Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar 1. júlí 2025 15:15 „Börn fremja fleiri ofbeldisbrot en nokkru sinni,“ er fyrirsögn greinar sem birtist á mbl.is í dag. Er þarna vitnað í nýútkomna skýrslu Stjórnarráðs Íslands: „Áætlun fyrir aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum“. Í þessari skýrslu er að finna gögn frá lögreglu og Barnaverndarstofu þar sem farið er yfir áhættuhegðan barna o.fl. Þessar tölur mátti einnig finna í svörtum skýrslum um börn sem komu út á síðasta ári. Þar kom m.a. fram að meiriháttar og stórfelldum líkamsárásum ungmenna hafði fjölgað um 188% frá árinu 2019. Þar kom líka fram að börn væru vistuð í einkareknum búsetuúrræðum þar sem fagmennsku skorti og eftirliti væri ábótavant. Síðastliðið ár voru börn í vanda vistuð í fangageymslum í Hafnarfirði vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Svar stjórnvalda við þessari stöðu og þessum vanda má sjá í fjármálaætlun til ársins 2030. Þar kemur fram að framlög til forvarna, lýðheilsu og umhverfis barna í grunnskólum verða skorin niður um samtals 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Eftir fjölmarga neyðarfundi í NATO var síðan tekin ákvörðun um að stefna á að útgjöld til öryggis- og varnarmála verði 70 ma.kr. innan 10 ára. Forgangsmál á Íslandi hafa víst aldrei snúist um börn. Viðvörunarbjöllur sl. fimm ár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sendi strax í upphafi Covid faraldursins frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við áhrifum faraldursins á geðheilsu til skemmri og lengri tíma. Var sérstaklega bent á að horfa þyrfti til geðheilsu barna og þeirra sem væru í viðkvæmri stöðu. Kreppur sl. 100 ára voru fyrst og fremst efnahagslegar og því er erfitt að leita í söguna til að spá fyrir um afleiðingar. Einangrun, ótti, samfélagsmiðlar, falsfréttir o.fl. gerðu þessa kreppu flóknari en aðrar kreppur í sögunni. Líkindi væri helst að finna í löndum þar sem einstaklingar hafa búið við skert frelsi vegna stjórnmálaskoðana eða stríðsástands. Geðhjálp benti stjórnvöldum ítrekað á þessa yfirlýsingu og þær viðvörunabjöllur sem sjá mátti í geðheilsuvísum ár hvert í kjölfarið. WHO sendi síðan frá sér aðra yfirlýsingu þann 8. október 2021, þar sem m.a. eftirfarandi kom fram: Samantekt, sem birt er í nýjum gagnagrunni Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um geðheilbrigðismál, sýnir svart á hvítu að þjóðum heimsins hefur mistekist að bjóða þegnunum viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Þetta gerist á þeim tíma sem mikilvægi þess að setja geðheilbrigðismál á oddinn hefur aldrei verið jafn brýnt. Rannsóknir um skammtímaáhrif Covid á geðheilsu sérstaklega barna og ungmenna eru ekki margar og langtímaáhrifin eru ekki að fullu komin í ljós. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út skýrsluna Mental Health and COVID 19: Early evidence of the pandemic‘s impact í mars 2022 þar sem fyrstu gögn voru tekin saman. Þar komu fram sterkar vísbendingar um neikvæð áhrif sóttvarnaraðgerða á geðheilsu. Sérstaklega er tekið fram að sjálfsvígstíðni barna og ungmenna hafi aukist og geðheilsu hrakað þar sem aðgerðir gegn veirunni voru umfangsmiklar. Mótvægisaðgerðir íslenskra stjórnvalda voru afar takmarkaðar og áherslan eins og nær alltaf á efnahagslega þætti og þarfir atvinnulífsins. Hvar er farsældin? Verðmætamat okkar þarf að breytast. Efnishyggjan hefur því miður fengið að ráða allt of lengi. Síaukin neysla okkar festir okkur í eltingaleik sem skilur lítið eftir sig og er svo sannarlega ekki vinasamlegur geðheilsu okkar. Þegar veiran herjaði á okkur var engu til sparað þegar kom að mannafla eða fjármagni. Þegar fjalla á um kvótakerfið þá mæta allir á dekk í umræðuna og linna ekki látunum fyrr en þeirra sjónarmið verður ofan á. Við þurfum að horfa þannig á geðheilbrigðismál og þá sérstaklega barna- og ungmenna. Að átta okkur á afleiðingum þeirrar stefnu sem nú er í gangi og leiðrétta hana. Hvar er þríeykið? Hvar eru greiningardeildir bankanna? Hvar er stuðningsnet fyrir verðandi foreldra og stuðningur fyrstu tvö árin í lífi barna? Hvar eru meðferðarúrræði barna? Hvar er farsældin? Hvers vegna er þykir það eðlilegt að auka framlög til öryggis- og varnarmála um 11 ma.kr. en draga á sama tíma úr framlögum til geð- og lýðheilsu barna um 5,7 ma.kr.? Hvar er 100 klst. umræða um málefni barna á Alþingi? Hvers vegna þykir eðlilegt að allir sem starfa í banka hafi viðskiptapróf úr háskóla á sama tíma og það þykir eðlilegt að 80% þeirra, sem starfa á geðdeildum og stofnunum þar sem fólk með geðrænan vanda dvelur, séu ófagmenntaðir? Þessi listi er ekki tæmandi. Því miður eru engar líkur á því að þingið fresti sumarfríum vegna alvarlegrar stöðu barna á Íslandi. Svörtu skýrslurnar sem birtar voru sumarið 2024 og svörtu skýrslurnar núna hafa mér vitandi ekki fengið svo mikið sem mínútu umfjöllun á Alþingi. Það virðist ekki vera heilög skylda þingmanna að ræða þessa stöðu. Það eru vonbrigði. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
„Börn fremja fleiri ofbeldisbrot en nokkru sinni,“ er fyrirsögn greinar sem birtist á mbl.is í dag. Er þarna vitnað í nýútkomna skýrslu Stjórnarráðs Íslands: „Áætlun fyrir aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum“. Í þessari skýrslu er að finna gögn frá lögreglu og Barnaverndarstofu þar sem farið er yfir áhættuhegðan barna o.fl. Þessar tölur mátti einnig finna í svörtum skýrslum um börn sem komu út á síðasta ári. Þar kom m.a. fram að meiriháttar og stórfelldum líkamsárásum ungmenna hafði fjölgað um 188% frá árinu 2019. Þar kom líka fram að börn væru vistuð í einkareknum búsetuúrræðum þar sem fagmennsku skorti og eftirliti væri ábótavant. Síðastliðið ár voru börn í vanda vistuð í fangageymslum í Hafnarfirði vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Svar stjórnvalda við þessari stöðu og þessum vanda má sjá í fjármálaætlun til ársins 2030. Þar kemur fram að framlög til forvarna, lýðheilsu og umhverfis barna í grunnskólum verða skorin niður um samtals 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Eftir fjölmarga neyðarfundi í NATO var síðan tekin ákvörðun um að stefna á að útgjöld til öryggis- og varnarmála verði 70 ma.kr. innan 10 ára. Forgangsmál á Íslandi hafa víst aldrei snúist um börn. Viðvörunarbjöllur sl. fimm ár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sendi strax í upphafi Covid faraldursins frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við áhrifum faraldursins á geðheilsu til skemmri og lengri tíma. Var sérstaklega bent á að horfa þyrfti til geðheilsu barna og þeirra sem væru í viðkvæmri stöðu. Kreppur sl. 100 ára voru fyrst og fremst efnahagslegar og því er erfitt að leita í söguna til að spá fyrir um afleiðingar. Einangrun, ótti, samfélagsmiðlar, falsfréttir o.fl. gerðu þessa kreppu flóknari en aðrar kreppur í sögunni. Líkindi væri helst að finna í löndum þar sem einstaklingar hafa búið við skert frelsi vegna stjórnmálaskoðana eða stríðsástands. Geðhjálp benti stjórnvöldum ítrekað á þessa yfirlýsingu og þær viðvörunabjöllur sem sjá mátti í geðheilsuvísum ár hvert í kjölfarið. WHO sendi síðan frá sér aðra yfirlýsingu þann 8. október 2021, þar sem m.a. eftirfarandi kom fram: Samantekt, sem birt er í nýjum gagnagrunni Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um geðheilbrigðismál, sýnir svart á hvítu að þjóðum heimsins hefur mistekist að bjóða þegnunum viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Þetta gerist á þeim tíma sem mikilvægi þess að setja geðheilbrigðismál á oddinn hefur aldrei verið jafn brýnt. Rannsóknir um skammtímaáhrif Covid á geðheilsu sérstaklega barna og ungmenna eru ekki margar og langtímaáhrifin eru ekki að fullu komin í ljós. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út skýrsluna Mental Health and COVID 19: Early evidence of the pandemic‘s impact í mars 2022 þar sem fyrstu gögn voru tekin saman. Þar komu fram sterkar vísbendingar um neikvæð áhrif sóttvarnaraðgerða á geðheilsu. Sérstaklega er tekið fram að sjálfsvígstíðni barna og ungmenna hafi aukist og geðheilsu hrakað þar sem aðgerðir gegn veirunni voru umfangsmiklar. Mótvægisaðgerðir íslenskra stjórnvalda voru afar takmarkaðar og áherslan eins og nær alltaf á efnahagslega þætti og þarfir atvinnulífsins. Hvar er farsældin? Verðmætamat okkar þarf að breytast. Efnishyggjan hefur því miður fengið að ráða allt of lengi. Síaukin neysla okkar festir okkur í eltingaleik sem skilur lítið eftir sig og er svo sannarlega ekki vinasamlegur geðheilsu okkar. Þegar veiran herjaði á okkur var engu til sparað þegar kom að mannafla eða fjármagni. Þegar fjalla á um kvótakerfið þá mæta allir á dekk í umræðuna og linna ekki látunum fyrr en þeirra sjónarmið verður ofan á. Við þurfum að horfa þannig á geðheilbrigðismál og þá sérstaklega barna- og ungmenna. Að átta okkur á afleiðingum þeirrar stefnu sem nú er í gangi og leiðrétta hana. Hvar er þríeykið? Hvar eru greiningardeildir bankanna? Hvar er stuðningsnet fyrir verðandi foreldra og stuðningur fyrstu tvö árin í lífi barna? Hvar eru meðferðarúrræði barna? Hvar er farsældin? Hvers vegna er þykir það eðlilegt að auka framlög til öryggis- og varnarmála um 11 ma.kr. en draga á sama tíma úr framlögum til geð- og lýðheilsu barna um 5,7 ma.kr.? Hvar er 100 klst. umræða um málefni barna á Alþingi? Hvers vegna þykir eðlilegt að allir sem starfa í banka hafi viðskiptapróf úr háskóla á sama tíma og það þykir eðlilegt að 80% þeirra, sem starfa á geðdeildum og stofnunum þar sem fólk með geðrænan vanda dvelur, séu ófagmenntaðir? Þessi listi er ekki tæmandi. Því miður eru engar líkur á því að þingið fresti sumarfríum vegna alvarlegrar stöðu barna á Íslandi. Svörtu skýrslurnar sem birtar voru sumarið 2024 og svörtu skýrslurnar núna hafa mér vitandi ekki fengið svo mikið sem mínútu umfjöllun á Alþingi. Það virðist ekki vera heilög skylda þingmanna að ræða þessa stöðu. Það eru vonbrigði. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar