Innlent

Hinn stungni á bata­vegi en stungumennirnir ófundnir

Agnar Már Másson skrifar
Stunguárásin átti sér stað nálægt Fógetagarðinum við Aðalstræti.
Stunguárásin átti sér stað nálægt Fógetagarðinum við Aðalstræti. Vísir/Vilhelm

Þolandi stunguárásarinnar við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær hlaut minniháttar áverka. Lögreglan fann ekki grendurna en málið er komið á borð rannsóknardeildar.

Í gær var greint frá því að þriggja manna hefði verið leitað eftir stunguárás í miðbænum.

Árni Friðleifsson yfirlögregluþjónn segir við Vísi að árásarmenn hafi ekki fundist en nú sé málið komið á borð rannsóknardeildar, formleg rannsókn hefjist líklega á morgun. Rannsóknin muni fela í sér yfirferð á myndefni og viðtöl við vitni.

Þolandinn, sem er fæddur 1980, er útskrifaður af spítala en hann hlaut minni háttar áverka. Árásin var ekki lífshættuleg en hann var stunginn í aftanvert lærið.

„Það var bara einhver saumaskapur í gær,“ segir Árni.

Lögregla telur sig hafa góða lýsingu á gerendum. Enginn aukinn kraftur var settur í leit að árásarmönnum um nóttina, að sögn Árna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×