„Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 11:18 Örn Pálsson segir að ráðherra geti tryggt auknar aflaheimildir í strandveiðunum með reglugerð, dragist það á langinn að samþykkja strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Búið er að landa rúmum 83 prósentum af þorskvóta strandveiðitímabilsins þegar tímabilið er hálfnað og tveir mánuðir eftir af fjórum. Formaður Landssambands smábátaeigenda hefur ekki áhyggjur af því að veiðarnar verði stöðvaðar í næstu viku þótt ekki náist að afgreiða strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar áður en potturinn klárast. Samkvæmt núgildandi lögum um strandveiðar er það skylda Fiskistofu að stöðva strandveiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla, sem nú er 10 þúsund tonn, sé náð. Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga sem ætlað er að tryggja 48 daga strandveiðitímabil, en í frumvarpinu er ákvæði sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar heildarkvótinn klárast. Málið hefur ekki verið afgreitt á Alþingi, sem rætt hefur um breytingar á veiðigjöldum dögum saman og ekkert bólar á þinglokum. „Við erum alveg rólegir yfir þessu“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að strandveiðimenn séu alveg rólegir yfir þessu. Það sé skýr vilji ríkisstjórnarinnar að afgreiða þetta mál. „Þó það dragist eitthvað aðeins að samþykkja þetta mál þá tel ég ekki að þetta muni hafa þau áhrif að það stöðvi veiðarnar á nokkurn hátt. Það er auðvitað vilji fyrir hendi að stöðva ekki strandveiðarnar og standa við þessa 48 daga,“ segir hann. Örn bendir á að í fyrra hafi ráðherra bætt tvö þúsund tonnum af þorski við strandveiðikvótann með reglugerð. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, undirritaði reglugerðina sem jók heildarráðstöfun í þorski til strandveiða í 12 þúsund tonn í stað 10 þúsund tonna. Aukningin kom af skiptimarkaði, þar af 1.300 tonn af þorski sem fengust í skiptum fyrir heimildir á makríl. Örn segir að það verði ekkert mál að undirrita sambærilega reglugerð, dragist það á langinn að samþykkja frumvarpið. „Ég á ekki von á því að það vefjist eitthvað fyrir ráðherranum.“ Potturinn fari alls ekki í 17 þúsund tonn Örn telur afar ólíklegt að heildarpotturinn í þorski fari í sextán eða sautján þúsund tonn í sumar, en hann á ekki von á því að júlí og ágúst gefi eins vel og maí og júní. „Það er oft erfiðara að róa í ágúst.“ „Svo hefur það sýnt sig í maí og júní, það er meiri ró yfir mönnum þegar þetta er tryggt í 48 daga. Menn eru að taka sér frí, á dögum þar sem menn tóku sér ekki frí í fyrra, þegar það er bræla og svona. Núna vita menn að þetta er út ágúst, og þá er öðruvísi mynstur á sókninni,“ segir Örn. Strandveiðar Sjávarútvegur Hafið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36 „Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02 Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54 Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Dæmi eru um að strandveiðisjómenn séu aftur komnir með kvóta í hendurnar sem þeir höfðu selt dýrum dómum til útgerða. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast að hlutirnir þróist þannig að strandveiðipotturinn stækki enn frekar. 5. júní 2025 23:15 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Samkvæmt núgildandi lögum um strandveiðar er það skylda Fiskistofu að stöðva strandveiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla, sem nú er 10 þúsund tonn, sé náð. Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga sem ætlað er að tryggja 48 daga strandveiðitímabil, en í frumvarpinu er ákvæði sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar heildarkvótinn klárast. Málið hefur ekki verið afgreitt á Alþingi, sem rætt hefur um breytingar á veiðigjöldum dögum saman og ekkert bólar á þinglokum. „Við erum alveg rólegir yfir þessu“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að strandveiðimenn séu alveg rólegir yfir þessu. Það sé skýr vilji ríkisstjórnarinnar að afgreiða þetta mál. „Þó það dragist eitthvað aðeins að samþykkja þetta mál þá tel ég ekki að þetta muni hafa þau áhrif að það stöðvi veiðarnar á nokkurn hátt. Það er auðvitað vilji fyrir hendi að stöðva ekki strandveiðarnar og standa við þessa 48 daga,“ segir hann. Örn bendir á að í fyrra hafi ráðherra bætt tvö þúsund tonnum af þorski við strandveiðikvótann með reglugerð. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, undirritaði reglugerðina sem jók heildarráðstöfun í þorski til strandveiða í 12 þúsund tonn í stað 10 þúsund tonna. Aukningin kom af skiptimarkaði, þar af 1.300 tonn af þorski sem fengust í skiptum fyrir heimildir á makríl. Örn segir að það verði ekkert mál að undirrita sambærilega reglugerð, dragist það á langinn að samþykkja frumvarpið. „Ég á ekki von á því að það vefjist eitthvað fyrir ráðherranum.“ Potturinn fari alls ekki í 17 þúsund tonn Örn telur afar ólíklegt að heildarpotturinn í þorski fari í sextán eða sautján þúsund tonn í sumar, en hann á ekki von á því að júlí og ágúst gefi eins vel og maí og júní. „Það er oft erfiðara að róa í ágúst.“ „Svo hefur það sýnt sig í maí og júní, það er meiri ró yfir mönnum þegar þetta er tryggt í 48 daga. Menn eru að taka sér frí, á dögum þar sem menn tóku sér ekki frí í fyrra, þegar það er bræla og svona. Núna vita menn að þetta er út ágúst, og þá er öðruvísi mynstur á sókninni,“ segir Örn.
Strandveiðar Sjávarútvegur Hafið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36 „Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02 Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54 Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Dæmi eru um að strandveiðisjómenn séu aftur komnir með kvóta í hendurnar sem þeir höfðu selt dýrum dómum til útgerða. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast að hlutirnir þróist þannig að strandveiðipotturinn stækki enn frekar. 5. júní 2025 23:15 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36
„Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02
Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54
Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Dæmi eru um að strandveiðisjómenn séu aftur komnir með kvóta í hendurnar sem þeir höfðu selt dýrum dómum til útgerða. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast að hlutirnir þróist þannig að strandveiðipotturinn stækki enn frekar. 5. júní 2025 23:15