Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Agnar Már Másson skrifar 5. júlí 2025 14:05 Háskólaráð hefur óskað eftir því við Loga Einarsson ráðherra að hann hækki skrásetningargjald. Háskólaráð Háskóla Íslands, auk annarra opinberra háskóla, hefur óskað eftir því við ráðherra háskólamála að hækka skrásetningargjald úr 75 þúsund krónum í allt að 180 þúsund krónur. Fulltrúum stúdenta er vægast sagt ekki skemmt. Stúdentahreyfingin Röskva vakti athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að háskólaráð hefði á fundi sínum 15. maí ákveðið senda erindi til Loga Einarssonar, ráðherra háskólamála, og óska eftir því ásamt öðrum opinberum háskólum að hann hækkaði skrásetningargjöld í skóla. Nemendur við opinbera háskóla greiða ekki skólagjöld, heldur aðeins árlegt skrásetningargjald sem er í dag kr. 75 þúsund krónur. Háskólaráð vill breyta gjöldunum í samræmi við útreikninga á svokölluðum raunkostnaði á þjónustu við nemendur. Ráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. View this post on Instagram A post shared by Röskva - stúdentahreyfing ☀️ (@roskvaroskva) Yrði 140 prósenta hækkun Forseti Röskvu bendir á í samtali við fréttastofu að útreikningarnir sem vísað er til í erindi skólanna geri ráð fyrir allt að 105.000 króna hækkun, sem gæti haft það í för með sér að það kosti hvern nemanda 180 þúsund krónur að skrá sig í HÍ. „Það er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ segir Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi. Hann bendir á að skrásetningagjöldin eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í háskólann, þrátt fyrir það að útreikningar sem fram haf komið á umræddum fundi háskólaráðs hafi sýnt fram á að peningurinn væri einnig notaður til að mæta kostnaði af skipulagi prófa, kennslu og fleira, sem Röskva telur brot á stjórnsýslulögum. „Það er dapurlegt að sjá þetta en auðvitað er háskólinn að grípa til þessa úrræðis vegna þess að hann er vanfjármagnaður, og það er undirliggjandi vandamálið í þessu öllu,“ bætir hann við. Deilt um atkvæðagreiðslu Vökuliðans Fulltrúi Röskvu lagðist gegn því á fundinum að þetta erindi yrði sent og bókaði að það væri ábyrgð stjórnvalda að fjármagna opinbera háskólamenntun, ekki nemenda. Silja Bára Ómardóttir, núverandi rektor, sat í háskólaráði við afgreiðslu tillögunnar. Fulltrúi stúdentahreyfingarinnar Vöku, sem er í meirihluta í stúdentaráði, sat í upphafi hjá og er minnihlutinn ekki sáttur við það útspil. „Þarna er verið að skila auðu um það að stúdentar geti haft efni á þí að stunda ná við Háskóla Íslands,“ segir Ármann, sem segist hafa fengið óskýr svör um hjásetu fulltrúa Vöku á fundinum. Viktori Pétur Finnsson sat fundinn fyrir hönd Vöku en hann í samtali við fréttastofu að hann hafi í upphafi setið hjá við atkvæðagreiðslu en síðan óskað eftir því að breyta atkvæði sínu, eftir að hafa lesið bréfið sem var til umræðu og kynnt sér málið betur, en var umræðan farin í annan umræðulið. Vaka legst algerlega gegn hækkun gjaldanna, að sögn Viktors Péturs. Viktor Pétur Finnsson „Ég er ekki ennþá búinn að undirrita fundargerðina því að ég var að bíða eftir að þessu yrði breytt í fundargerð. Ég tók meira að segja undir bókun Röskvu á fundinum og fannst hún góð,“ skrifar hann í svari til blaðamanns. Viktor segist hafa í gær haft samband við skrifstofu rektors til að spyrja hvers vegna atkvæðinu hefði ekki verið breytt í fundargerð og fengið þau svör að það hafi verið gert en einhver gert athugasemd við að það stæðist ekki fundarsköp að breyta atkvæðum þegar fundurinn var komin í annan lið. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Fjármál heimilisins Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Stúdentahreyfingin Röskva vakti athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að háskólaráð hefði á fundi sínum 15. maí ákveðið senda erindi til Loga Einarssonar, ráðherra háskólamála, og óska eftir því ásamt öðrum opinberum háskólum að hann hækkaði skrásetningargjöld í skóla. Nemendur við opinbera háskóla greiða ekki skólagjöld, heldur aðeins árlegt skrásetningargjald sem er í dag kr. 75 þúsund krónur. Háskólaráð vill breyta gjöldunum í samræmi við útreikninga á svokölluðum raunkostnaði á þjónustu við nemendur. Ráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. View this post on Instagram A post shared by Röskva - stúdentahreyfing ☀️ (@roskvaroskva) Yrði 140 prósenta hækkun Forseti Röskvu bendir á í samtali við fréttastofu að útreikningarnir sem vísað er til í erindi skólanna geri ráð fyrir allt að 105.000 króna hækkun, sem gæti haft það í för með sér að það kosti hvern nemanda 180 þúsund krónur að skrá sig í HÍ. „Það er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ segir Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi. Hann bendir á að skrásetningagjöldin eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í háskólann, þrátt fyrir það að útreikningar sem fram haf komið á umræddum fundi háskólaráðs hafi sýnt fram á að peningurinn væri einnig notaður til að mæta kostnaði af skipulagi prófa, kennslu og fleira, sem Röskva telur brot á stjórnsýslulögum. „Það er dapurlegt að sjá þetta en auðvitað er háskólinn að grípa til þessa úrræðis vegna þess að hann er vanfjármagnaður, og það er undirliggjandi vandamálið í þessu öllu,“ bætir hann við. Deilt um atkvæðagreiðslu Vökuliðans Fulltrúi Röskvu lagðist gegn því á fundinum að þetta erindi yrði sent og bókaði að það væri ábyrgð stjórnvalda að fjármagna opinbera háskólamenntun, ekki nemenda. Silja Bára Ómardóttir, núverandi rektor, sat í háskólaráði við afgreiðslu tillögunnar. Fulltrúi stúdentahreyfingarinnar Vöku, sem er í meirihluta í stúdentaráði, sat í upphafi hjá og er minnihlutinn ekki sáttur við það útspil. „Þarna er verið að skila auðu um það að stúdentar geti haft efni á þí að stunda ná við Háskóla Íslands,“ segir Ármann, sem segist hafa fengið óskýr svör um hjásetu fulltrúa Vöku á fundinum. Viktori Pétur Finnsson sat fundinn fyrir hönd Vöku en hann í samtali við fréttastofu að hann hafi í upphafi setið hjá við atkvæðagreiðslu en síðan óskað eftir því að breyta atkvæði sínu, eftir að hafa lesið bréfið sem var til umræðu og kynnt sér málið betur, en var umræðan farin í annan umræðulið. Vaka legst algerlega gegn hækkun gjaldanna, að sögn Viktors Péturs. Viktor Pétur Finnsson „Ég er ekki ennþá búinn að undirrita fundargerðina því að ég var að bíða eftir að þessu yrði breytt í fundargerð. Ég tók meira að segja undir bókun Röskvu á fundinum og fannst hún góð,“ skrifar hann í svari til blaðamanns. Viktor segist hafa í gær haft samband við skrifstofu rektors til að spyrja hvers vegna atkvæðinu hefði ekki verið breytt í fundargerð og fengið þau svör að það hafi verið gert en einhver gert athugasemd við að það stæðist ekki fundarsköp að breyta atkvæðum þegar fundurinn var komin í annan lið. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Fjármál heimilisins Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira