Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar 6. júlí 2025 09:00 Í viðtali Helga Seljan við Guðmund Kristjánsson í Brimi 3.júlí í morgunglugga rásar 1, var að finna margar villandi staðhæfingar, orðhengilshátt og lygar. Í fyrsta lagi hélt Guðmundur því fram að þjóðin og ríkið væri sitt hvað. Ég legg því til að þessum misskilningi verði eytt með því að hætta að tala um ríkisvald, ríkissjóð og ríkiseignir. Þess í stað verði talað um þjóðarvald, þjóðarsjóð og þjóðareignir, því þjóðin á allar ríkiseignir og nýtur góðs af þeim. Ég veit ekki hverjir Guðmundur telur að eigi ríkissjóð og eigi þar með rétt á að njóta þjónustu sem greidd er af ríkinu, en miðað við orð hans er það ekki þjóðin. Spurning hver á ríkissjóð, ef ekki við? Í öðru lagi sagði Guðmundur að þjóðin ætti hins vegar Brim því lífeyrissjóðir væru stórir eigendur í Brimi. Þó hann bætti við að þjóðin ætti misstóran hlut, þá stendur eftir sú fullyrðing að þjóðin eigi Brim. Þá eiga annað hvort allir landsmenn einhvern hlut í fyrirtækinu eða eigendur Brims er þjóðin. Ef einn lífeyrissjóður selur, hefur þjóðin þá minnkað sem því nemur? Í þriðja lagi hélt Guðmundur því fram að Alþingi færi ekki með völd í landinu, heldur ráðherrar skipaðir af meirihluta Alþingis, en stjórnarskráin kveður á um að skattar skuli ákveðnir með lögum. Síðan vísar hann ranglega í stjórnarskrá og þingsköp varðandi afgreiðslu lagafrumvarpa. Hann hélt því fram að meirihluti Alþingis ætti ekki að hafa lokaorðið á Alþingi. „Meirihlutinn ræður ekki Helgi“ fullyrðir hann blákalt. Í fjórða lagi talar hann eins og ríkissjóður eða þjóðarsjóður, sé eins og svarthol sem gleypi fjármuni, fari illa með fé og skili ekki til samfélagsins. Honum finnst greinilega illa farið með þá fjármuni sem greiddir eru úr þjóðarsjóði í gjaldfrjálst skólakerfi, vegakerfi, heilbrigðiskerfi, löggæslu og aðra innviði samfélagsins. Hann fullyrðir að veiðigjöldin gangi ekki til þjóðarinnar. Hvað heldur hann að verði um þessa fjármuni? Ég veit ekki hvort Guðmundur trúir því sjálfur sem hann heldur fram í útvarpi allra landsmanna, eða hvort hann heldur að þjóðin sé svo skini skroppin að trúa þessari augljósu þvælu. Kannski væri rétt að fara að virða okkur öll sem byggjum þetta land að verðleikum og semja frið við okkur? Við elskuðum útgerðir þessa lands og dáðum meðan arðurinn gekk beint og óbeint til uppbyggingar samfélagsins alls, en streymdi ekki í vasa örfárra manna og í skattaskjól erlendis. Þá var hægt að byggja upp samfélag úr fátækt í ríkidæmi á fáum áratugum, þar til dómskerfið tók sér vald Alþingis og færði þjóðareign til einstaklinga. Löglegt? Áður en sá skapadómur féll lögðum við vegi, hitaveitur, rafveitur, símalínur um land allt land, byggðum hafnir, tvö stór sjúkrahús, Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og fjölda annarra sundlauga, Þjóðleikhúsið og fjölda annarra mannvirkja. Á þeim tíma stóð sjávarútvegurinn undir næstum allri gjaldeyrissköpun og greiddi því í raun fyrir nánast allt aðflutt efni í allar þessar framkvæmdir. Þetta afsannar þá kenningu Guðmundar að ef allir hafi aðgang að auðlindinni, þá verði engin verðmæti til. Í dag erum við i vandræðum með að viðhalda sameiginlegum eigum okkar og byggja upp nauðsynlega innviði, þrátt fyrir að okkur er sagt að sjávarútvegurinn sé svo einstaklega vel rekinn og arðbær, fyrir hverja? Hvert fer ágóðinn? Guðmundur svarar raunar sjálfur þeirri spurningu þannig að ,,það stóð ekki til að við ættum að búa til verðmæti fyrir ríkiskassann“. En stóð það til að gefa auðlindina örfáum mönnum sem fénýta hana einungis fyrir sjálfan sig og tíma ekki að borga eðlilegt afgjald til þjóðarinnar, sem samkvæmt lögum á hana? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í viðtali Helga Seljan við Guðmund Kristjánsson í Brimi 3.júlí í morgunglugga rásar 1, var að finna margar villandi staðhæfingar, orðhengilshátt og lygar. Í fyrsta lagi hélt Guðmundur því fram að þjóðin og ríkið væri sitt hvað. Ég legg því til að þessum misskilningi verði eytt með því að hætta að tala um ríkisvald, ríkissjóð og ríkiseignir. Þess í stað verði talað um þjóðarvald, þjóðarsjóð og þjóðareignir, því þjóðin á allar ríkiseignir og nýtur góðs af þeim. Ég veit ekki hverjir Guðmundur telur að eigi ríkissjóð og eigi þar með rétt á að njóta þjónustu sem greidd er af ríkinu, en miðað við orð hans er það ekki þjóðin. Spurning hver á ríkissjóð, ef ekki við? Í öðru lagi sagði Guðmundur að þjóðin ætti hins vegar Brim því lífeyrissjóðir væru stórir eigendur í Brimi. Þó hann bætti við að þjóðin ætti misstóran hlut, þá stendur eftir sú fullyrðing að þjóðin eigi Brim. Þá eiga annað hvort allir landsmenn einhvern hlut í fyrirtækinu eða eigendur Brims er þjóðin. Ef einn lífeyrissjóður selur, hefur þjóðin þá minnkað sem því nemur? Í þriðja lagi hélt Guðmundur því fram að Alþingi færi ekki með völd í landinu, heldur ráðherrar skipaðir af meirihluta Alþingis, en stjórnarskráin kveður á um að skattar skuli ákveðnir með lögum. Síðan vísar hann ranglega í stjórnarskrá og þingsköp varðandi afgreiðslu lagafrumvarpa. Hann hélt því fram að meirihluti Alþingis ætti ekki að hafa lokaorðið á Alþingi. „Meirihlutinn ræður ekki Helgi“ fullyrðir hann blákalt. Í fjórða lagi talar hann eins og ríkissjóður eða þjóðarsjóður, sé eins og svarthol sem gleypi fjármuni, fari illa með fé og skili ekki til samfélagsins. Honum finnst greinilega illa farið með þá fjármuni sem greiddir eru úr þjóðarsjóði í gjaldfrjálst skólakerfi, vegakerfi, heilbrigðiskerfi, löggæslu og aðra innviði samfélagsins. Hann fullyrðir að veiðigjöldin gangi ekki til þjóðarinnar. Hvað heldur hann að verði um þessa fjármuni? Ég veit ekki hvort Guðmundur trúir því sjálfur sem hann heldur fram í útvarpi allra landsmanna, eða hvort hann heldur að þjóðin sé svo skini skroppin að trúa þessari augljósu þvælu. Kannski væri rétt að fara að virða okkur öll sem byggjum þetta land að verðleikum og semja frið við okkur? Við elskuðum útgerðir þessa lands og dáðum meðan arðurinn gekk beint og óbeint til uppbyggingar samfélagsins alls, en streymdi ekki í vasa örfárra manna og í skattaskjól erlendis. Þá var hægt að byggja upp samfélag úr fátækt í ríkidæmi á fáum áratugum, þar til dómskerfið tók sér vald Alþingis og færði þjóðareign til einstaklinga. Löglegt? Áður en sá skapadómur féll lögðum við vegi, hitaveitur, rafveitur, símalínur um land allt land, byggðum hafnir, tvö stór sjúkrahús, Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og fjölda annarra sundlauga, Þjóðleikhúsið og fjölda annarra mannvirkja. Á þeim tíma stóð sjávarútvegurinn undir næstum allri gjaldeyrissköpun og greiddi því í raun fyrir nánast allt aðflutt efni í allar þessar framkvæmdir. Þetta afsannar þá kenningu Guðmundar að ef allir hafi aðgang að auðlindinni, þá verði engin verðmæti til. Í dag erum við i vandræðum með að viðhalda sameiginlegum eigum okkar og byggja upp nauðsynlega innviði, þrátt fyrir að okkur er sagt að sjávarútvegurinn sé svo einstaklega vel rekinn og arðbær, fyrir hverja? Hvert fer ágóðinn? Guðmundur svarar raunar sjálfur þeirri spurningu þannig að ,,það stóð ekki til að við ættum að búa til verðmæti fyrir ríkiskassann“. En stóð það til að gefa auðlindina örfáum mönnum sem fénýta hana einungis fyrir sjálfan sig og tíma ekki að borga eðlilegt afgjald til þjóðarinnar, sem samkvæmt lögum á hana? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun