Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar 5. júlí 2025 20:30 Einn af okkar álitlegustu virkjanakostum, Kjalölduveita, er nú til umfjöllunar á Alþingi. Lagt er til að virkjanakosturinn verði áfram í biðflokki til að hægt sé að meta áhrif hans og bera saman við aðra kosti sem við höfum til að mæta vaxandi orkuþörf. Við verðum að horfa til áhrifa á náttúru, aðra landnotkun og þess að kostnaður við uppbyggingu virkjana er ráðandi þáttur í framtíðar raforkuverði. Allt bendir til að Kjalölduveitu megi hrinda í framkvæmd án þess að hún raski friðlandi í nágrenninu. Það er því fagnaðarefni ef Kjalalda verður áfram í biðflokki, svo hægt sé að halda þessum mikilvæga kosti opnum og veita honum efnismeðferð. Alfarið utan friðlands Þegar ákvarðanir eru teknar um jafn mikilvæga innviði og virkjanir er mikilvægt að vanda til verka. Skoða þarf fjölmarga þætti, meta áhrif á umhverfi, m.a. staðbundin áhrif á náttúru, samhliða því að meta ávinning fyrir íslenskt samfélag. Kjalölduveita er utan friðlands Þjórsárvera og þar með ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skoða þar landnýtingarmöguleika. Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981. Friðlýsingin var endurskoðuð 1987 og aftur 2017. Markmið hennar er að tryggja víðtæka og markvissa verndun gróðurlendis Þjórsárvera í heild sinni, vistkerfi veranna, rústamýrarvist, varpstöðvar heiðagæsa, víðernis, sérstakrar landslagsheildar og menningarminja, auk fræðslu til almennings um verndargildi svæðisins. Friðlýsta svæðið er í dag alls 1.563 ferkílómetrar og nær yfir öll Þjórsárver, Hofsjökul í heild og nágrenni. Til að glöggva sig á stærð svæðisins er þetta rúmt prósent af Íslandi. Ramsarsvæðið sjálft er um 375 ferkílómetrar eða um fjórðungur friðlandsins, þannig að utan um Þjórsársverin hefur verið sett ríflegt svæði. Það sem er utan friðlands hlýtur þá að vera svæði sem ekki nýtur verndar og þar ætti því að mega skoða aðra landnýtingarmöguleika. Engin áhrif á Þjórsárver Nýting endurnýjanlegra auðlinda felur í sér inngrip í náttúruna sem óhjákvæmilega veldur raski á umhverfinu. Það er á ábyrgð okkar hjá Landsvirkjun að vinna að því lágmarka þetta rask eins og kostur er. Við tökum þessa ábyrgð alvarlega og leggjum áherslu á virðingu fyrir náttúru og ábyrga nýtingu auðlinda. Við vitum að Þjórsárver eru mikilvæg náttúruperla og styðjum eindregið að þeim verði ekki raskað. Hönnun Kjalölduveitu er skammt á veg komin enda virkjanahugmynd á frumstigi. Öll mannvirki hennar yrðu utan friðlands Þjórsárvera, og því myndi veitan ekki hafa áhrif á það. Lón veitunnar yrði innan við 3 km².Rennsli í Þjórsá neðan Kjalölduveitu mun vissulega breytast, en Kjalölduveita myndi þó hafa takmörkuð áhrif á sumarrennsli fossa í Þjórsá, til dæmis yrði rennsli í Dynk yfir sumarmánuðina áfram mikið, eða svipað og í Gullfossi. Skoðum hagkvæma kosti með opnum hug Það er mikilvægt að virkjanakostir sem vitað er að verði hagkvæmir, hafi jákvæð áhrif á samfélag, eru utan náttúruverndarsvæða og talið að muni ekki hafa veruleg áhrif á náttúrufar fái réttmæta málsmeðferð. Þá þarf að meta út frá þeim forsendum sem við eiga, fyrst í ferli rammaáætlunar og í framhaldinu í mati á umhverfisáhrifum, ef kosturinn fer í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Í þeim lögbundnu ferlum felst samráð við hagaðila þar sem hægt er að ræða áhrif og ávinning og finna leiðir til að draga úr þeim áhrifum sem kosturinn mun hafa. Þá vinnu á að byggja á faglegum greiningum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Einn af okkar álitlegustu virkjanakostum, Kjalölduveita, er nú til umfjöllunar á Alþingi. Lagt er til að virkjanakosturinn verði áfram í biðflokki til að hægt sé að meta áhrif hans og bera saman við aðra kosti sem við höfum til að mæta vaxandi orkuþörf. Við verðum að horfa til áhrifa á náttúru, aðra landnotkun og þess að kostnaður við uppbyggingu virkjana er ráðandi þáttur í framtíðar raforkuverði. Allt bendir til að Kjalölduveitu megi hrinda í framkvæmd án þess að hún raski friðlandi í nágrenninu. Það er því fagnaðarefni ef Kjalalda verður áfram í biðflokki, svo hægt sé að halda þessum mikilvæga kosti opnum og veita honum efnismeðferð. Alfarið utan friðlands Þegar ákvarðanir eru teknar um jafn mikilvæga innviði og virkjanir er mikilvægt að vanda til verka. Skoða þarf fjölmarga þætti, meta áhrif á umhverfi, m.a. staðbundin áhrif á náttúru, samhliða því að meta ávinning fyrir íslenskt samfélag. Kjalölduveita er utan friðlands Þjórsárvera og þar með ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skoða þar landnýtingarmöguleika. Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981. Friðlýsingin var endurskoðuð 1987 og aftur 2017. Markmið hennar er að tryggja víðtæka og markvissa verndun gróðurlendis Þjórsárvera í heild sinni, vistkerfi veranna, rústamýrarvist, varpstöðvar heiðagæsa, víðernis, sérstakrar landslagsheildar og menningarminja, auk fræðslu til almennings um verndargildi svæðisins. Friðlýsta svæðið er í dag alls 1.563 ferkílómetrar og nær yfir öll Þjórsárver, Hofsjökul í heild og nágrenni. Til að glöggva sig á stærð svæðisins er þetta rúmt prósent af Íslandi. Ramsarsvæðið sjálft er um 375 ferkílómetrar eða um fjórðungur friðlandsins, þannig að utan um Þjórsársverin hefur verið sett ríflegt svæði. Það sem er utan friðlands hlýtur þá að vera svæði sem ekki nýtur verndar og þar ætti því að mega skoða aðra landnýtingarmöguleika. Engin áhrif á Þjórsárver Nýting endurnýjanlegra auðlinda felur í sér inngrip í náttúruna sem óhjákvæmilega veldur raski á umhverfinu. Það er á ábyrgð okkar hjá Landsvirkjun að vinna að því lágmarka þetta rask eins og kostur er. Við tökum þessa ábyrgð alvarlega og leggjum áherslu á virðingu fyrir náttúru og ábyrga nýtingu auðlinda. Við vitum að Þjórsárver eru mikilvæg náttúruperla og styðjum eindregið að þeim verði ekki raskað. Hönnun Kjalölduveitu er skammt á veg komin enda virkjanahugmynd á frumstigi. Öll mannvirki hennar yrðu utan friðlands Þjórsárvera, og því myndi veitan ekki hafa áhrif á það. Lón veitunnar yrði innan við 3 km².Rennsli í Þjórsá neðan Kjalölduveitu mun vissulega breytast, en Kjalölduveita myndi þó hafa takmörkuð áhrif á sumarrennsli fossa í Þjórsá, til dæmis yrði rennsli í Dynk yfir sumarmánuðina áfram mikið, eða svipað og í Gullfossi. Skoðum hagkvæma kosti með opnum hug Það er mikilvægt að virkjanakostir sem vitað er að verði hagkvæmir, hafi jákvæð áhrif á samfélag, eru utan náttúruverndarsvæða og talið að muni ekki hafa veruleg áhrif á náttúrufar fái réttmæta málsmeðferð. Þá þarf að meta út frá þeim forsendum sem við eiga, fyrst í ferli rammaáætlunar og í framhaldinu í mati á umhverfisáhrifum, ef kosturinn fer í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Í þeim lögbundnu ferlum felst samráð við hagaðila þar sem hægt er að ræða áhrif og ávinning og finna leiðir til að draga úr þeim áhrifum sem kosturinn mun hafa. Þá vinnu á að byggja á faglegum greiningum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun