„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar 3. júlí 2025 11:01 Þegar ég las þessa frétt á mbl.is í dag, „Óttast að handvelja þurfi sjúklinga í lyfjameðferð,“ rennur mér kalt vatn milli herðablaða minnugur þrautargöngu pabba heitins í heilbrigðiskerfinu hér á landi og þeirra ólýsanlegu þjáninga sem hann þurfti að upplifa á degi hverjum í yfir 16 ár eftir að hann veikist. Pabbi heitinn var nefnilega einn af þeim sem fórnuðu útlim á altari niðurskurðar eftir hrun. Við munum þá tíma þegar allt fór á hliðina, heilbrigðiskerfið stóð eftir á brauðfótum og öll okkar stoðkerfi. Blekkingarleikritið „Útrásarvíkingarnir“ var afhjúpað. Þó svo að sumir hafi afneitað því alveg fram að hruni og hafi sagt við þá sem voru að benda á það að keisarinn væri engum fötum að fara, bara í endurmenntun! Ef ég man rétt var það núverandi utanríkisráðherra eða „varnarmálaráðherra“ Íslands, sem setur hagsmuni Úkraníu og Palestínu ofar þeirra íslensku, sem sagði þetta í sjónvarpsviðtali. Snúum okkur að efni þessarar greinar. Þegar pabbi veikist var hann 75 ára, fram að því var hann hraustur karl. Hann hætti ekki að vinna fyrr en hann varð 70 ára. Lengst af starfsævinni vann hann sem sundlaugarvörður í gömlu Kópavogslauginni eða í 32 ár eða þar til hann hætti að vinna sem launþegi. Hann var lengi til sjós og vann ýmsar aðrar vinnur, sprengdi m.a. fyrir Hótelsögu svo eitthvað sé nefnt. Svo ég vitni í karlinn sjálfan: „Með tveimur jafnsterkum og var aldrei í því að naga blýanta sitjandi við skrifborð.“ Hann stal aldrei krónu eða var í kennitölubraski, hann var þessi af gamla skólanum, sem var alla tíð harðduglegur og skilaði sínu til samfélagsins margfalt. Það fór lítið fyrir honum og hann var ekki að trana sér fram. Hann gerði samt ýmislegt á bak við tjöldin, m.a. vann hann mikið í þágu heyrnarlausra barna ásamt fleiri foreldrum sem áttu heyrnarlaus börn. Hann var í stjórn foreldrafélags heyrnarlausra barna sem barðist fyrir því að hér yrði reistur sérstakur skóli fyrir þau í Fossvogi. Þessi saga er ekki átakalaus, skal ég segja ykkur, og það þarf einhver að setja hana á blað. Það hafðist bara fyrir það eitt að afi minn, tengdapabbi hans pabba, var vinur menntamálaráðherra og hann kom því í gegn, þó svo að það væru fínar áhrifamiklar frúr úti í bæ sem ætluðu að banna táknmál á Íslandi og skóla fyrir heyrnarlaus börn þau áttu bara að læra að tala sama hvað. Þetta er löng saga og efni í aðra grein seinna. Pabbi var hraustur maður fram að því að hann veikist. Hann var aldrei í því að kvenka sér heldur þessi dæmigerði sem harkaði af sér og lengi vel var þrautinni þyngri að koma honum til læknis. Hann var að gróðursetja fánastangir um alla borg eftir sjötugt. Það gerði hann með handaflinu og verkviti. Hann gróf holur og kom fyrir 140–190 kg steinum ofan í þeim en það fór eftir hæð fánastangnanna hversu þungir steinarnir þurftu að vera. Verkfærin sem hann notaði voru jaki, haki og skófla. Eins var hann líka að snatast niður á bryggju með vörur fyrir skipin fyrir fyrirtæki hér úti í bæ. Þetta gerði hann í hálfgerðri sjálfboðavinnu í gegnum bróður minn sem var meira félagslegt fyrir hann en hann hafði gaman af því að fá að hitta sína líka og vera í kringum sjómennskuna og hann hafði verulega gaman af því að bulla í köllunum, því hann nennti ekki að vera heima að telja fingurna, eins og hann orðaði það sjálfur. Jæja, þetta ætti að gefa einhverja mynd af karlinum hvernig hann var. Í lok árs 2008, stuttu eftir að forsætisráðherra fór með fræga sjónvarpsávarpið „Guð blessi Ísland“, fór pabbi gamli að kenna til í fæti. Til að byrja með fannst honum eins og það væri glerbrot í hælnum þegar hann gekk. Þegar það tókst loksins að fá þann gamla til læknis, því hann vildi meina að þetta