Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2025 23:32 Verslunin er rekin í húsnæði við Breiðumörk 2 í Hveragerði. Facebook Dóróthea Gunnarsdóttir, eigandi Álnavörubúðarinnar, segir afar sorglegt að mögulega þurfi hún að loka versluninni eftir 38 ára sögu hennar. Sjálf keypti hún reksturinn 2007 og hefur rekið verslunina síðan. Eigandi húsnæðis verslunarinnar, Kjörís, sagði upp leigusamningi við hana í vikunni. „Það hefur ekki stoppað síminn í dag. Það er gott að heyra í fólki,“ segir Dóróthea en hún sagði frá lokuninni á Facebook-síðu verslunarinnar í dag. „Nú er 38 ára saga Álnavörubúðarinnar senn á enda og því blikur á lofti um framtíð búðarinnar. Við leitum því að nýju húsnæði frá og með jan-feb ´26, en húsnæðið þyrfti að vera um 250 fm. Ef einhver veit um hentugt húsnæði hér í Hveragerði vinsamlega hafið samband við mig dorotheah@simnet.is,“ sagði hún í færslunni. Hún segir marga hafa haft samband vegna húsnæðis en ekkert þeirra hafi hentað. Verið á annarri hæð eða staðsetningin ekki eitthvað sem henni hugnast. Auk þess þurfi hún að vera um 200 fermetrar „Við eigum að vera farin út í lok janúar. Ég veit ekkert hvað Kjörís ætlar að gera við húsnæðið en skil að það þurfi að taka húsnæði í gegn,“ segir Dóróthea. Mikil viðhaldsþörf Rætt var við Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Kjörís, á vef mbl.is um málið. Þar sagði hann óljóst hvað húsnæðið myndi vera notað í. Áður en það yrði ákveðið væri þörf á miklum og kostnaðarsömum endurbótum. Í kjölfarið verði notkunin á því metin. „Maður var að vonast til að geta verið fram til september 2026, að hafa aðeins lengri tíma til að finna eitthvað. Þetta er eldgömul búð og Hvergerðingar eru búnir að vera algjörlega ómögulegir. Ég veit ekki hvað ég er búin að fá mörg símtöl og heimsóknir í dag. Fólk er búið að reyna að selja mér húsnæði en það hentar ekki aallt. Það vill enginn misssa búðina héðan. Verslunin kallar líka fólk inn í bæinn. Þannig þetta er sorglegt.“ Ekki bjartsýn Dóróthea segist samt hafa skilning á því að það sé viðhaldsþörf á húsinu. Hún hafi sjálf selt Kjörís húsnæðið árið 2007 þegar hún keypti reksturinn. Í versluninni er hægt að fá nánast allt nema mat og álnavöru. „Ég gafst upp á álnavörunni fyrir um tíu árum. Hún borgaði ekki leiguna hérna.“ Hún segist ekki vongóð um framhaldið. „Ég er ekki mjög bjartsýn en maður verður samt að halda í bjartsýnina. En við sjáum hvað gerist. Þetta er sorglegt bara, gömul búð.“ Hveragerði Verslun Tímamót Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
„Það hefur ekki stoppað síminn í dag. Það er gott að heyra í fólki,“ segir Dóróthea en hún sagði frá lokuninni á Facebook-síðu verslunarinnar í dag. „Nú er 38 ára saga Álnavörubúðarinnar senn á enda og því blikur á lofti um framtíð búðarinnar. Við leitum því að nýju húsnæði frá og með jan-feb ´26, en húsnæðið þyrfti að vera um 250 fm. Ef einhver veit um hentugt húsnæði hér í Hveragerði vinsamlega hafið samband við mig dorotheah@simnet.is,“ sagði hún í færslunni. Hún segir marga hafa haft samband vegna húsnæðis en ekkert þeirra hafi hentað. Verið á annarri hæð eða staðsetningin ekki eitthvað sem henni hugnast. Auk þess þurfi hún að vera um 200 fermetrar „Við eigum að vera farin út í lok janúar. Ég veit ekkert hvað Kjörís ætlar að gera við húsnæðið en skil að það þurfi að taka húsnæði í gegn,“ segir Dóróthea. Mikil viðhaldsþörf Rætt var við Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Kjörís, á vef mbl.is um málið. Þar sagði hann óljóst hvað húsnæðið myndi vera notað í. Áður en það yrði ákveðið væri þörf á miklum og kostnaðarsömum endurbótum. Í kjölfarið verði notkunin á því metin. „Maður var að vonast til að geta verið fram til september 2026, að hafa aðeins lengri tíma til að finna eitthvað. Þetta er eldgömul búð og Hvergerðingar eru búnir að vera algjörlega ómögulegir. Ég veit ekki hvað ég er búin að fá mörg símtöl og heimsóknir í dag. Fólk er búið að reyna að selja mér húsnæði en það hentar ekki aallt. Það vill enginn misssa búðina héðan. Verslunin kallar líka fólk inn í bæinn. Þannig þetta er sorglegt.“ Ekki bjartsýn Dóróthea segist samt hafa skilning á því að það sé viðhaldsþörf á húsinu. Hún hafi sjálf selt Kjörís húsnæðið árið 2007 þegar hún keypti reksturinn. Í versluninni er hægt að fá nánast allt nema mat og álnavöru. „Ég gafst upp á álnavörunni fyrir um tíu árum. Hún borgaði ekki leiguna hérna.“ Hún segist ekki vongóð um framhaldið. „Ég er ekki mjög bjartsýn en maður verður samt að halda í bjartsýnina. En við sjáum hvað gerist. Þetta er sorglegt bara, gömul búð.“
Hveragerði Verslun Tímamót Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira