Körfubolti

Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Már Magnússon þjálfari KR áður en hann varð sérfræðingur hjá Körfuboltakvöldi.
Helgi Már Magnússon þjálfari KR áður en hann varð sérfræðingur hjá Körfuboltakvöldi. VÍSIR/BÁRA

Helgi Már Magnússon verður ekki áfram í Bónus Körfuboltakvöldi á næstu leiktíð því hann hefur ákveðið að skella sér aftur í þjálfun.

Grindvíkingar tilkynntu í kvöld að Helgi Már verði hluti af þjálfarateymi meistaraflokks karla í Bónus deildinni næsta vetur.

Helgi varð sjö sinnum Íslandsmeistari með KR og þjálfari meistaraflokk KR eftir að leikmannaferlinum lauk.

Hann hefur síðustu ár verið sérfræðingur í Körfuboltakvöldi.

Grindvíkingar bjóða Helga velkomin og lýsa yfir ánægju sinni að hann hafi ákveðið að taka þjálfaraskóna af hillunni. Um leið var Jóhanni Árna Ólafssyni þakkað fyrir hans störf sem aðstoðarþjálfari síðustu tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×