væri nú bara ellikellingin að gera honum lífið leit, og svo hitt að það væru aðrir veikari en hann og að hann gæti alveg beðið. Þarna hófst 3 ára þrautaganga hans sem lauk þannig að fóturinn var tekinn af honum við hné og svo önnur 13 ár sem voru enn verri eftir að fóturinn var tekinn. Ég segi það og stend við það að hann fórnaði fætinum á altari niðurskurðar og hann hefði aldrei þurft að fara í gegnum jafn miklar þjáningar og hann gerði og það var hægt að bjarga fætinum hans á sínum tíma hefði hann fengið þjónustu við hæfi. Eftir þetta hef ég alla tíð fyrirlitið þessa svokölluðu útrásarvíkinga alla með tölu. Ég mun aldrei fyrirgefa þeim þó svo að þeir séu komnir á fullt aftur í íslensku viðskiptalífi í dag, líka þá sem sögðu að sumir þyrftu nú bara að fara í endurmenntun og alla þá hirð. Áður en fóturinn var tekinn lá pabbi gamli ítrekað göngum bráðadeildar spítalanna eða var sendur heim með Íbúfen eða panódil og var sagt að hvíla sig þó svo að hann hefði komið hálfmeðvitundarlaus í sjúkrabíl ótal sinnum með okkur systkininu þegar við gátum ekki horft upp á þetta meir. Þó svo að fóturinn á honum væri tvöfaldur á við hinn og orðinn svartur var ekki tekin nein stroka eða sýni úr honum eða mynd í 3 ár ekki fyrr en yngsti bróðirinn krafðist þess nánast með ofbeldi. Þá kom þarna að nýútskrifaður læknir frá Bandaríkjunum og sagði í vitnaviðurvist hans: „Ég sé æxlið utan á fætinum á honum“. Sem reyndist svo rétt og það var á stærð við páskaegg númer 3 og var farið að skríða upp kálfann á honum. Þá var honum gefinn hálfur mánuður áður en fóturinn var tekinn af honum við hné og æxlið reyndist illkynja. Eftir þann uppskurð kom í ljós að það gleymdist klemma inni í fætinum á honum og það fór að grafa í beininu þannig að hann þurfti að fara aftur í aðgerð og þá þurfti að saga 4 cm viðbót af beininu hans. Bæturnar sem pabbi fékk eftir að við fengum lögmann voru svona svipaðar og dekkjaumgangur á Range Rover-útrásarvíkingana. Honum voru greiddar fyrir þetta klúður voru 503.000 kr. og að auki rétt um 15.000 kr. í lyfjakostnað af því að læknamafían stóð saman og sagði ekki satt og rétt frá. Ef ég ætti að tíunda alla hans 16 ára þrautagöngu, og gleymum ekki mömmu sem var 83 ára þegar pabbi dó og annaðist hann til dauðadags, nema þegar hann lá á spítala og þessar tvær vikur sem hann fékk á hjúkrunarheimili. Þá yrði ég að skrifa bók. Það er ómögulegt að lýsa þeirri þjáningu sem pabbi upplifði þó svo hann tæki á þriðja tug lyfja á hverjum degi og á endanum hætti maginn að fóðra þau og hann fékk hræðilegt magasár, lyfin sem voru allt frá því að taka oxy-töflur í hestaskömmtum sem morfín eða morfínplástra eða draugatöflur eins og hann kallaði þær þegar hann verkjaði í hælinn eða tána sem var ekki þarna lengur. Hann endaði síðustu árin á að liggja í sjúkrarúmi inni í stofu heima hjá sér og mamma að hjúkra honum sjálf, veik, búin að fara í tvær krabbameinsmeðferðir og stóð varla undir sér. Þrautaganga pabba í heilbrigðiskerfinu endaði á hjúkrunarheimilinu á Akranesi þar sem hann fékk tvær vikur þar sem hann var meðvitundarlaus nánast allan tímann og dó 90 ára og átti mánuð og viku í það að vera 91 árs. Þá var hann fætinum styttri, höfuðkúpubrotinn, viðbeins- og rifbeinsbrotinn á þremur rifjum með illkynja æxli djúpt í lunga, kominn með krabba í auga og var með sprungu í mjaðmagrind eftir að hafa dottið tvisvar í gólfið heima hjá sér. Finnist ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll og mótmæli og verðskulda ég að vera kallaður fasisti, rasisti, skríll eða pakk eða þaðan að verra og ég sé þess ekki verðugur að bera íslenska fánann. Ég vil endurreisn á íslensku samfélagi fyrst og fremst fyrir okkar fólk, svo getum við hjálpað hinum seinna. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Sjá meira
Þegar ég las þessa frétt á mbl.is í dag, „Óttast að handvelja þurfi sjúklinga í lyfjameðferð,“ rennur mér kalt vatn milli herðablaða minnugur þrautargöngu pabba heitins í heilbrigðiskerfinu hér á landi og þeirra ólýsanlegu þjáninga sem hann þurfti að upplifa á degi hverjum í yfir 16 ár eftir að hann veikist. Pabbi heitinn var nefnilega einn af þeim sem fórnuðu útlim á altari niðurskurðar eftir hrun. Við munum þá tíma þegar allt fór á hliðina, heilbrigðiskerfið stóð eftir á brauðfótum og öll okkar stoðkerfi. Blekkingarleikritið „Útrásarvíkingarnir“ var afhjúpað. Þó svo að sumir hafi afneitað því alveg fram að hruni og hafi sagt við þá sem voru að benda á það að keisarinn væri engum fötum að fara, bara í endurmenntun! Ef ég man rétt var það núverandi utanríkisráðherra eða „varnarmálaráðherra“ Íslands, sem setur hagsmuni Úkraníu og Palestínu ofar þeirra íslensku, sem sagði þetta í sjónvarpsviðtali. Snúum okkur að efni þessarar greinar. Þegar pabbi veikist var hann 75 ára, fram að því var hann hraustur karl. Hann hætti ekki að vinna fyrr en hann varð 70 ára. Lengst af starfsævinni vann hann sem sundlaugarvörður í gömlu Kópavogslauginni eða í 32 ár eða þar til hann hætti að vinna sem launþegi. Hann var lengi til sjós og vann ýmsar aðrar vinnur, sprengdi m.a. fyrir Hótelsögu svo eitthvað sé nefnt. Svo ég vitni í karlinn sjálfan: „Með tveimur jafnsterkum og var aldrei í því að naga blýanta sitjandi við skrifborð.“ Hann stal aldrei krónu eða var í kennitölubraski, hann var þessi af gamla skólanum, sem var alla tíð harðduglegur og skilaði sínu til samfélagsins margfalt. Það fór lítið fyrir honum og hann var ekki að trana sér fram. Hann gerði samt ýmislegt á bak við tjöldin, m.a. vann hann mikið í þágu heyrnarlausra barna ásamt fleiri foreldrum sem áttu heyrnarlaus börn. Hann var í stjórn foreldrafélags heyrnarlausra barna sem barðist fyrir því að hér yrði reistur sérstakur skóli fyrir þau í Fossvogi. Þessi saga er ekki átakalaus, skal ég segja ykkur, og það þarf einhver að setja hana á blað. Það hafðist bara fyrir það eitt að afi minn, tengdapabbi hans pabba, var vinur menntamálaráðherra og hann kom því í gegn, þó svo að það væru fínar áhrifamiklar frúr úti í bæ sem ætluðu að banna táknmál á Íslandi og skóla fyrir heyrnarlaus börn þau áttu bara að læra að tala sama hvað. Þetta er löng saga og efni í aðra grein seinna. Pabbi var hraustur maður fram að því að hann veikist. Hann var aldrei í því að kvenka sér heldur þessi dæmigerði sem harkaði af sér og lengi vel var þrautinni þyngri að koma honum til læknis. Hann var að gróðursetja fánastangir um alla borg eftir sjötugt. Það gerði hann með handaflinu og verkviti. Hann gróf holur og kom fyrir 140–190 kg steinum ofan í þeim en það fór eftir hæð fánastangnanna hversu þungir steinarnir þurftu að vera. Verkfærin sem hann notaði voru jaki, haki og skófla. Eins var hann líka að snatast niður á bryggju með vörur fyrir skipin fyrir fyrirtæki hér úti í bæ. Þetta gerði hann í hálfgerðri sjálfboðavinnu í gegnum bróður minn sem var meira félagslegt fyrir hann en hann hafði gaman af því að fá að hitta sína líka og vera í kringum sjómennskuna og hann hafði verulega gaman af því að bulla í köllunum, því hann nennti ekki að vera heima að telja fingurna, eins og hann orðaði það sjálfur. Jæja, þetta ætti að gefa einhverja mynd af karlinum hvernig hann var. Í lok árs 2008, stuttu eftir að forsætisráðherra fór með fræga sjónvarpsávarpið „Guð blessi Ísland“, fór pabbi gamli að kenna til í fæti. Til að byrja með fannst honum eins og það væri glerbrot í hælnum þegar hann gekk. Þegar það tókst loksins að fá þann gamla til læknis, því hann vildi meina að þetta væri nú bara ellikellingin að gera honum lífið leit, og svo hitt að það væru aðrir veikari en hann og að hann gæti alveg beðið. Þarna hófst 3 ára þrautaganga hans sem lauk þannig að fóturinn var tekinn af honum við hné og svo önnur 13 ár sem voru enn verri eftir að fóturinn var tekinn. Ég segi það og stend við það að hann fórnaði fætinum á altari niðurskurðar og hann hefði aldrei þurft að fara í gegnum jafn miklar þjáningar og hann gerði og það var hægt að bjarga fætinum hans á sínum tíma hefði hann fengið þjónustu við hæfi. Eftir þetta hef ég alla tíð fyrirlitið þessa svokölluðu útrásarvíkinga alla með tölu. Ég mun aldrei fyrirgefa þeim þó svo að þeir séu komnir á fullt aftur í íslensku viðskiptalífi í dag, líka þá sem sögðu að sumir þyrftu nú bara að fara í endurmenntun og alla þá hirð. Áður en fóturinn var tekinn lá pabbi gamli ítrekað göngum bráðadeildar spítalanna eða var sendur heim með Íbúfen eða panódil og var sagt að hvíla sig þó svo að hann hefði komið hálfmeðvitundarlaus í sjúkrabíl ótal sinnum með okkur systkininu þegar við gátum ekki horft upp á þetta meir. Þó svo að fóturinn á honum væri tvöfaldur á við hinn og orðinn svartur var ekki tekin nein stroka eða sýni úr honum eða mynd í 3 ár ekki fyrr en yngsti bróðirinn krafðist þess nánast með ofbeldi. Þá kom þarna að nýútskrifaður læknir frá Bandaríkjunum og sagði í vitnaviðurvist hans: „Ég sé æxlið utan á fætinum á honum“. Sem reyndist svo rétt og það var á stærð við páskaegg númer 3 og var farið að skríða upp kálfann á honum. Þá var honum gefinn hálfur mánuður áður en fóturinn var tekinn af honum við hné og æxlið reyndist illkynja. Eftir þann uppskurð kom í ljós að það gleymdist klemma inni í fætinum á honum og það fór að grafa í beininu þannig að hann þurfti að fara aftur í aðgerð og þá þurfti að saga 4 cm viðbót af beininu hans. Bæturnar sem pabbi fékk eftir að við fengum lögmann voru svona svipaðar og dekkjaumgangur á Range Rover-útrásarvíkingana. Honum voru greiddar fyrir þetta klúður voru 503.000 kr. og að auki rétt um 15.000 kr. í lyfjakostnað af því að læknamafían stóð saman og sagði ekki satt og rétt frá. Ef ég ætti að tíunda alla hans 16 ára þrautagöngu, og gleymum ekki mömmu sem var 83 ára þegar pabbi dó og annaðist hann til dauðadags, nema þegar hann lá á spítala og þessar tvær vikur sem hann fékk á hjúkrunarheimili. Þá yrði ég að skrifa bók. Það er ómögulegt að lýsa þeirri þjáningu sem pabbi upplifði þó svo hann tæki á þriðja tug lyfja á hverjum degi og á endanum hætti maginn að fóðra þau og hann fékk hræðilegt magasár, lyfin sem voru allt frá því að taka oxy-töflur í hestaskömmtum sem morfín eða morfínplástra eða draugatöflur eins og hann kallaði þær þegar hann verkjaði í hælinn eða tána sem var ekki þarna lengur. Hann endaði síðustu árin á að liggja í sjúkrarúmi inni í stofu heima hjá sér og mamma að hjúkra honum sjálf, veik, búin að fara í tvær krabbameinsmeðferðir og stóð varla undir sér. Þrautaganga pabba í heilbrigðiskerfinu endaði á hjúkrunarheimilinu á Akranesi þar sem hann fékk tvær vikur þar sem hann var meðvitundarlaus nánast allan tímann og dó 90 ára og átti mánuð og viku í það að vera 91 árs. Þá var hann fætinum styttri, höfuðkúpubrotinn, viðbeins- og rifbeinsbrotinn á þremur rifjum með illkynja æxli djúpt í lunga, kominn með krabba í auga og var með sprungu í mjaðmagrind eftir að hafa dottið tvisvar í gólfið heima hjá sér. Finnist ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll og mótmæli og verðskulda ég að vera kallaður fasisti, rasisti, skríll eða pakk eða þaðan að verra og ég sé þess ekki verðugur að bera íslenska fánann. Ég vil endurreisn á íslensku samfélagi fyrst og fremst fyrir okkar fólk, svo getum við hjálpað hinum seinna. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun