Sport

Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Vuk Oskar skoraði eina mark Fram gegn ÍA.
Vuk Oskar skoraði eina mark Fram gegn ÍA. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson

Þrír leikir fóru fram í gær í Bestu deild karla. Það var ekki mikið um mörk, en það má sjá þau öll í spilurunum hér fyrir neðan.

ÍA fékk Fram í heimsókn þegar Írskir dagar voru haldnir hátíðlegir á Akranesi. Skagamenn fengu ekki að fagna úrslitum leiksins, því eina mark leiksins var skorað á 7. mínútu þegar Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði. 

ÍA 0-1 Fram

Vestri tók á móti Val sem hafa verið á mikilli siglingu undanfarið. Þeir héldu því áfram í gær og unnu leikinn 0-2. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði fyrsta markið á 18. mínútu, og Patrick Pedersen skoraði seinna markið úr vítaspyrnu á 78. mínútu.

Vestri 0-2 Valur

ÍBV var að spila á nýjum gervigrasvelli í Vestmannaeyjum þegar Víkingar komu í heimsókn. Leikurinn endaði í markalausu jafntefli, en skemmtilegasta atvikið átti sér stað strax á 5. mínútu leiksins þegar hundur hljóp inn á völlinn.

ÍBV 0-0 Víkingur

Fimmtudagsleikurinn

Einn leikur fór fram á fimmtudagskvöldið þar sem Afturelding og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli. Mörkin úr þeim leik má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×