Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar 8. júlí 2025 09:01 Stjórnarandstaðan mun að óbreyttu bæta Íslandsmet í málþófi í dag, þegar umræða um leiðréttingu veiðigjalda nær þeim vafasama heiðri af þriðja orkupakkanum. Samkvæmt nýlega uppsettri heimasíðu hafði þetta málþóf staðið yfir í 142 klukkutíma í morgun. Ræðurnar sem haldnar voru slöguðu í 1.900 og reiknaður kostnaður við að reka Alþingi var kominn í um 333 milljónir króna. Þetta er ekki met sem ber að fagna eða hylla á neinn hátt. Staðan er grafalvarleg og það ber að nálgast hana þannig. Því málþófi sem hefur verið beitt á þessu fyrsta þingi kjörtímabilsins er bein aðför að lýðræði og þingræði. Sitjandi stjórnarandstaða hefur einfaldlega ákveðið að ríkisstjórnin megi ekki koma lykilmálum sínum, sem hún var kosin til að framfylgja, í gegn. 27 manna minnihluti ætlar að banna 36 manna meirihluta að framfylgja vilja kjósenda í landinu. Þau þinglegu klækjabrögð, tafarleikir og málþóf sem beitt hefur verið á þessu kjörtímabili eru fordæmalaus með öllu. Það hafa sannarlega átt sér stað málþóf áður, og skiptar skoðanir hafa verið um þau. Þau sem staðið hafa lengst hafa hins vegar alltaf byggt á einhverri sterkri hugmyndafræðilegri sannfæringu, og með fullveldisskírskotun, og málþófið hefur verið einskorðað við það eina mál. Þannig háttar ekki nú. Í fyrsta lagi er verið að verja sérhagsmuni nokkurra eigendahópa í sjávarútvegi sem vilja ekki borga hærri veiðigjöld. Í annan stað hefur nú verið bætt Íslandsmet í málþófi í fyrstu umræðu. Það hefur verið stundað málþóf í umræðu um innleiðingu á reglugerð um plasttappa. Í umræðu um fríverslunarsamning við Taíland sem enginn var á móti. Í þriðju umræðu um innleiðingu nýs námsmats. Með endalausum og síendurteknum leiksýningum undir yfirskininu „fundarstjórn forseta“. Með dagskrárbreytingatillögum. Síendurteknum kröfum um að setja mál aftur inn í nefnd án þess að nokkur rökræn ástæða sé til þess. Og svo framvegis. Hin heilaga skylda til að virða ekki lýðræðið Auðvitað gengst stjórnarandstaðan ekki við þessu. Hún segir að það eina sem verið sé að gera sé að tryggja vandaða efnislega umræðu um málið. Nema auðvitað þegar varaformaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins kemur í pontu Alþingis og segir það heilaga „skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstri málum.“ Eða þegar einn reynslumesti þingmaður sama Sjálfstæðisflokks sagði að ræðurnar í veiðigjaldamálinu yrðu eins margar og til þyrfti til að málið yrði tekið af dagskrá. Efnislega snúast athugasemdir stjórnarandstöðu aðallega um að halda því fram að tölur séu ekki réttar. Eftir forskrift Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var sagt að veiðigjöld myndu rúmlega tvöfaldast þrátt fyrir að staðfestar tölur lægju fyrir um að svo væri ekki. Vegna þessa hefur Skatturinn verið kallaður tvívegis inn á aukafund atvinnuveganefndar til að segja einn hlut: tölurnar eru réttar. Í fyrra skiptið gekkst minnihlutinn meira að segja við því að tölurnar væru loksins orðnar réttar og að hægt yrði að ræða málið. Allt þangað til að Morgunblaðið skrifaði frétt örfáum dögum síðar um annað sem útheimti nýjan leikþátt af sama leikriti sem skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðu. Atvinnuveganefnd hittist um helgi svo Skatturinn gæti staðfest að framsetning andstöðu og blaðs byggði á misskilningi. Eða eins og atvinnuvegaráðherra orðaði það: Það væri della. Gerið bara eins og við segjum ykkur Önnur ólseig röksemdarfærsla stjórnarandstöðu snýst um að það markaðsverð sem til stendur að miða álagningu veiðigjalda við sé ekki raunverulegt verð heldur jaðarverð. Hið rétta raunverulega verð sé verðið sem útgerðir ákveði sjálfar að selja vinnslum í eigin eigu. Tillögur þeirra að lausnum á þeirri stöðu sem er uppi hafa ekki verið margar. Sú helsta hefur snúið að því að frumvarpinu verði einfaldlega pakkað saman og það dregið til baka. Önnur snýst um að því verði frestað fram á haust og þá byrjað upp á nýtt, en á öðrum forsendum en þeirri kerfisbreytingu sem ríkisstjórnin ætlaði sér að innleiða. Þriðja, sem hefur meðal annars komið fram í skrifum og ræðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, snýst um að eina leiðin út úr þessari stöðu sé að viðhalda núverandi kerfi, sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn komu á, en hækka prósentuhlutfallið af hagnaði afla sem fer til ríkisins úr 33 prósent í eitthvað pínulítið hærra, sem skilar einhverju pínulítið meira í ríkissjóð. Hér er um að ræða þá leið sem þessir tveir flokkar vildu fara á síðasta kjörtímabili, þegar þáverandi samstarfsflokkur þeirra Vinstri græn vildu hækka hlutfallið upp í 45 prósent, en náðist ekki sátt um í ríkisstjórn, frekar en nokkuð annað. Tölum um 62,6 milljarða króna Allt er þetta af sama meiði og áður. Eftir bankahrun var staðan þannig að ríkisbankar hefðu getað innkallað kvóta sem búið var að veðsetja fyrir 560 milljarða króna, um 1.100 milljarða króna á núvirði. Þá hefði verið hægt að bjóða þann kvóta út á markaði og sannarlegt markaðsverð fengist fyrir hann. En það mátti ekki. Rökin voru að þá hefði stoðunum verið kippt undan verðmætasköpun á Íslandi á viðkvæmum tímum. Gott ef að sveitarfélögin myndu ekki leggjast í eyði. Þess í stað var skipuð pólitísk sáttarnefnd sem komst að þeirri niðurstöðu að eigendur útgerða ættu að fá afskriftir upp á tugi milljarða króna og halda hinum veðsetta kvóta. Á móti áttu útgerðirnar að samþykkja að samningar yrðu gerðir um nýtingu aflaheimilda til að formlega yrði gengið frá því að auðlindinni væri ráðstafað af ríkinu gegn gjaldi og að eignaréttur ríkisins á henni væri þannig skýr. Sett voru lög um veiðigjöld árið 2012 sem skiluðu því að ríkið fékk loks slíkar leigutekjur af eign sinni. Þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn komust aftur til valda árið 2013 var strax hafist handa við að vinda ofan af því kerfi. Afleiðingar stjórnartíma þessara flokka rúma áratuginn á eftir koma skýrlega fram í nýlega birtri grein Indriða Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra. Þar segir að samtala veiðigjalda á föstu verðlagi á árunum 2012 til 2025 hafi verið 154,1 milljarður króna. Hefðu þau verið látin halda verðgildi sínu að jafnaði á þessu fjárhagslega gjöfulasta tíma í sögu fiskveiða á landinu hefðu þau orðið 216,7 milljarðar króna. Þær breytingar sem ríkisstjórnir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks gerðu á tímabilinu lækkuðu því veiðigjöldin um 62,6 milljarða króna. Tugir milljarða króna sem hefðu getað farið í uppbyggingu innviða á Íslandi en sátu þess í stað eftir hjá eigendum útgerða. Litli maðurinn notaður til að verja breiðu bökin Það sem liggur fyrir er að stærstu sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi hafa hagnast gríðarlega á síðustu árum, á sama tíma og veiðigjald hefur verið útvatnað af ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það liggur jafnframt fyrir að það eru að uppistöðu örfáar blokkir í sjávarútvegi, sem eru að mestu í eigu fjögurra fjölskyldna og eins kaupfélags sem eiga auð upp á að minnsta kosti um 500 milljarða króna, sem munu greiða uppistöðu þeirrar viðbótar sem greidd verður í veiðigjald eftir að fyrirliggjandi frumvarp verður samþykkt. Það liggur líka skýrt fyrir að þingleg vinnsla málsins var afar vönduð, að yfir 50 gestir voru kallaðir fyrir atvinnuveganefnd, að frumvarpið hefur tekið breytingum til að verja lítil og meðalstór fyrirtæki frá áhrifum þess og að hlustað hefur verið á málefnalegar athugasemdir. Hér er því, líkt og áður sagði, verið að verja þrönga sérhagsmuni. Í þeirri vörn er litli maðurinn ítrekað notaður sem skjöldur fyrir breiðu bökin. Það er í fullu samræmi við leikjahandbók SFS og þess valdakerfis sem samtökin og stjórnmálaarmar þeirra tilheyra. Því var spáð fyrir um þremur mánuðum að þessi leið yrði farin og sá spádómur gekk að öllu leyti upp. Hægt er að lesa um það hér. Telja sig eiga hefðarrétt að völdum Það átta sig kannski ekki allir á því en fram að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem sat að völdum 2009 til 2013, hafði aldrei setið meirihlutastjórn í landinu án aðkomu Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks. Tvær minnihlutastjórnir höfðu setið samtals í 15 mánuði án aðkomu þeirra, en þær nutu báðar stuðnings Sjálfstæðisflokks og voru tímabundin ráðstöfun. Hrein valdaskipti heyra til undantekninga. Sú stjórn sem situr nú er því einungis önnur fullnuma ríkisstjórnin sem situr á lýðveldistímanum án aðkomu valdaflokkanna tveggja. Það sést skýrt að þeir eiga afar erfitt með að sætta sig við það. Þrátt fyrir að báðir umræddir flokkar hafi fengið sína verstu kosninganiðurstöðu í sögu sinni í nóvember í fyrra, og þrátt fyrir að skástu kannanir sýni nú fylgi þeirra rétt slaga samanlagt í fjórðung, þá láta flokkarnir báðir eins og þeir eigi einhvers konar hefðarrétt að völdum á Íslandi. Birtingarmynd þessa er hvergi ljósari en í nálgun þeirra gagnvart þinglokasamningum. Þá hafa þeir ekki nálgast eins og minnihlutaflokkar heldur eins og um einhvers konar stjórnarmyndunarviðræður sé að ræða. Að þeir hafi neitunarvald sem þeir geta beitt gagnvart pólitískum áherslumálum sitjandi stjórnar, þrátt fyrir að hún hafi skýrt lýðræðislegt umboð, mikinn meirihluta á þingi og mikinn stuðning á meðal almennings í landinu. Snýst um hvort lýðræðið sé virkt Leiðrétting veiðigjalda snerist upphaflega um kerfisbreytingu. Ný ríkisstjórn vildi reikna rentu sína af auðlind í sinni eigu út á annan hátt en gert hefur verið og öll líkindi stóðu til þess að það myndi skila ríkissjóði auknum tekjum. Við vinnslu frumvarpsins kom það fram og fyrir liggur að breiðustu bökin í sjávarútvegi munu borga þann brúsa að langstærstu leyti. Nú snýst málið hins vegar um svo miklu meira. Það snýst um hvort lýðræðið í landinu sé virkt eða hvort Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og skilnaðarbarnið þeirra Miðflokkur eigi að ákveða hvaða pólitísku áherslumál eigi að verða að lögum í landinu, líka þegar kjósendur hafa hafnað þeim og kosið aðra til valda. Við það er ekki hægt að una. Lýðræðið þarf að virka. Og við það þarf enginn að vera hræddur. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarandstaðan mun að óbreyttu bæta Íslandsmet í málþófi í dag, þegar umræða um leiðréttingu veiðigjalda nær þeim vafasama heiðri af þriðja orkupakkanum. Samkvæmt nýlega uppsettri heimasíðu hafði þetta málþóf staðið yfir í 142 klukkutíma í morgun. Ræðurnar sem haldnar voru slöguðu í 1.900 og reiknaður kostnaður við að reka Alþingi var kominn í um 333 milljónir króna. Þetta er ekki met sem ber að fagna eða hylla á neinn hátt. Staðan er grafalvarleg og það ber að nálgast hana þannig. Því málþófi sem hefur verið beitt á þessu fyrsta þingi kjörtímabilsins er bein aðför að lýðræði og þingræði. Sitjandi stjórnarandstaða hefur einfaldlega ákveðið að ríkisstjórnin megi ekki koma lykilmálum sínum, sem hún var kosin til að framfylgja, í gegn. 27 manna minnihluti ætlar að banna 36 manna meirihluta að framfylgja vilja kjósenda í landinu. Þau þinglegu klækjabrögð, tafarleikir og málþóf sem beitt hefur verið á þessu kjörtímabili eru fordæmalaus með öllu. Það hafa sannarlega átt sér stað málþóf áður, og skiptar skoðanir hafa verið um þau. Þau sem staðið hafa lengst hafa hins vegar alltaf byggt á einhverri sterkri hugmyndafræðilegri sannfæringu, og með fullveldisskírskotun, og málþófið hefur verið einskorðað við það eina mál. Þannig háttar ekki nú. Í fyrsta lagi er verið að verja sérhagsmuni nokkurra eigendahópa í sjávarútvegi sem vilja ekki borga hærri veiðigjöld. Í annan stað hefur nú verið bætt Íslandsmet í málþófi í fyrstu umræðu. Það hefur verið stundað málþóf í umræðu um innleiðingu á reglugerð um plasttappa. Í umræðu um fríverslunarsamning við Taíland sem enginn var á móti. Í þriðju umræðu um innleiðingu nýs námsmats. Með endalausum og síendurteknum leiksýningum undir yfirskininu „fundarstjórn forseta“. Með dagskrárbreytingatillögum. Síendurteknum kröfum um að setja mál aftur inn í nefnd án þess að nokkur rökræn ástæða sé til þess. Og svo framvegis. Hin heilaga skylda til að virða ekki lýðræðið Auðvitað gengst stjórnarandstaðan ekki við þessu. Hún segir að það eina sem verið sé að gera sé að tryggja vandaða efnislega umræðu um málið. Nema auðvitað þegar varaformaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins kemur í pontu Alþingis og segir það heilaga „skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstri málum.“ Eða þegar einn reynslumesti þingmaður sama Sjálfstæðisflokks sagði að ræðurnar í veiðigjaldamálinu yrðu eins margar og til þyrfti til að málið yrði tekið af dagskrá. Efnislega snúast athugasemdir stjórnarandstöðu aðallega um að halda því fram að tölur séu ekki réttar. Eftir forskrift Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var sagt að veiðigjöld myndu rúmlega tvöfaldast þrátt fyrir að staðfestar tölur lægju fyrir um að svo væri ekki. Vegna þessa hefur Skatturinn verið kallaður tvívegis inn á aukafund atvinnuveganefndar til að segja einn hlut: tölurnar eru réttar. Í fyrra skiptið gekkst minnihlutinn meira að segja við því að tölurnar væru loksins orðnar réttar og að hægt yrði að ræða málið. Allt þangað til að Morgunblaðið skrifaði frétt örfáum dögum síðar um annað sem útheimti nýjan leikþátt af sama leikriti sem skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðu. Atvinnuveganefnd hittist um helgi svo Skatturinn gæti staðfest að framsetning andstöðu og blaðs byggði á misskilningi. Eða eins og atvinnuvegaráðherra orðaði það: Það væri della. Gerið bara eins og við segjum ykkur Önnur ólseig röksemdarfærsla stjórnarandstöðu snýst um að það markaðsverð sem til stendur að miða álagningu veiðigjalda við sé ekki raunverulegt verð heldur jaðarverð. Hið rétta raunverulega verð sé verðið sem útgerðir ákveði sjálfar að selja vinnslum í eigin eigu. Tillögur þeirra að lausnum á þeirri stöðu sem er uppi hafa ekki verið margar. Sú helsta hefur snúið að því að frumvarpinu verði einfaldlega pakkað saman og það dregið til baka. Önnur snýst um að því verði frestað fram á haust og þá byrjað upp á nýtt, en á öðrum forsendum en þeirri kerfisbreytingu sem ríkisstjórnin ætlaði sér að innleiða. Þriðja, sem hefur meðal annars komið fram í skrifum og ræðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, snýst um að eina leiðin út úr þessari stöðu sé að viðhalda núverandi kerfi, sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn komu á, en hækka prósentuhlutfallið af hagnaði afla sem fer til ríkisins úr 33 prósent í eitthvað pínulítið hærra, sem skilar einhverju pínulítið meira í ríkissjóð. Hér er um að ræða þá leið sem þessir tveir flokkar vildu fara á síðasta kjörtímabili, þegar þáverandi samstarfsflokkur þeirra Vinstri græn vildu hækka hlutfallið upp í 45 prósent, en náðist ekki sátt um í ríkisstjórn, frekar en nokkuð annað. Tölum um 62,6 milljarða króna Allt er þetta af sama meiði og áður. Eftir bankahrun var staðan þannig að ríkisbankar hefðu getað innkallað kvóta sem búið var að veðsetja fyrir 560 milljarða króna, um 1.100 milljarða króna á núvirði. Þá hefði verið hægt að bjóða þann kvóta út á markaði og sannarlegt markaðsverð fengist fyrir hann. En það mátti ekki. Rökin voru að þá hefði stoðunum verið kippt undan verðmætasköpun á Íslandi á viðkvæmum tímum. Gott ef að sveitarfélögin myndu ekki leggjast í eyði. Þess í stað var skipuð pólitísk sáttarnefnd sem komst að þeirri niðurstöðu að eigendur útgerða ættu að fá afskriftir upp á tugi milljarða króna og halda hinum veðsetta kvóta. Á móti áttu útgerðirnar að samþykkja að samningar yrðu gerðir um nýtingu aflaheimilda til að formlega yrði gengið frá því að auðlindinni væri ráðstafað af ríkinu gegn gjaldi og að eignaréttur ríkisins á henni væri þannig skýr. Sett voru lög um veiðigjöld árið 2012 sem skiluðu því að ríkið fékk loks slíkar leigutekjur af eign sinni. Þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn komust aftur til valda árið 2013 var strax hafist handa við að vinda ofan af því kerfi. Afleiðingar stjórnartíma þessara flokka rúma áratuginn á eftir koma skýrlega fram í nýlega birtri grein Indriða Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra. Þar segir að samtala veiðigjalda á föstu verðlagi á árunum 2012 til 2025 hafi verið 154,1 milljarður króna. Hefðu þau verið látin halda verðgildi sínu að jafnaði á þessu fjárhagslega gjöfulasta tíma í sögu fiskveiða á landinu hefðu þau orðið 216,7 milljarðar króna. Þær breytingar sem ríkisstjórnir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks gerðu á tímabilinu lækkuðu því veiðigjöldin um 62,6 milljarða króna. Tugir milljarða króna sem hefðu getað farið í uppbyggingu innviða á Íslandi en sátu þess í stað eftir hjá eigendum útgerða. Litli maðurinn notaður til að verja breiðu bökin Það sem liggur fyrir er að stærstu sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi hafa hagnast gríðarlega á síðustu árum, á sama tíma og veiðigjald hefur verið útvatnað af ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það liggur jafnframt fyrir að það eru að uppistöðu örfáar blokkir í sjávarútvegi, sem eru að mestu í eigu fjögurra fjölskyldna og eins kaupfélags sem eiga auð upp á að minnsta kosti um 500 milljarða króna, sem munu greiða uppistöðu þeirrar viðbótar sem greidd verður í veiðigjald eftir að fyrirliggjandi frumvarp verður samþykkt. Það liggur líka skýrt fyrir að þingleg vinnsla málsins var afar vönduð, að yfir 50 gestir voru kallaðir fyrir atvinnuveganefnd, að frumvarpið hefur tekið breytingum til að verja lítil og meðalstór fyrirtæki frá áhrifum þess og að hlustað hefur verið á málefnalegar athugasemdir. Hér er því, líkt og áður sagði, verið að verja þrönga sérhagsmuni. Í þeirri vörn er litli maðurinn ítrekað notaður sem skjöldur fyrir breiðu bökin. Það er í fullu samræmi við leikjahandbók SFS og þess valdakerfis sem samtökin og stjórnmálaarmar þeirra tilheyra. Því var spáð fyrir um þremur mánuðum að þessi leið yrði farin og sá spádómur gekk að öllu leyti upp. Hægt er að lesa um það hér. Telja sig eiga hefðarrétt að völdum Það átta sig kannski ekki allir á því en fram að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem sat að völdum 2009 til 2013, hafði aldrei setið meirihlutastjórn í landinu án aðkomu Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks. Tvær minnihlutastjórnir höfðu setið samtals í 15 mánuði án aðkomu þeirra, en þær nutu báðar stuðnings Sjálfstæðisflokks og voru tímabundin ráðstöfun. Hrein valdaskipti heyra til undantekninga. Sú stjórn sem situr nú er því einungis önnur fullnuma ríkisstjórnin sem situr á lýðveldistímanum án aðkomu valdaflokkanna tveggja. Það sést skýrt að þeir eiga afar erfitt með að sætta sig við það. Þrátt fyrir að báðir umræddir flokkar hafi fengið sína verstu kosninganiðurstöðu í sögu sinni í nóvember í fyrra, og þrátt fyrir að skástu kannanir sýni nú fylgi þeirra rétt slaga samanlagt í fjórðung, þá láta flokkarnir báðir eins og þeir eigi einhvers konar hefðarrétt að völdum á Íslandi. Birtingarmynd þessa er hvergi ljósari en í nálgun þeirra gagnvart þinglokasamningum. Þá hafa þeir ekki nálgast eins og minnihlutaflokkar heldur eins og um einhvers konar stjórnarmyndunarviðræður sé að ræða. Að þeir hafi neitunarvald sem þeir geta beitt gagnvart pólitískum áherslumálum sitjandi stjórnar, þrátt fyrir að hún hafi skýrt lýðræðislegt umboð, mikinn meirihluta á þingi og mikinn stuðning á meðal almennings í landinu. Snýst um hvort lýðræðið sé virkt Leiðrétting veiðigjalda snerist upphaflega um kerfisbreytingu. Ný ríkisstjórn vildi reikna rentu sína af auðlind í sinni eigu út á annan hátt en gert hefur verið og öll líkindi stóðu til þess að það myndi skila ríkissjóði auknum tekjum. Við vinnslu frumvarpsins kom það fram og fyrir liggur að breiðustu bökin í sjávarútvegi munu borga þann brúsa að langstærstu leyti. Nú snýst málið hins vegar um svo miklu meira. Það snýst um hvort lýðræðið í landinu sé virkt eða hvort Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og skilnaðarbarnið þeirra Miðflokkur eigi að ákveða hvaða pólitísku áherslumál eigi að verða að lögum í landinu, líka þegar kjósendur hafa hafnað þeim og kosið aðra til valda. Við það er ekki hægt að una. Lýðræðið þarf að virka. Og við það þarf enginn að vera hræddur. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun