Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar 3. júlí 2025 08:32 Ísland er ríkt af auðlindum og það verður að segjast eins og er að margar þeirra mætti nýta miklu betur. Stjórnarandstaðan á Alþingi er ein slík – ekki síst aðdáunarvert úthald hennar við að opna munninn og loka honum til skiptis. Það er hreint með ólíkindum að ríkissjóður skuli enn ekki farinn að nýta sér þá gríðarlegu tekjumöguleika sem felast í því að selja vel stæðum ferðamönnum stúkusæti á þingpöllum, þar sem unnt er að virða fyrir sér þetta stórfenglega náttúruundur. Íslensk getspá ætti líka að grípa gullgæsina og taka saman vandaða tölfræði um margvíslega líkamstjáningu þingmanna og veita fólki tækifæri til að veðja á Lengjunni, t.d. um það hve oft þingmenn bora upp í nefið á sér í ræðustól – eða hversu oft þingmenn í sal klóra sér á viðkvæmum stöðum þegar þeir halda að enginn sjái til. Erlendar veðmálasíður yrðu vafalaust fljótar að taka við sér og í framhaldinu gæti almenningur um allan heim lagt stórar upphæðir undir veðmál um hve margar ræður einstakir þingmenn geti haldið um veiðigjöld án þess að baða sig á milli. Ég geri hiklaust ráð fyrir því að stjórnarandstöðuþingmenn vilji mikið til þess vinna að afla ríkissjóði tekna án þess að hækka skatta og yrðu þess vegna reiðubúnir að taka leggja nokkuð á sig í því skyni. Með slíkri samvinnu mætti taka upp veðmál um það hvaða þingmenn gætu lokið fimm mínútna ræðu standandi á öðrum fæti, eða jafnvel standandi á höndum. Þá eru alveg ótaldir þeir tekjumöguleikar sem einstakir þingmenn gætu haft af því að veðja á sjálfa sig – eða á móti sjálfum sér eftir atvikum eins og þekkist í fótboltaheiminum. Og svo gæti íþróttahreyfingin auðvitað grætt fúlgur fjár á því að leyfa veðmál á Lengjunni um það hvaða þingmaður geti lengst haldið bolta á lofti í ræðustól. Orðalagið „eins og ég hef áður nefnt í fyrri ræðum mínum“ er líka upplagt að nota til veðmálastarfsemi á Lengjunni. Með því einu að gera samninga um hæfileg umboðslaun við veðmálafyrirtækin þarf ríkissjóður ugglaust ekki langan tíma til að afla þeirra tekna sem til stóð að ná inn með veiðigjöldum. Og þegar þar er komið sögu má fresta umræðu um veiðigjöld í heilt ár. Með því móti gæti þessi skemmtun orðið árviss viðburður og ríkissjóði gríðarleg tekjulind um langa framtíð. Höfundur er áhugamaður um nýtingu auðlinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt af auðlindum og það verður að segjast eins og er að margar þeirra mætti nýta miklu betur. Stjórnarandstaðan á Alþingi er ein slík – ekki síst aðdáunarvert úthald hennar við að opna munninn og loka honum til skiptis. Það er hreint með ólíkindum að ríkissjóður skuli enn ekki farinn að nýta sér þá gríðarlegu tekjumöguleika sem felast í því að selja vel stæðum ferðamönnum stúkusæti á þingpöllum, þar sem unnt er að virða fyrir sér þetta stórfenglega náttúruundur. Íslensk getspá ætti líka að grípa gullgæsina og taka saman vandaða tölfræði um margvíslega líkamstjáningu þingmanna og veita fólki tækifæri til að veðja á Lengjunni, t.d. um það hve oft þingmenn bora upp í nefið á sér í ræðustól – eða hversu oft þingmenn í sal klóra sér á viðkvæmum stöðum þegar þeir halda að enginn sjái til. Erlendar veðmálasíður yrðu vafalaust fljótar að taka við sér og í framhaldinu gæti almenningur um allan heim lagt stórar upphæðir undir veðmál um hve margar ræður einstakir þingmenn geti haldið um veiðigjöld án þess að baða sig á milli. Ég geri hiklaust ráð fyrir því að stjórnarandstöðuþingmenn vilji mikið til þess vinna að afla ríkissjóði tekna án þess að hækka skatta og yrðu þess vegna reiðubúnir að taka leggja nokkuð á sig í því skyni. Með slíkri samvinnu mætti taka upp veðmál um það hvaða þingmenn gætu lokið fimm mínútna ræðu standandi á öðrum fæti, eða jafnvel standandi á höndum. Þá eru alveg ótaldir þeir tekjumöguleikar sem einstakir þingmenn gætu haft af því að veðja á sjálfa sig – eða á móti sjálfum sér eftir atvikum eins og þekkist í fótboltaheiminum. Og svo gæti íþróttahreyfingin auðvitað grætt fúlgur fjár á því að leyfa veðmál á Lengjunni um það hvaða þingmaður geti lengst haldið bolta á lofti í ræðustól. Orðalagið „eins og ég hef áður nefnt í fyrri ræðum mínum“ er líka upplagt að nota til veðmálastarfsemi á Lengjunni. Með því einu að gera samninga um hæfileg umboðslaun við veðmálafyrirtækin þarf ríkissjóður ugglaust ekki langan tíma til að afla þeirra tekna sem til stóð að ná inn með veiðigjöldum. Og þegar þar er komið sögu má fresta umræðu um veiðigjöld í heilt ár. Með því móti gæti þessi skemmtun orðið árviss viðburður og ríkissjóði gríðarleg tekjulind um langa framtíð. Höfundur er áhugamaður um nýtingu auðlinda.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar