Innherji

Mæla enn með sölu í Högum þrátt fyrir hækkun á verðmats­gengi fé­lagsins

Hörður Ægisson skrifar
Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónus en í nýrri greiningu er meðal annars varað við því að vegna sögulega hás raungengis um þessar mundir sé hætt við að það muni að lokum framkalla lækkun á gengi krónunnar. Það kunni þá að minnka framlegð Haga, takist félaginu ekki fleyta öllum hækkunum út í vöruverð.
Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónus en í nýrri greiningu er meðal annars varað við því að vegna sögulega hás raungengis um þessar mundir sé hætt við að það muni að lokum framkalla lækkun á gengi krónunnar. Það kunni þá að minnka framlegð Haga, takist félaginu ekki fleyta öllum hækkunum út í vöruverð. Vísir/Vilhelm

Þrátt fyrir að hækka nokkuð verðmatsgengið á Haga eftir uppgjör fyrsta fjórðungs, sem litaðist meðal annars af betri afkomu af SMS í Færeyjum en búist var við, ráðleggja greinendur IFS enn sem fyrr með því að fjárfestar minnki stöðu sína í smásölurisanum. Í nýrri umfjöllun greiningarfyrirtækisins er búið að bæta við áhættuálagi vegna óvissu í efnahagsmálum á heimsvísu og jafnframt varað við auknum líkum á gengislækkun krónunnar sem geti minnkað framlegð Haga.


Tengdar fréttir

Hagar færa út kvíarnar og kaupa færeyskt verslunarfélag fyrir um níu milljarða

Smásölurisinn Hagar hefur náð samkomulagi við eigendur verslunarfélagsins P/F SMS í Færeyjum, sem rekur meðal annara átta Bónusverslanir, fyrir jafnvirði meira en níu milljarða króna í því skyni að auka umsvif félagsins í dagvöruverslun. Hinir færeysku eigendur SMS fá að hluta greitt með bréfum í Högum en fjárfestar taka vel í tíðindin og hlutabréfaverðið hækkað skarpt í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×