Innlent

Vill fá að vita hvers vegna á­kvarðanir stofnana eru ekki undir­ritaðar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Umboðsmaður vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir eru ekki undirritaðar.
Umboðsmaður vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir eru ekki undirritaðar.

Umboðsmaður Alþingis segir að við meðferð kvartana hjá embættinu hafi orðið vart við tilvik þar sem ákvarðanir stofnana séu ekki undirritaðar af starfsmönnum.

Embættið hefur í kjölfarið óskað upplýsinga hjá Sjúkratryggingum Íslands, Tryggingastofnun og Vinnumálastofnun um hvort þetta sé almennt verklag hjá þeim. Ef svo er vill Umboðsmaður fá skýringar á því hvernig það samrýmist „þeim réttaröryggiskröfum sem leiða af skráðum og óskráðum reglum stjórnsýslu­réttarins“.

Í erindi Umboðsmanns til Sjúkratrygginga Íslands segir meðal annars að embættinu sé sérstaklega í huga að málsaðilar geti gert sér grein fyrir því hvaða starfsmanni stjórnvaldsins var falið að afgreiða umrætt mál, hvort hann sé til þess hæfur og afgreiðsla málsins að öðru leyti í samræmi við lög.

Bendir Umboðsmaður á að hann hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að sú afstaða Tryggingastofnunar að birta almennt ekki nöfn starfsmanna sem stæðu að baki ákvörðunum stofnunarinnar „væri ekki í samræmi við kröfur sem gera yrði til forms og framsetningar stjórnvaldsákvarðana í ljósi réttaröryggissjónarmiða og vandaðra stjórnsýsluhátta“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×