Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar 4. júlí 2025 12:59 Mörgum náttúruperlum landsins er ógnað af fjársterkum aðilum sem leitast eftir skjótfengnum gróða á þeim ferðamannastraumi sem herjar á landið. Margar skipulagstillögur sem fela í sér byggingu hótela, smáhýsa, veitingahúsa, baðlóna sem og verslana hafa verið settar fram en þetta eru í raun ferðamannaþorp. Margar þessarra tillagna hafa þegar verið samþykktar af sveitafélögum. Virðast tillögurnar beinast í auknum mæli að náttúruperlum á Suðurlandi, þar sem mikill ferðamannastraumur er þegar fyrir hendi. Nýlega var vakin athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum í landi Steina 1 og Hvassafells undir Eyjafjöllum (sjá grein Péturs Jónassonar í Vísi: Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu - Vísir). Þessar fyrihuguðu framkvæmdir ógna mörgum nátturuperlum landsins og við blasir óafturkræf náttúruvá. Nýlega var lögð fram tillaga um fyrighugaðar byggingarframkvæmdir á Engjaholti, sem tekur til lands Fells í Bláskógabyggð (L177478 sem er um 16,3 ha að stærð). Plön liggja fyrir um byggingu: 100 gistihúsa, 3-4 hæða hótels (fyrir um 200 gesti); tólf 200 fm húsa (fyrir um 48 starfsmenn). Má áætla að fjöldi gesta á svæðinu verði að lágmarki 400 daglega, en geti farið upp í 1000 manns. Einnig má áætla að umferð bifreiða er tengist svæðinu geti farið upp í um 600 bifreiðar daglega. Þetta er gífurlegur fjöldi miðað við stærð svæðisins. Í þessum tillögum er þess getið að fyrirhugað heildarbygginarmagn fari í um 4000 fm. En þegar nánar er að gáð munu fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun meira heildarbyggingarmagn eða um 17.000 fm (hótelbygging um 8.500 fm; 100 gistihús um 4000 fm; þjónustuhús og verslunaraðstaða um 2.000 fm; starfsmannabústaðir um 2.400 fm) en alls eru þetta um 17.000 fm. Eins og stendur er núverandi vegakerfi á þessu svæði undir miklu álagi og mun það engan veginn ráða við það aukna umferðarálag sem gera má ráð fyrir í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir. Bæði Biskupstungnabraut og Bræðratunguvegur eru einbreiðir vegir og Bræðratungubrú yfir Tungufljót er einnig einbreið. En ekki munu þessir vegir þola slíka aukningu á umferð, um 600 bifreiða daglega, um svæðið. Þess má geta að Vegagerð ríkisins hefur ekki fallist á þessa tillögu. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa áhrif á samfélag, ásýnd, landslag, náttúru, öryggi, gróður og dýralíf á þessu svæði. Varðandi ásýnd og landslag munu framkvæmdir á borð við byggingu 100 húsa og hótels (u.þ.b. 17 m á hæð) hafa gífurleg áhrif á ásýnd og útlit svæðisins. Í nágrenni (um 500 m. fjarlægð) eru bændabýli og frístundabyggðir sem munu verða fyrir miklum truflunum. Varðandi land og vistkerfi, er svæðið votlendi og mýrar sem gegna mikilvægu hlutverki í kolefnisbindingu. Slík svæði eru viðkvæm og niðurbrot þeirra getur losað mikið magn gróðurhúsalofttegunda. Einnig má gera ráð fyrir að framkvæmdirnar hafi mikil áhrif á gróður og dýralíf, og þá sérstaklega fuglalíf og varplendi. Fullyrt er að áhrif á samfélag verði jákvæð og þá er sérstaklega lögð áhersla á aukna atvinnumöguleika fyrir fólkið í sveitinni, en reynslan hefur sýnt að mestur hluti vinnandi fólks á slíkum ferðamannastöðum kemur erlendis frá. Mikilll ferðamannastraumur, umferð og framkvæmdir auka hættu á mengun, hljóð- og ljósmengun og valda álagi á innviði sveitarinnar. Slík þróun samrýmist illa sjálfbærri nýtingu náttúrunnar. Við verðum að spyrna við og endurskoða þessar framkvæmdir áður en skaðinn verður óafturkræfur. Náttúran og landið okkar kallar á framtíðarsýn er byggir á vernd, ábyrgð og heill þjóðarinnar til lengri tíma. Við sem eigum land og/eða búum í næsta nágrenni við Engjaholt höfum sett upp undirskriftalista sem opinn er til 14. Júlí n.k. (sjá Ísland.is) og köllum efir undirskriftum ykkar allra sem elska landið (með eða án nafns). Hver undirskrift skiptir máli fyrir landið okkar allt. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Mörgum náttúruperlum landsins er ógnað af fjársterkum aðilum sem leitast eftir skjótfengnum gróða á þeim ferðamannastraumi sem herjar á landið. Margar skipulagstillögur sem fela í sér byggingu hótela, smáhýsa, veitingahúsa, baðlóna sem og verslana hafa verið settar fram en þetta eru í raun ferðamannaþorp. Margar þessarra tillagna hafa þegar verið samþykktar af sveitafélögum. Virðast tillögurnar beinast í auknum mæli að náttúruperlum á Suðurlandi, þar sem mikill ferðamannastraumur er þegar fyrir hendi. Nýlega var vakin athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum í landi Steina 1 og Hvassafells undir Eyjafjöllum (sjá grein Péturs Jónassonar í Vísi: Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu - Vísir). Þessar fyrihuguðu framkvæmdir ógna mörgum nátturuperlum landsins og við blasir óafturkræf náttúruvá. Nýlega var lögð fram tillaga um fyrighugaðar byggingarframkvæmdir á Engjaholti, sem tekur til lands Fells í Bláskógabyggð (L177478 sem er um 16,3 ha að stærð). Plön liggja fyrir um byggingu: 100 gistihúsa, 3-4 hæða hótels (fyrir um 200 gesti); tólf 200 fm húsa (fyrir um 48 starfsmenn). Má áætla að fjöldi gesta á svæðinu verði að lágmarki 400 daglega, en geti farið upp í 1000 manns. Einnig má áætla að umferð bifreiða er tengist svæðinu geti farið upp í um 600 bifreiðar daglega. Þetta er gífurlegur fjöldi miðað við stærð svæðisins. Í þessum tillögum er þess getið að fyrirhugað heildarbygginarmagn fari í um 4000 fm. En þegar nánar er að gáð munu fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun meira heildarbyggingarmagn eða um 17.000 fm (hótelbygging um 8.500 fm; 100 gistihús um 4000 fm; þjónustuhús og verslunaraðstaða um 2.000 fm; starfsmannabústaðir um 2.400 fm) en alls eru þetta um 17.000 fm. Eins og stendur er núverandi vegakerfi á þessu svæði undir miklu álagi og mun það engan veginn ráða við það aukna umferðarálag sem gera má ráð fyrir í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir. Bæði Biskupstungnabraut og Bræðratunguvegur eru einbreiðir vegir og Bræðratungubrú yfir Tungufljót er einnig einbreið. En ekki munu þessir vegir þola slíka aukningu á umferð, um 600 bifreiða daglega, um svæðið. Þess má geta að Vegagerð ríkisins hefur ekki fallist á þessa tillögu. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa áhrif á samfélag, ásýnd, landslag, náttúru, öryggi, gróður og dýralíf á þessu svæði. Varðandi ásýnd og landslag munu framkvæmdir á borð við byggingu 100 húsa og hótels (u.þ.b. 17 m á hæð) hafa gífurleg áhrif á ásýnd og útlit svæðisins. Í nágrenni (um 500 m. fjarlægð) eru bændabýli og frístundabyggðir sem munu verða fyrir miklum truflunum. Varðandi land og vistkerfi, er svæðið votlendi og mýrar sem gegna mikilvægu hlutverki í kolefnisbindingu. Slík svæði eru viðkvæm og niðurbrot þeirra getur losað mikið magn gróðurhúsalofttegunda. Einnig má gera ráð fyrir að framkvæmdirnar hafi mikil áhrif á gróður og dýralíf, og þá sérstaklega fuglalíf og varplendi. Fullyrt er að áhrif á samfélag verði jákvæð og þá er sérstaklega lögð áhersla á aukna atvinnumöguleika fyrir fólkið í sveitinni, en reynslan hefur sýnt að mestur hluti vinnandi fólks á slíkum ferðamannastöðum kemur erlendis frá. Mikilll ferðamannastraumur, umferð og framkvæmdir auka hættu á mengun, hljóð- og ljósmengun og valda álagi á innviði sveitarinnar. Slík þróun samrýmist illa sjálfbærri nýtingu náttúrunnar. Við verðum að spyrna við og endurskoða þessar framkvæmdir áður en skaðinn verður óafturkræfur. Náttúran og landið okkar kallar á framtíðarsýn er byggir á vernd, ábyrgð og heill þjóðarinnar til lengri tíma. Við sem eigum land og/eða búum í næsta nágrenni við Engjaholt höfum sett upp undirskriftalista sem opinn er til 14. Júlí n.k. (sjá Ísland.is) og köllum efir undirskriftum ykkar allra sem elska landið (með eða án nafns). Hver undirskrift skiptir máli fyrir landið okkar allt. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun