Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. júlí 2025 08:55 Það fór vel á með þeim Perry og Bloom á Óskarnum í mars. Nú fjórum mánuðum síðar er sambandi þeirra lokið. Getty Katy Perry og Orlando Bloom, sem bundu nýlega enda á níu ára samband sitt, sáust saman í brúðkaupsferð milljarðamæringsins Jeff Bezos og sjónvarpskonunnar Lauren Sanchez á snekkju Amazon-stofnandans í Ítalíu. Slúðurmiðlar vestanhafs náðu myndum af parinu fyrrverandi þar sem mátti sjá þau slappa af á sundfötunum á risavaxinni snekkjunni og leika við fjögurra ára dótturina Daisy Dove Bloom. Þá sást einnig til þeirra þriggja stíga af snekkjunni í Capri til að fara með dótturina að fá ís. Sögusagnir gengu síðustu mánuði um að samband þeirra Perry og Bloom væri á enda og í lok júní greindu dægurmiðlar frá því að sambandi þeirra væri lokið. Í stjörnubrúðkaupi Bezos og Sanchez, sem fór fram í Feneyjum helgina 26. til 28. júní, var Perry hvergi sjáanleg en Bloom mætti einn síns liðs og í miklu stuði. Síðasta fimmtudag birtu þau Perry og Bloom síðan sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau staðfestu að sambandinu væri lokið og að þau hygðust einbeita sér að því að ala saman upp fjögurra ára dóttur sína. „Þau munu halda áfram að sjást saman sem fjölskylda þar sem forgangsatriði þeirra verður að ala upp dóttur sína með ást, stöðugleika og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi,“ sagði í yfirlýsingunni sem þau sendu út vegna „mikils áhuga og samtala“ varðandi samband þeirra. Sex ára trúlofun á enda Hin fertuga Perry og hinn 48 ára Bloom byrjuðu saman 2016, hættu saman í stutta stund árið 2017 en byrjuðu svo saman aftur skömmu síðar og trúlofuðust á Valentínusardeginum 2019. Ári síðar opinberaði Perry að hún væri með barni í tónlistarmyndbandinu við lagið Never Worn White. Dóttir þeirra, Daisy Dove, kom svo í heiminn í ágúst 2020. Perry, sem var áður gift bandaríska grínistanum Russell Brand, sló í gegn árið 2008 með laginu „I Kissed a Girl“ en meðal annara smella hennar eru „California Gurls“ og „Firework“. Breski leikarinn Orlando Bloom, sem var áður giftur áströlsku fyrirsætunni Miröndu Kerr og á með henni fjórtán ára dreng, sló í gegn í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu, en hefur einnig leikið í myndum á borð við Pirates Of The Caribbean og Hobbitanum. Hollywood Ítalía Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. 26. júní 2025 10:03 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Slúðurmiðlar vestanhafs náðu myndum af parinu fyrrverandi þar sem mátti sjá þau slappa af á sundfötunum á risavaxinni snekkjunni og leika við fjögurra ára dótturina Daisy Dove Bloom. Þá sást einnig til þeirra þriggja stíga af snekkjunni í Capri til að fara með dótturina að fá ís. Sögusagnir gengu síðustu mánuði um að samband þeirra Perry og Bloom væri á enda og í lok júní greindu dægurmiðlar frá því að sambandi þeirra væri lokið. Í stjörnubrúðkaupi Bezos og Sanchez, sem fór fram í Feneyjum helgina 26. til 28. júní, var Perry hvergi sjáanleg en Bloom mætti einn síns liðs og í miklu stuði. Síðasta fimmtudag birtu þau Perry og Bloom síðan sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau staðfestu að sambandinu væri lokið og að þau hygðust einbeita sér að því að ala saman upp fjögurra ára dóttur sína. „Þau munu halda áfram að sjást saman sem fjölskylda þar sem forgangsatriði þeirra verður að ala upp dóttur sína með ást, stöðugleika og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi,“ sagði í yfirlýsingunni sem þau sendu út vegna „mikils áhuga og samtala“ varðandi samband þeirra. Sex ára trúlofun á enda Hin fertuga Perry og hinn 48 ára Bloom byrjuðu saman 2016, hættu saman í stutta stund árið 2017 en byrjuðu svo saman aftur skömmu síðar og trúlofuðust á Valentínusardeginum 2019. Ári síðar opinberaði Perry að hún væri með barni í tónlistarmyndbandinu við lagið Never Worn White. Dóttir þeirra, Daisy Dove, kom svo í heiminn í ágúst 2020. Perry, sem var áður gift bandaríska grínistanum Russell Brand, sló í gegn árið 2008 með laginu „I Kissed a Girl“ en meðal annara smella hennar eru „California Gurls“ og „Firework“. Breski leikarinn Orlando Bloom, sem var áður giftur áströlsku fyrirsætunni Miröndu Kerr og á með henni fjórtán ára dreng, sló í gegn í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu, en hefur einnig leikið í myndum á borð við Pirates Of The Caribbean og Hobbitanum.
Hollywood Ítalía Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. 26. júní 2025 10:03 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. 26. júní 2025 10:03