Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar 8. júlí 2025 08:30 Sumarið er komið og sólin skín. Margir fagna bjartari dögum, hlýindum og fríum. Samfélagið gerir ráð fyrir að við séum öll léttari í lund – að grillveislur, ísbíltúrar, fjallaferðir og samvera færi okkur gleði. En fyrir marga eru sumarmánuðirnir jafnvel erfiðari en veturinn. Það er mikilvægt að minna okkur á að góðar aðstæður og velmegun jafngilda ekki alltaf góðri líðan. Margir glíma við kvíða, þunglyndi eða streitu sem hverfur ekki með fyrstu sólardögum. Sumarið getur einnig kallað fram einmanaleika, sorg eða gamlar erfiðar minningar sem brjótast fram með óvæntum hætti. Við berum okkur stundum saman við það sem við sjáum á samfélagsmiðlum – þar sem bros og sól skína óslitið. En lífið er flóknara en svo og það er eðlilegt að upplifa erfiðar tilfinningar, jafnvel þegar „allt ætti að vera gott“. Það er mannlegt Það er ekki veikleiki að líða illa, það er mannlegt. Þess vegna skiptir miklu að við tölum opinskátt um líðan okkar og leitum aðstoðar þegar við þurfum á henni að halda. Úrræðin eru til staðar: fagfólk, hjálparsímar, fjölskylda og vinir. Það skiptir máli að rjúfa þögnina og segja það upphátt. Þá er mikilvægt að muna að andleg líðan hefur ekki árstíð. Að hlúa að sálinni er jafn mikilvægt í sól og stormi. Því eigum við öll rétt á að vera heyrð og séð. Gagnreynd fagleg meðferð án tilvísunar eða endurgjalds Píeta samtökin www.pieta.is gegna lykilhlutverki í forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og eru með Píeta skjól á Seltjarnarnesi, Akureyri, Ísafirði og Reyðarfirði. Þau veita lágþröskulda þjónustu sem er gagnreynd faglega meðferð án tilvísunar og endurgjalds. Meðferðin er veitt af fagaðilum sem eru sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og læknir öll með starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Þá er þjónusta hjálparsíma Píeta 552 2218 opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins og þjónar því öllum landsmönnum. Píeta þurfa að eignast öruggt húsnæði Samtökin hafa notið ómetanlegs stuðnings sjálfboðaliða í gegnum árin og verður þeim seint þakkað fyrir þeirra mikla vinnuframlag til handa samtökunum. Píeta samtökin eru að mestu leyti rekin fyrir sjálfsafla fé og um 70% fjárins kemur frá almenningi. Samtökin þakka landsmönnum innilega fyrir hlýjan hug og rausnarlegan stuðning í gegnum árin. Án hans væri þjónustan ekki möguleg. En betur má ef duga skal, því á næsta ári fagna Píeta samtökin 10 ára afmæli og óska þess einskis heitar en að geta tekið á móti skjólstæðingum í eigin húsnæði á afmælisárinu. Samtökin hafa því miður þurft að flytja á milli þriggja ólíkra staða síðustu árin. Flutningarnir hafa verið veruleg áskorun því ekki er einfalt að flytja svona viðkvæma starfsemi þar sem markmiðið er að aldrei verði þjónusturof. Þess vegna er nú lagt af stað í landssöfnun til að geta keypt varanlegt heimili handa Píeta. Biðlað er til landsmanna allra og fyrirtækja um að leggja samtökunum lið með einhverju móti en ekki síst að taka vel á móti söfnunar símtali frá Píeta. Þá má finna styrktarreikning samtakanna á heimasíðunni www.pieta.is Leitum hjálpar, tölum saman og munum að við erum ekki ein. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Félagasamtök Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Sumarið er komið og sólin skín. Margir fagna bjartari dögum, hlýindum og fríum. Samfélagið gerir ráð fyrir að við séum öll léttari í lund – að grillveislur, ísbíltúrar, fjallaferðir og samvera færi okkur gleði. En fyrir marga eru sumarmánuðirnir jafnvel erfiðari en veturinn. Það er mikilvægt að minna okkur á að góðar aðstæður og velmegun jafngilda ekki alltaf góðri líðan. Margir glíma við kvíða, þunglyndi eða streitu sem hverfur ekki með fyrstu sólardögum. Sumarið getur einnig kallað fram einmanaleika, sorg eða gamlar erfiðar minningar sem brjótast fram með óvæntum hætti. Við berum okkur stundum saman við það sem við sjáum á samfélagsmiðlum – þar sem bros og sól skína óslitið. En lífið er flóknara en svo og það er eðlilegt að upplifa erfiðar tilfinningar, jafnvel þegar „allt ætti að vera gott“. Það er mannlegt Það er ekki veikleiki að líða illa, það er mannlegt. Þess vegna skiptir miklu að við tölum opinskátt um líðan okkar og leitum aðstoðar þegar við þurfum á henni að halda. Úrræðin eru til staðar: fagfólk, hjálparsímar, fjölskylda og vinir. Það skiptir máli að rjúfa þögnina og segja það upphátt. Þá er mikilvægt að muna að andleg líðan hefur ekki árstíð. Að hlúa að sálinni er jafn mikilvægt í sól og stormi. Því eigum við öll rétt á að vera heyrð og séð. Gagnreynd fagleg meðferð án tilvísunar eða endurgjalds Píeta samtökin www.pieta.is gegna lykilhlutverki í forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og eru með Píeta skjól á Seltjarnarnesi, Akureyri, Ísafirði og Reyðarfirði. Þau veita lágþröskulda þjónustu sem er gagnreynd faglega meðferð án tilvísunar og endurgjalds. Meðferðin er veitt af fagaðilum sem eru sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og læknir öll með starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Þá er þjónusta hjálparsíma Píeta 552 2218 opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins og þjónar því öllum landsmönnum. Píeta þurfa að eignast öruggt húsnæði Samtökin hafa notið ómetanlegs stuðnings sjálfboðaliða í gegnum árin og verður þeim seint þakkað fyrir þeirra mikla vinnuframlag til handa samtökunum. Píeta samtökin eru að mestu leyti rekin fyrir sjálfsafla fé og um 70% fjárins kemur frá almenningi. Samtökin þakka landsmönnum innilega fyrir hlýjan hug og rausnarlegan stuðning í gegnum árin. Án hans væri þjónustan ekki möguleg. En betur má ef duga skal, því á næsta ári fagna Píeta samtökin 10 ára afmæli og óska þess einskis heitar en að geta tekið á móti skjólstæðingum í eigin húsnæði á afmælisárinu. Samtökin hafa því miður þurft að flytja á milli þriggja ólíkra staða síðustu árin. Flutningarnir hafa verið veruleg áskorun því ekki er einfalt að flytja svona viðkvæma starfsemi þar sem markmiðið er að aldrei verði þjónusturof. Þess vegna er nú lagt af stað í landssöfnun til að geta keypt varanlegt heimili handa Píeta. Biðlað er til landsmanna allra og fyrirtækja um að leggja samtökunum lið með einhverju móti en ekki síst að taka vel á móti söfnunar símtali frá Píeta. Þá má finna styrktarreikning samtakanna á heimasíðunni www.pieta.is Leitum hjálpar, tölum saman og munum að við erum ekki ein. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar