Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 1. júlí 2025 13:30 Að velja friðinn fram yfir réttlætið?Ekki vegna þess að réttlæti skiptir ekki máli — þvert á móti.Heldur vegna þess að sé haldið í sársauka sem heimurinn neitar að stíga út úr, veikir það vitundina.Að velja friðinn, ekki sem þögn eða samþykki, heldur sem meðvitað val um að taka ekki þátt í mynstri sem stjórnar framvindunni. En hvað gerist þegar við bíðum eftir viðurkenningu sem aldrei kemur?Þegar réttlætið sem við þráum virðist fast í röddum sem þegja, afneita eða hunsa ?Við stöndum eftir með þá tilfinningu — að við höfum val um að öskra, gefast upp eða leita réttlætis. Það er þó líka annað val. Desmond Tutu, sem gegndi lykilhlutverki í sannleiks- og sáttarnefnd Suður-Afríku, sýndi heiminum að það er hægt að velja frið — ekki af undirgefni, heldur sem djúpa mótspyrnu gegn endurtekningunni.Frið sem segir: „Ég viðurkenni sannleikann. En ég ætla ekki að smita hann áfram.“Ekki af því að mér sé sama, heldur akkúrat af því að mér er svo innilega ekki sama. Við getum borið reiði með reisn. Við getum fundið allt sem við finnum – og samt ákveðið að bregðast ekki við á sama hátt og heimurinn hefur kennt okkur. Fátt er þó manninum erfiðara: Að ganga burt frá særandi hringiðunni — án þess að snúa til baka með eld í höndunum. Hér er svo spurning sem ég velti oft fyrir mér: Er það kannski svo, að sjálfshyggjan sem hefur orðið leiðarstef margra samfélaga takmarki hæfni okkar til friðar? Við höfum lært að virða sjálfsvirðingu okkar með því að standa ein — með okkar eigin sannleika, okkar eigin rétt. Erum við að svíkja okkur sjálf með því að gefa eftir? Friðurinn krefst ekki svika við sjálfið, heldur dýpri tengsla. Hver er andstæða sjálfshyggjunnar? Kannski er það samhyggja. Ekki undirgefni heldur viðurkenning á því að við eigum okkur sjálf í gegnum tengsl við aðra. Með því að skilja að sársauki annarra og okkar eigin eru ekki andstæður– heldur samtvinnaðir. Desmond Tutu sagði: „My humanity is bound up in yours, for we can only be human together.” Við þurfum hvort annað til að vera manneskjur. Kannski finnst aðeins friður þegar við hættum að líta á hann sem einkavörn og sjáum hann sem sameiginlegt val. Val sem byrjar ekki í samningaborði, heldur í hjarta þess sem segir: „Ég ætla ekki að halda þessu áfram.“ Val sem smíðar brú — jafnvel þar sem ekkert réttlæti hefur enn birst. Að velja friðinn. Ekki sem undanhald. Heldur sem stefnu. Sem val um að varðveita það sem við viljum njóta — innan frá og í umhverfinu. Höfundur er ráðgjafi og mastersnemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Að velja friðinn fram yfir réttlætið?Ekki vegna þess að réttlæti skiptir ekki máli — þvert á móti.Heldur vegna þess að sé haldið í sársauka sem heimurinn neitar að stíga út úr, veikir það vitundina.Að velja friðinn, ekki sem þögn eða samþykki, heldur sem meðvitað val um að taka ekki þátt í mynstri sem stjórnar framvindunni. En hvað gerist þegar við bíðum eftir viðurkenningu sem aldrei kemur?Þegar réttlætið sem við þráum virðist fast í röddum sem þegja, afneita eða hunsa ?Við stöndum eftir með þá tilfinningu — að við höfum val um að öskra, gefast upp eða leita réttlætis. Það er þó líka annað val. Desmond Tutu, sem gegndi lykilhlutverki í sannleiks- og sáttarnefnd Suður-Afríku, sýndi heiminum að það er hægt að velja frið — ekki af undirgefni, heldur sem djúpa mótspyrnu gegn endurtekningunni.Frið sem segir: „Ég viðurkenni sannleikann. En ég ætla ekki að smita hann áfram.“Ekki af því að mér sé sama, heldur akkúrat af því að mér er svo innilega ekki sama. Við getum borið reiði með reisn. Við getum fundið allt sem við finnum – og samt ákveðið að bregðast ekki við á sama hátt og heimurinn hefur kennt okkur. Fátt er þó manninum erfiðara: Að ganga burt frá særandi hringiðunni — án þess að snúa til baka með eld í höndunum. Hér er svo spurning sem ég velti oft fyrir mér: Er það kannski svo, að sjálfshyggjan sem hefur orðið leiðarstef margra samfélaga takmarki hæfni okkar til friðar? Við höfum lært að virða sjálfsvirðingu okkar með því að standa ein — með okkar eigin sannleika, okkar eigin rétt. Erum við að svíkja okkur sjálf með því að gefa eftir? Friðurinn krefst ekki svika við sjálfið, heldur dýpri tengsla. Hver er andstæða sjálfshyggjunnar? Kannski er það samhyggja. Ekki undirgefni heldur viðurkenning á því að við eigum okkur sjálf í gegnum tengsl við aðra. Með því að skilja að sársauki annarra og okkar eigin eru ekki andstæður– heldur samtvinnaðir. Desmond Tutu sagði: „My humanity is bound up in yours, for we can only be human together.” Við þurfum hvort annað til að vera manneskjur. Kannski finnst aðeins friður þegar við hættum að líta á hann sem einkavörn og sjáum hann sem sameiginlegt val. Val sem byrjar ekki í samningaborði, heldur í hjarta þess sem segir: „Ég ætla ekki að halda þessu áfram.“ Val sem smíðar brú — jafnvel þar sem ekkert réttlæti hefur enn birst. Að velja friðinn. Ekki sem undanhald. Heldur sem stefnu. Sem val um að varðveita það sem við viljum njóta — innan frá og í umhverfinu. Höfundur er ráðgjafi og mastersnemi í heildrænum læknavísindum.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun