Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Lovísa Arnardóttir skrifar 4. júlí 2025 08:41 Viðbragðsaðilar voru þegar komnir á vettvang þegar sprengingin varð. Eins og má sjá á myndinni virðist þessi sjúkrabíll hafa orðið fyrir sprengingunni. Vísir/AP Tugir eru slasaðir í kjölfar þess að sprenging varð á bensínstöð í Róm í morgun. Slökkviliðs- og lögreglumenn eru meðal slasaðra. Sprengingin átti sér stað í suðausturhluta borgarinnar samkvæmt ítölskum miðlum. Sprengingin varð rétt eftir klukkan átta í morgun að staðartíma. Á vef Corrierre Della Sera segir að reykur hafi stigið allt að tíu metra upp í loft eftir að sprengingin varð. Fjöldi viðbragðsaðila er á vettvangi og einhverjir þeirra slasaðir að sögn miðilsins, en þó ekki í lífshættu. Haft er eftir Domenico Pianese, yfirmanni hjá lögreglunni í Róm, að fylgst sé vel með nærliggjandi byggingum. Slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn sem kviknaði út frá sprengingunni. Bensínstöðin er í útjaðri borgarinnar. Sprengingin var nokkuð kröftug. Vísir/AP Í fréttinni er að finna myndir og myndband af sprengingingunni sem virðist hafa verið afar kröftug og hávær. Samkvæmt sjónarvottum var fyrst eldur og svo tvær sprengingar í röð og sú seinni kröftugri. Viðbragðsaðilar voru þegar á vettvangi vegna brunans og slösuðust einhverjir þeirra því þegar sprengingin sprakk. Aðrir sem slösuðust hafi verið ökumenn sem voru í biðröð. Í fréttinni segir að ástæða sprengingarinnar sé til rannsóknar en svo virðist sem bifreið hafi verið ekið á bensíndæluna. Í frétt Corrierre Della Sera segir jafnframt að nálægt bensínstöðinni sé að finna leikskóla og íþróttasvæði. Gluggar í nærliggjandi byggingum sprungu og er lögreglan að kanna vettvanginn. Mikill reykur var á svæðinu í kjölfar sprengingar og bruna. Vísir/AP Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, segist í fréttinni fylgjast með stöðunni. Hún hefur talað við Roberto Gualtieri borgarstjóra Rómar og er í stöðugu samtali við Alfredo Mantovano ráðherra sem fær nýjustu fréttir af vinnu viðbragðsaðila á vettvangi. Ítalía Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira
Á vef Corrierre Della Sera segir að reykur hafi stigið allt að tíu metra upp í loft eftir að sprengingin varð. Fjöldi viðbragðsaðila er á vettvangi og einhverjir þeirra slasaðir að sögn miðilsins, en þó ekki í lífshættu. Haft er eftir Domenico Pianese, yfirmanni hjá lögreglunni í Róm, að fylgst sé vel með nærliggjandi byggingum. Slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn sem kviknaði út frá sprengingunni. Bensínstöðin er í útjaðri borgarinnar. Sprengingin var nokkuð kröftug. Vísir/AP Í fréttinni er að finna myndir og myndband af sprengingingunni sem virðist hafa verið afar kröftug og hávær. Samkvæmt sjónarvottum var fyrst eldur og svo tvær sprengingar í röð og sú seinni kröftugri. Viðbragðsaðilar voru þegar á vettvangi vegna brunans og slösuðust einhverjir þeirra því þegar sprengingin sprakk. Aðrir sem slösuðust hafi verið ökumenn sem voru í biðröð. Í fréttinni segir að ástæða sprengingarinnar sé til rannsóknar en svo virðist sem bifreið hafi verið ekið á bensíndæluna. Í frétt Corrierre Della Sera segir jafnframt að nálægt bensínstöðinni sé að finna leikskóla og íþróttasvæði. Gluggar í nærliggjandi byggingum sprungu og er lögreglan að kanna vettvanginn. Mikill reykur var á svæðinu í kjölfar sprengingar og bruna. Vísir/AP Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, segist í fréttinni fylgjast með stöðunni. Hún hefur talað við Roberto Gualtieri borgarstjóra Rómar og er í stöðugu samtali við Alfredo Mantovano ráðherra sem fær nýjustu fréttir af vinnu viðbragðsaðila á vettvangi.
Ítalía Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira