Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2025 11:38 Rúður voru brotnar til að hægt væri að komast inn við Austurbrún 21. Visir/Viktor freyr Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Fréttastofa greindi í gær frá stórri lögregluaðgerð við Austurbrún í Reykjavík. Lögreglumenn brutu glerútidyrahurð tvíbýlis til að komast þangað inn og var lóðin girt af á meðan vettvangur var rannsakaður. Um svipað leyti var farið í aðra húsleit í Kópavogi. Aðgerðirnar voru framkvæmdar sem liður í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin teygir anga sína víða, og hefur húsleit einnig verið framkvæmd bæði á Raufarhöfn og Borgarnesi. Tveir voru handteknir í gær en öðrum þeirra var síðar sleppt lausum að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. „Við erum búin að fara í húsleit sex sinnum víðs vegar á landinu og erum að rannsaka mögulega skipulagða brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna. Við erum með fimm í gæsluvarðhaldi og það er til skoðunar hvort við förum fram á gæsluvarðhald yfir þeim sjötta,“ segir Skarphéðinn. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort skipulagða brotastarfsemin snúi að fleiru en bara fíkniefnaframleiðslu. „Þetta er umfangsmikið og tímafrekt, eins og svona rannsóknir eru. En mikilvægt fyrir samfélagið,“ segir Skarphéðinn. Búið er að leggja hald á þónokkuð af fíkniefnum og tækjum til fíkniefnaframleiðslu, en engin vopn. „Þetta er mál sem teygir anga sína víða, eins og fram hefur komið. Það eru margir sem tengjast málinu á mörgum stöðum,“ segir Skarphéðinn. Var þetta síðasta aðgerðin eða áttu von á að það verði ráðist í fleiri aðgerðir vegna rannsóknarinnar? „Ég bara get ekki svarað því eins og staðan er. Málið er enn til rannsóknar og við verðum að sjá til hvert það leiðir okkur.“ Lögreglumál Fíkniefnabrot Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Fréttastofa greindi í gær frá stórri lögregluaðgerð við Austurbrún í Reykjavík. Lögreglumenn brutu glerútidyrahurð tvíbýlis til að komast þangað inn og var lóðin girt af á meðan vettvangur var rannsakaður. Um svipað leyti var farið í aðra húsleit í Kópavogi. Aðgerðirnar voru framkvæmdar sem liður í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin teygir anga sína víða, og hefur húsleit einnig verið framkvæmd bæði á Raufarhöfn og Borgarnesi. Tveir voru handteknir í gær en öðrum þeirra var síðar sleppt lausum að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. „Við erum búin að fara í húsleit sex sinnum víðs vegar á landinu og erum að rannsaka mögulega skipulagða brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna. Við erum með fimm í gæsluvarðhaldi og það er til skoðunar hvort við förum fram á gæsluvarðhald yfir þeim sjötta,“ segir Skarphéðinn. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort skipulagða brotastarfsemin snúi að fleiru en bara fíkniefnaframleiðslu. „Þetta er umfangsmikið og tímafrekt, eins og svona rannsóknir eru. En mikilvægt fyrir samfélagið,“ segir Skarphéðinn. Búið er að leggja hald á þónokkuð af fíkniefnum og tækjum til fíkniefnaframleiðslu, en engin vopn. „Þetta er mál sem teygir anga sína víða, eins og fram hefur komið. Það eru margir sem tengjast málinu á mörgum stöðum,“ segir Skarphéðinn. Var þetta síðasta aðgerðin eða áttu von á að það verði ráðist í fleiri aðgerðir vegna rannsóknarinnar? „Ég bara get ekki svarað því eins og staðan er. Málið er enn til rannsóknar og við verðum að sjá til hvert það leiðir okkur.“
Lögreglumál Fíkniefnabrot Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira