Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Agnar Már Másson skrifar 5. júlí 2025 14:05 Háskólaráð hefur óskað eftir því við Loga Einarsson ráðherra að hann hækki skrásetningargjald. Háskólaráð Háskóla Íslands, auk annarra opinberra háskóla, hefur óskað eftir því við ráðherra háskólamála að hækka skrásetningargjald úr 75 þúsund krónum í allt að 180 þúsund krónur. Fulltrúum stúdenta er vægast sagt ekki skemmt. Stúdentahreyfingin Röskva vakti athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að háskólaráð hefði á fundi sínum 15. maí ákveðið senda erindi til Loga Einarssonar, ráðherra háskólamála, og óska eftir því ásamt öðrum opinberum háskólum að hann hækkaði skrásetningargjöld í skóla. Nemendur við opinbera háskóla greiða ekki skólagjöld, heldur aðeins árlegt skrásetningargjald sem er í dag kr. 75 þúsund krónur. Háskólaráð vill breyta gjöldunum í samræmi við útreikninga á svokölluðum raunkostnaði á þjónustu við nemendur. Ráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. View this post on Instagram A post shared by Röskva - stúdentahreyfing ☀️ (@roskvaroskva) Yrði 140 prósenta hækkun Forseti Röskvu bendir á í samtali við fréttastofu að útreikningarnir sem vísað er til í erindi skólanna geri ráð fyrir allt að 105.000 króna hækkun, sem gæti haft það í för með sér að það kosti hvern nemanda 180 þúsund krónur að skrá sig í HÍ. „Það er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ segir Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi. Hann bendir á að skrásetningagjöldin eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í háskólann, þrátt fyrir það að útreikningar sem fram haf komið á umræddum fundi háskólaráðs hafi sýnt fram á að peningurinn væri einnig notaður til að mæta kostnaði af skipulagi prófa, kennslu og fleira, sem Röskva telur brot á stjórnsýslulögum. „Það er dapurlegt að sjá þetta en auðvitað er háskólinn að grípa til þessa úrræðis vegna þess að hann er vanfjármagnaður, og það er undirliggjandi vandamálið í þessu öllu,“ bætir hann við. Deilt um atkvæðagreiðslu Vökuliðans Fulltrúi Röskvu lagðist gegn því á fundinum að þetta erindi yrði sent og bókaði að það væri ábyrgð stjórnvalda að fjármagna opinbera háskólamenntun, ekki nemenda. Silja Bára Ómardóttir, núverandi rektor, sat í háskólaráði við afgreiðslu tillögunnar. Fulltrúi stúdentahreyfingarinnar Vöku, sem er í meirihluta í stúdentaráði, sat í upphafi hjá og er minnihlutinn ekki sáttur við það útspil. „Þarna er verið að skila auðu um það að stúdentar geti haft efni á þí að stunda ná við Háskóla Íslands,“ segir Ármann, sem segist hafa fengið óskýr svör um hjásetu fulltrúa Vöku á fundinum. Viktori Pétur Finnsson sat fundinn fyrir hönd Vöku en hann í samtali við fréttastofu að hann hafi í upphafi setið hjá við atkvæðagreiðslu en síðan óskað eftir því að breyta atkvæði sínu, eftir að hafa lesið bréfið sem var til umræðu og kynnt sér málið betur, en var umræðan farin í annan umræðulið. Vaka legst algerlega gegn hækkun gjaldanna, að sögn Viktors Péturs. Viktor Pétur Finnsson „Ég er ekki ennþá búinn að undirrita fundargerðina því að ég var að bíða eftir að þessu yrði breytt í fundargerð. Ég tók meira að segja undir bókun Röskvu á fundinum og fannst hún góð,“ skrifar hann í svari til blaðamanns. Viktor segist hafa í gær haft samband við skrifstofu rektors til að spyrja hvers vegna atkvæðinu hefði ekki verið breytt í fundargerð og fengið þau svör að það hafi verið gert en einhver gert athugasemd við að það stæðist ekki fundarsköp að breyta atkvæðum þegar fundurinn var komin í annan lið. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Stúdentahreyfingin Röskva vakti athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að háskólaráð hefði á fundi sínum 15. maí ákveðið senda erindi til Loga Einarssonar, ráðherra háskólamála, og óska eftir því ásamt öðrum opinberum háskólum að hann hækkaði skrásetningargjöld í skóla. Nemendur við opinbera háskóla greiða ekki skólagjöld, heldur aðeins árlegt skrásetningargjald sem er í dag kr. 75 þúsund krónur. Háskólaráð vill breyta gjöldunum í samræmi við útreikninga á svokölluðum raunkostnaði á þjónustu við nemendur. Ráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. View this post on Instagram A post shared by Röskva - stúdentahreyfing ☀️ (@roskvaroskva) Yrði 140 prósenta hækkun Forseti Röskvu bendir á í samtali við fréttastofu að útreikningarnir sem vísað er til í erindi skólanna geri ráð fyrir allt að 105.000 króna hækkun, sem gæti haft það í för með sér að það kosti hvern nemanda 180 þúsund krónur að skrá sig í HÍ. „Það er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ segir Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi. Hann bendir á að skrásetningagjöldin eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í háskólann, þrátt fyrir það að útreikningar sem fram haf komið á umræddum fundi háskólaráðs hafi sýnt fram á að peningurinn væri einnig notaður til að mæta kostnaði af skipulagi prófa, kennslu og fleira, sem Röskva telur brot á stjórnsýslulögum. „Það er dapurlegt að sjá þetta en auðvitað er háskólinn að grípa til þessa úrræðis vegna þess að hann er vanfjármagnaður, og það er undirliggjandi vandamálið í þessu öllu,“ bætir hann við. Deilt um atkvæðagreiðslu Vökuliðans Fulltrúi Röskvu lagðist gegn því á fundinum að þetta erindi yrði sent og bókaði að það væri ábyrgð stjórnvalda að fjármagna opinbera háskólamenntun, ekki nemenda. Silja Bára Ómardóttir, núverandi rektor, sat í háskólaráði við afgreiðslu tillögunnar. Fulltrúi stúdentahreyfingarinnar Vöku, sem er í meirihluta í stúdentaráði, sat í upphafi hjá og er minnihlutinn ekki sáttur við það útspil. „Þarna er verið að skila auðu um það að stúdentar geti haft efni á þí að stunda ná við Háskóla Íslands,“ segir Ármann, sem segist hafa fengið óskýr svör um hjásetu fulltrúa Vöku á fundinum. Viktori Pétur Finnsson sat fundinn fyrir hönd Vöku en hann í samtali við fréttastofu að hann hafi í upphafi setið hjá við atkvæðagreiðslu en síðan óskað eftir því að breyta atkvæði sínu, eftir að hafa lesið bréfið sem var til umræðu og kynnt sér málið betur, en var umræðan farin í annan umræðulið. Vaka legst algerlega gegn hækkun gjaldanna, að sögn Viktors Péturs. Viktor Pétur Finnsson „Ég er ekki ennþá búinn að undirrita fundargerðina því að ég var að bíða eftir að þessu yrði breytt í fundargerð. Ég tók meira að segja undir bókun Röskvu á fundinum og fannst hún góð,“ skrifar hann í svari til blaðamanns. Viktor segist hafa í gær haft samband við skrifstofu rektors til að spyrja hvers vegna atkvæðinu hefði ekki verið breytt í fundargerð og fengið þau svör að það hafi verið gert en einhver gert athugasemd við að það stæðist ekki fundarsköp að breyta atkvæðum þegar fundurinn var komin í annan lið. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira