Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar 6. júlí 2025 21:00 Íslenskt lýðræði er ekki ónýtt. Það er bara lokað. Þeir sem sækja um að fá að taka þátt lenda yfirleitt á bið – nema þeir þekki einhvern sem opnar dyrnar fyrir þeim. Þing, ráð, stjórnir og valdastólar eru skipaðir fólki sem hefur lifað lífi þar sem áföll eru annars staðar og mótvindur eitthvað sem almenningur kallar basl. Þetta eru einstaklingar margir sem hafa alist upp í hlýju tengslaneti, í öryggi, hvetjandi samfélagi sem minnir óneitanlega á samtryggðan klúbb. Og þessi hópur sér síðan um að semja reglurnar fyrir þá sem ekki voru með í byrjun. Það er ekki illa meint. Það er bara forréttindablinda. Og sú blinda stjórnar Íslandi. Fólk sem aldrei þarf að útskýra tengsl og spillingu Þeir sem móta kerfin og ákvarða stefnu hafa oft aldrei þurft að standa frammi fyrir eigin ósýnileika, ósanngirni eða stofnanavaldi. Þeir hafa sjaldnast þurft að sanna rétt sinn til hjálpar, bíða eftir afgreiðslu, eða réttlæta eigin tilveru gagnvart kerfi sem horfir á skort sem einkenni – ekki afleiðingu. Í stað þess hafa þeir alist upp við samhengi þar sem tungumál stjórnvalda er eðlilegt móðurmál. Þeir kunna að skrifa bréf sem fá svör og þeir hafa sjaldan verið á biðlista eftir samtali. Sjaldan þurft að sannfæra aðra um að þeirra sársauki sé raunverulegur. Kannski er þetta þess vegna sem þeir trúa að jafnræði ríki. Þau hafa sjaldan prófað annað. Það er alltaf pláss fyrir þig þegar þú ert hluti af klíkunni Eitt skýrasta dæmið um þetta kerfislæga mynstur er Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann tekur þátt í umræðum um veiðigjaldafrumvarpið þrátt fyrir að börn hans eigi fjárhagslega hagsmuni í útgerðinni Eskju, sem myndi hagnast af niðurstöðunni sem hann berst fyrir. Fyrrverandi eiginkona hans er stjórnarformaður félagsins – og dóttir eins af stofnendum. Jens sagði að afstaða sín hefði ekkert með fjölskyldutengsl að gera. Þetta væri "prinsipp". En "prinsipp" er eðlilega lúxus þegar þú hefur vald og situr með vinum á alþingi. Fólk sem sækist flest allt saman eftir því sama….. að tilheyra forréttindum alveg sama í hvaða flokki það er. Í öðrum störfum væri svona staða skilgreind sem vanhæfi eða spilling. Á Þingi er hún jafnvel kölluð "persónuleg sýn". Það er munurinn á því að vera innan valdakerfis – og utan þess. Og þetta er ekki einstaklingsvandamál. Þetta er mynstur. Klúbburinn sem velur sjálfan sig, fjölskylduna og vinina – aftur og aftur Íslenskir stjórnmálaflokkar velja úr sömu tengingum og þeir sjálfir eru hluti af. Þeir leita ekki að nýrri reynslu, heldur að nýrri útgáfu af sjálfum sér einhverja sem hafa haft þá að fyrirmyndum. Þeir velja tengsl, ekki innsýn. Tryggð, ekki þekkingu á kerfislegum hindrunum. Þeir forgangsraða fólki sem hefur sjaldan verið notendur í kerfinu – því það hefur aldrei þurft að vera það, það hefur hvort annað, baklandið , tengslin og stundum alltof mikið vald. Vald til að komast hjá því að vandamálið verði að skýrslum í skjalasöfnum, biðlistum og frekari sjúkdómum. Þau velja fólk sem hefur þurft að réttlæta mótvind sem eitthvað annað en mistök. Ekki fólk sem hefur þurft að verja lífsreynslu sína með skýrslum, eða horft upp á hvernig manneskja verður metin "ótrúverðug" þegar hún talar of hátt, eða með of miklum tilfinningum. Þau velja ekki fólk sem sér misréttið að innan – því þetta fólk er hættulegt þeim sem búa það til. Þegar kerfið þjónar þeim sem vita hvernig það virkar Þegar fólk sem aldrei hefur þurft að biðja, setur reglur um aðstoð og hjálp. Þegar fólk sem aldrei hefur misst, metur hæfni þeirra sem missa og …..þegar fólk sem alltaf hefur haft bakland og stuðning – skilgreinir hvað telst eðlileg þjáning og lífsstíll, þá verða reglurnar spegilmynd þeirra sjálfra. Það lýsir ekki veruleika fólks – heldur forsendum þeirra sem aldrei hafa þurft að berjast fyrir eigin sess í samfélaginu. Þess vegna missir almenningur kraftinn til að berjast í heimi forréttindafólksins. Framsæknin sem markaðsefni Í þessari umgjörð verða sumir stjórnmálamenn sérstakt fyrirbæri. T.d borgarstjóri, meðlimur Samfylkingarinnar, hefur ítrekað stillt sér upp sem málsvari jaðarsettra hópa. Það vekur hins vegar athygli hve þessi afstaða birtist fyrst og fremst sem ímyndarsköpun – ekki sem afleiðing eigin reynslu, heldur sem markaðsleg ákvörðun. Það er ákveðin pólítísk tækni að tala fyrir hinum jaðarsettu – án þess að hafa kynnst því að vera jaðarsettur sjálfur eða að lifa í þeim heimi vanvirkra tengsla. Þetta á sérstaklega vel við þegar slík afstaða er notuð til að byggja upp trúverðugleika í augum kjósenda sem sjálfir þekkja kerfislega útilokun. En þegar sami stjórnmálamaður – sem setur sig í málsvarahlutverk – lætur félagslega þjónustu borgarinnar henda manneskju á götuna og síðar senda lögreglu á hana fyrir að reyna að nálgast borgarstjórann og spyrja: "Hvar á ég að halla höfði mínu?", þá reynist ímyndin brothætt. Þegar pólitískur stuðningur við jaðarsetta endar þar sem hann hættir að nýtast – verður erfiðara að sannfæra fólk um að samkenndin hafi nokkurn tíma verið raunveruleg. Hvað þýðir þetta allt? Að þeir sem stjórna samfélaginu séu í raun aðeins að endurskapa sjálfa sig og sína stöðu, aftur og aftur. Við vitum jafnvel nú þegar hverjir verða pólitíkusar framtíðarinnar og fá völdin í arf því lýðræðið virkar aðeins fyrir þá sem hafa þegar lært inn á leikreglurnar og þekkir fólkið sem skrifaði þær. Að pólitískur málsvari geti talað fyrir jaðarsettra hópa, á meðan aðstoðarkerfi undir hans stjórn vísar fólki út og þaggar niður spurningum þess með lögreglu, sýnir svo vel að samkennd sé ekki lengur spurning um að hjálpa, heldur að virðast hjálpsamur og skilningsríkur Og að þeir sem búa til reglurnar, ákveði líka hvað telst siðferðilega rétt nálgun – jafnvel þótt hún útiloki þá sem reyna að vekja athygli á eigin erfiðleikum. Þetta snýst ekki bara um forgangsröðun. Þetta snýst um vald sem treystir því að við látum sem ekkert sé. En það er einmitt þessi þögn sem við verðum að hætta að kalla jafnvægi . Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Íslenskt lýðræði er ekki ónýtt. Það er bara lokað. Þeir sem sækja um að fá að taka þátt lenda yfirleitt á bið – nema þeir þekki einhvern sem opnar dyrnar fyrir þeim. Þing, ráð, stjórnir og valdastólar eru skipaðir fólki sem hefur lifað lífi þar sem áföll eru annars staðar og mótvindur eitthvað sem almenningur kallar basl. Þetta eru einstaklingar margir sem hafa alist upp í hlýju tengslaneti, í öryggi, hvetjandi samfélagi sem minnir óneitanlega á samtryggðan klúbb. Og þessi hópur sér síðan um að semja reglurnar fyrir þá sem ekki voru með í byrjun. Það er ekki illa meint. Það er bara forréttindablinda. Og sú blinda stjórnar Íslandi. Fólk sem aldrei þarf að útskýra tengsl og spillingu Þeir sem móta kerfin og ákvarða stefnu hafa oft aldrei þurft að standa frammi fyrir eigin ósýnileika, ósanngirni eða stofnanavaldi. Þeir hafa sjaldnast þurft að sanna rétt sinn til hjálpar, bíða eftir afgreiðslu, eða réttlæta eigin tilveru gagnvart kerfi sem horfir á skort sem einkenni – ekki afleiðingu. Í stað þess hafa þeir alist upp við samhengi þar sem tungumál stjórnvalda er eðlilegt móðurmál. Þeir kunna að skrifa bréf sem fá svör og þeir hafa sjaldan verið á biðlista eftir samtali. Sjaldan þurft að sannfæra aðra um að þeirra sársauki sé raunverulegur. Kannski er þetta þess vegna sem þeir trúa að jafnræði ríki. Þau hafa sjaldan prófað annað. Það er alltaf pláss fyrir þig þegar þú ert hluti af klíkunni Eitt skýrasta dæmið um þetta kerfislæga mynstur er Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann tekur þátt í umræðum um veiðigjaldafrumvarpið þrátt fyrir að börn hans eigi fjárhagslega hagsmuni í útgerðinni Eskju, sem myndi hagnast af niðurstöðunni sem hann berst fyrir. Fyrrverandi eiginkona hans er stjórnarformaður félagsins – og dóttir eins af stofnendum. Jens sagði að afstaða sín hefði ekkert með fjölskyldutengsl að gera. Þetta væri "prinsipp". En "prinsipp" er eðlilega lúxus þegar þú hefur vald og situr með vinum á alþingi. Fólk sem sækist flest allt saman eftir því sama….. að tilheyra forréttindum alveg sama í hvaða flokki það er. Í öðrum störfum væri svona staða skilgreind sem vanhæfi eða spilling. Á Þingi er hún jafnvel kölluð "persónuleg sýn". Það er munurinn á því að vera innan valdakerfis – og utan þess. Og þetta er ekki einstaklingsvandamál. Þetta er mynstur. Klúbburinn sem velur sjálfan sig, fjölskylduna og vinina – aftur og aftur Íslenskir stjórnmálaflokkar velja úr sömu tengingum og þeir sjálfir eru hluti af. Þeir leita ekki að nýrri reynslu, heldur að nýrri útgáfu af sjálfum sér einhverja sem hafa haft þá að fyrirmyndum. Þeir velja tengsl, ekki innsýn. Tryggð, ekki þekkingu á kerfislegum hindrunum. Þeir forgangsraða fólki sem hefur sjaldan verið notendur í kerfinu – því það hefur aldrei þurft að vera það, það hefur hvort annað, baklandið , tengslin og stundum alltof mikið vald. Vald til að komast hjá því að vandamálið verði að skýrslum í skjalasöfnum, biðlistum og frekari sjúkdómum. Þau velja fólk sem hefur þurft að réttlæta mótvind sem eitthvað annað en mistök. Ekki fólk sem hefur þurft að verja lífsreynslu sína með skýrslum, eða horft upp á hvernig manneskja verður metin "ótrúverðug" þegar hún talar of hátt, eða með of miklum tilfinningum. Þau velja ekki fólk sem sér misréttið að innan – því þetta fólk er hættulegt þeim sem búa það til. Þegar kerfið þjónar þeim sem vita hvernig það virkar Þegar fólk sem aldrei hefur þurft að biðja, setur reglur um aðstoð og hjálp. Þegar fólk sem aldrei hefur misst, metur hæfni þeirra sem missa og …..þegar fólk sem alltaf hefur haft bakland og stuðning – skilgreinir hvað telst eðlileg þjáning og lífsstíll, þá verða reglurnar spegilmynd þeirra sjálfra. Það lýsir ekki veruleika fólks – heldur forsendum þeirra sem aldrei hafa þurft að berjast fyrir eigin sess í samfélaginu. Þess vegna missir almenningur kraftinn til að berjast í heimi forréttindafólksins. Framsæknin sem markaðsefni Í þessari umgjörð verða sumir stjórnmálamenn sérstakt fyrirbæri. T.d borgarstjóri, meðlimur Samfylkingarinnar, hefur ítrekað stillt sér upp sem málsvari jaðarsettra hópa. Það vekur hins vegar athygli hve þessi afstaða birtist fyrst og fremst sem ímyndarsköpun – ekki sem afleiðing eigin reynslu, heldur sem markaðsleg ákvörðun. Það er ákveðin pólítísk tækni að tala fyrir hinum jaðarsettu – án þess að hafa kynnst því að vera jaðarsettur sjálfur eða að lifa í þeim heimi vanvirkra tengsla. Þetta á sérstaklega vel við þegar slík afstaða er notuð til að byggja upp trúverðugleika í augum kjósenda sem sjálfir þekkja kerfislega útilokun. En þegar sami stjórnmálamaður – sem setur sig í málsvarahlutverk – lætur félagslega þjónustu borgarinnar henda manneskju á götuna og síðar senda lögreglu á hana fyrir að reyna að nálgast borgarstjórann og spyrja: "Hvar á ég að halla höfði mínu?", þá reynist ímyndin brothætt. Þegar pólitískur stuðningur við jaðarsetta endar þar sem hann hættir að nýtast – verður erfiðara að sannfæra fólk um að samkenndin hafi nokkurn tíma verið raunveruleg. Hvað þýðir þetta allt? Að þeir sem stjórna samfélaginu séu í raun aðeins að endurskapa sjálfa sig og sína stöðu, aftur og aftur. Við vitum jafnvel nú þegar hverjir verða pólitíkusar framtíðarinnar og fá völdin í arf því lýðræðið virkar aðeins fyrir þá sem hafa þegar lært inn á leikreglurnar og þekkir fólkið sem skrifaði þær. Að pólitískur málsvari geti talað fyrir jaðarsettra hópa, á meðan aðstoðarkerfi undir hans stjórn vísar fólki út og þaggar niður spurningum þess með lögreglu, sýnir svo vel að samkennd sé ekki lengur spurning um að hjálpa, heldur að virðast hjálpsamur og skilningsríkur Og að þeir sem búa til reglurnar, ákveði líka hvað telst siðferðilega rétt nálgun – jafnvel þótt hún útiloki þá sem reyna að vekja athygli á eigin erfiðleikum. Þetta snýst ekki bara um forgangsröðun. Þetta snýst um vald sem treystir því að við látum sem ekkert sé. En það er einmitt þessi þögn sem við verðum að hætta að kalla jafnvægi . Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum .
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar