norður og suður ef þau kæmu upp í stórum skala. Þú ert að reikna bæði hvernig vatnið kæmi upp, hvernig það flæðir yfir landið, hvernig vatnsfarvegir taka við þessu. Þetta eru flóknar hermanir og þú ert að líkja eftir öllu þessu á sama tíma.“ Þá segir Hildigunnur að reikniinnviðirnir séu notaðir til að þróa gervigreindina í hvernig hægt er að gera betri veðurspár. Hún segir hægt að treysta gervigreindinni í að þróa tæknina áfram en að læra þurfi hvernig eigi að nýta hana rétt. „Það verður þróun því með gervigreind getur hún stytt þér suma ferla og auðvelda annað en þú þarft alltaf að passa að hún sé byggð á réttum gögnum og sé að læra rétta hluti og nýta hana rétt.“ Veður Eldgos og jarðhræringar Háskólar Gervigreind Tækni Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Á dögunum var ofurtölva í eigu Háskóla Íslands flutt í húsnæði Veðurstofunnar en samrekstur mikilvægra reikniinnviða er hluti af samstarfi í að efla innviði fyrir rannsóknir með áherslu meðal annars á loftslagsmál, náttúruvá og alþjóðlegt vísindasamstarf. Hildigunnur Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands segir ofurtölvuna nýtast stofnuninni á ýmsan hátt meðal annars í jarðhræringum á Reykjanesi. „Við erum að nýta þetta í jarðskjálftarannsóknir og til að herma eftir hraunflæði á öllu Reykjanesinu. Þetta skiptir máli í hraunflæðiherminum. Við erum líka að nýta þetta hvernig loftmengun, loftgæði og gös ferðast um loftið. Þetta nýtist í öll svona flókin reiknimódel sem taka mikla reiknigetu,“ sagði Hildigunnur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hægt að treysta gervigreindinni Hildigunnur segir ofurtölvuna og aðra öfluga reikniinnviði algjörlega nauðsynlega starfi Veðurstofunnar. „Til dæmis vorum við að skoða jökulhlaup undan Grímsvötnum og hvernig þau myndu flæða upp bæði í norður og suður ef þau kæmu upp í stórum skala. Þú ert að reikna bæði hvernig vatnið kæmi upp, hvernig það flæðir yfir landið, hvernig vatnsfarvegir taka við þessu. Þetta eru flóknar hermanir og þú ert að líkja eftir öllu þessu á sama tíma.“ Þá segir Hildigunnur að reikniinnviðirnir séu notaðir til að þróa gervigreindina í hvernig hægt er að gera betri veðurspár. Hún segir hægt að treysta gervigreindinni í að þróa tæknina áfram en að læra þurfi hvernig eigi að nýta hana rétt. „Það verður þróun því með gervigreind getur hún stytt þér suma ferla og auðvelda annað en þú þarft alltaf að passa að hún sé byggð á réttum gögnum og sé að læra rétta hluti og nýta hana rétt.“
Veður Eldgos og jarðhræringar Háskólar Gervigreind Tækni Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira