Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 6. júlí 2025 12:31 Sydney Schertenleib er á mála hjá spænska stórveldinu Barcelona og í landsliði Sviss sem tekur á móti Íslandi í Bern í kvöld Vísir/Getty Ísland mætir Sviss í annarri umferð riðlakeppni EM í fótbolta í Bern í kvöld. Þýðingarmikill leikur fyrir bæði lið og innan raða Svisslendinga er einn mest spennandi leikmaður kvennaboltans sem er á mála hjá Barcelona og átti eftirminnilega innkomu í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Sydney Schertenleib heitir leikmaðurinn og er hún aðeins átján ára gömul. Þeir sem þekkja til segja hana var framtíðar kandídata í að vinna gullknöttinn svokallaða, verðlaun sem eru veitt besta leikmanni í heimi í karla- og kvennaflokki ár hvert. Schertenleib sló fyrst í gegn aðeins sextán ára gömul með undir 17 ára liði Sviss á EM þar sem að liðið fór alla leið í undanúrslit. Með frammistöðu sinni þar komst hún á radar stórliða í Evrópu, eitt þeirra var spænska stórveldið Barcelona sem náði á endanum að klófesta Sydney. Þrátt fyrir að hafa nú þegar geta sýnt fram á snilli sína er hún enn það sem margir kalla óslípaður demantur. Sydney er fjölhæfur miðjumaður sem er einnig afar öflug í kantmanns stöðunni. Þremur mínútum eftir að hafa komið inn á gegn þýska stórliðinu Wolfsburg í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sýndi Sydney hvers getur verið að vænta af henni reglulega með félags- og landsliði er hún fór fram hjá varnarmanni Wolfsburg og smurði boltann í fjærhornið, í slánna og inn. Ekki er víst hvort að Sydney springi almennilega út á yfirstandandi Evrópumóti en ljóst er að þetta er leikmaður sem verður að taka alvarlega, leikmaður sem býr yfir miklum gæðum þó ung sé að árum. Leikur Íslands og Sviss á EM kvenna í fótbolta hefst klukkan sjö á Wankdorf leikvanginum í Bern í kvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar má finna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Sydney Schertenleib heitir leikmaðurinn og er hún aðeins átján ára gömul. Þeir sem þekkja til segja hana var framtíðar kandídata í að vinna gullknöttinn svokallaða, verðlaun sem eru veitt besta leikmanni í heimi í karla- og kvennaflokki ár hvert. Schertenleib sló fyrst í gegn aðeins sextán ára gömul með undir 17 ára liði Sviss á EM þar sem að liðið fór alla leið í undanúrslit. Með frammistöðu sinni þar komst hún á radar stórliða í Evrópu, eitt þeirra var spænska stórveldið Barcelona sem náði á endanum að klófesta Sydney. Þrátt fyrir að hafa nú þegar geta sýnt fram á snilli sína er hún enn það sem margir kalla óslípaður demantur. Sydney er fjölhæfur miðjumaður sem er einnig afar öflug í kantmanns stöðunni. Þremur mínútum eftir að hafa komið inn á gegn þýska stórliðinu Wolfsburg í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sýndi Sydney hvers getur verið að vænta af henni reglulega með félags- og landsliði er hún fór fram hjá varnarmanni Wolfsburg og smurði boltann í fjærhornið, í slánna og inn. Ekki er víst hvort að Sydney springi almennilega út á yfirstandandi Evrópumóti en ljóst er að þetta er leikmaður sem verður að taka alvarlega, leikmaður sem býr yfir miklum gæðum þó ung sé að árum. Leikur Íslands og Sviss á EM kvenna í fótbolta hefst klukkan sjö á Wankdorf leikvanginum í Bern í kvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar má finna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira