Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2025 10:56 Á eftir Costco er Atlantsolía yfirleitt með lægsta bensínverðið. Myndin er nokkurra ára gömul. Vísir/Vilhelm Bensínverð á Íslandi hefur lækkað um rúm tvö prósent á sama tíma og olíutunnan hefur lækkað um tíu prósent frá áramótum. Alþýðusamband Íslands segir að lækkun á innkaupaverði olíufélaganna hafi þannig ekki ratað í smásöluverð hér á landi. Þróun á erlendum mörkuðum hefur verið hagfelld íslenskum olíumarkaði samkvæmt greiningu hagfræðings ASÍ. Heimsmarkaðsverð olíu hafi þannig leitað niður á við og gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar styrkst. Alls hafi olíutunnan lækkað um tíu prósent mælt í krónum frá áramótum. Á sama tíma og dagsmeðaltalsverð á 95 oktana bensíni hafi lækkað um rúm tvö prósent frá upphafi árs hafi meðal brúttóhagnaður af seldum bensínlítra hækkað um tæp þrjú prósentustig frá 2024. Ætti að verða rúmum fjögur þúsund krónum ódýrari að fylla á smábíl Hagfræðingur ASÍ telur að fyrirhugað kílómetragjald stjórnvalda samhliða niðurfellingu álagningar á jarðefnaeldsneyti leiði til lægra útsöluverðs. Sé miðað við verð sem ASÍ styðst við fyrir júní ætti lítrinn af 95 oktana bensíni að lækka um rúmar hundrað krónur. Það jafngildi rúmum 4.200 krónum ef dælt sé á smábíl með 42 lítra tank. Hagfræðingurinn slær þann varnagla að þetta sé háð því að verð til olíufélaga haldist óbreytt. Innistæða sé fyrir því að sá hluti bensínverð lækki enn frekar í ljósi þróunar heimsmarkaðsverðs. Munaði mest hátt í 33 krónum á milli stöðva Mikill verðmunur er á milli fyrirtækja en einnig á milli stöðva einstakra fyrirtækja samkvæmt tölum ASÍ. Lægsta lítraverðið var hjá Costco í Garðabæ en þar á eftir hjá Atlantsolíu. Hæsta meðalverðið var hjá Olís. Mesti verðmunur á milli stöðva innan sama dags nam 32,7 krónum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mars þegar litið var hjá Costco-stöðinni sem er jafnan ódýrari en aðrar. Þannig munaði rúmum 1.300 krónum að fylla bíl með fjörutíu lítra tank á stöð Olís í Ánanaustum annars vegar og Atlantsolíu við Skúlagötu. Neytendur Jarðefnaeldsneyti Samkeppnismál Bensín og olía Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rekstraráfall eins stærsta viðskiptavinarins hefur áhrif á Eimskip Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Sjá meira
Þróun á erlendum mörkuðum hefur verið hagfelld íslenskum olíumarkaði samkvæmt greiningu hagfræðings ASÍ. Heimsmarkaðsverð olíu hafi þannig leitað niður á við og gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar styrkst. Alls hafi olíutunnan lækkað um tíu prósent mælt í krónum frá áramótum. Á sama tíma og dagsmeðaltalsverð á 95 oktana bensíni hafi lækkað um rúm tvö prósent frá upphafi árs hafi meðal brúttóhagnaður af seldum bensínlítra hækkað um tæp þrjú prósentustig frá 2024. Ætti að verða rúmum fjögur þúsund krónum ódýrari að fylla á smábíl Hagfræðingur ASÍ telur að fyrirhugað kílómetragjald stjórnvalda samhliða niðurfellingu álagningar á jarðefnaeldsneyti leiði til lægra útsöluverðs. Sé miðað við verð sem ASÍ styðst við fyrir júní ætti lítrinn af 95 oktana bensíni að lækka um rúmar hundrað krónur. Það jafngildi rúmum 4.200 krónum ef dælt sé á smábíl með 42 lítra tank. Hagfræðingurinn slær þann varnagla að þetta sé háð því að verð til olíufélaga haldist óbreytt. Innistæða sé fyrir því að sá hluti bensínverð lækki enn frekar í ljósi þróunar heimsmarkaðsverðs. Munaði mest hátt í 33 krónum á milli stöðva Mikill verðmunur er á milli fyrirtækja en einnig á milli stöðva einstakra fyrirtækja samkvæmt tölum ASÍ. Lægsta lítraverðið var hjá Costco í Garðabæ en þar á eftir hjá Atlantsolíu. Hæsta meðalverðið var hjá Olís. Mesti verðmunur á milli stöðva innan sama dags nam 32,7 krónum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mars þegar litið var hjá Costco-stöðinni sem er jafnan ódýrari en aðrar. Þannig munaði rúmum 1.300 krónum að fylla bíl með fjörutíu lítra tank á stöð Olís í Ánanaustum annars vegar og Atlantsolíu við Skúlagötu.
Neytendur Jarðefnaeldsneyti Samkeppnismál Bensín og olía Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rekstraráfall eins stærsta viðskiptavinarins hefur áhrif á Eimskip Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Sjá meira