FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2025 15:59 Samband Trump og Infantino er traust. Trump verður nú leigusali hins síðarnefnda. Anna Moneymaker/Getty Images Samband Gianni Infantino, forseta FIFA, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, verður sífellt nánara. FIFA hyggst opna nýja skrifstofu í New York og verður síðarnefndi forsetinn leigusali Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Sterkt samband Infantino og Trump hefur vakið athygli í heimspressunni síðustu misseri. Infantino hefur ítrekað heimsótt Trump til Mar-a-Lago í Flórída og fór með honum í ferð um Miðausturlönd fyrr á þessu ári, á kostnað skylda sinna á ársþingi FIFA í Paragvæ. Þar mætti Infantino seint á eigið þing, og sætti töluverðri gagnrýni fyrir. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi frá því við Vísi að þónokkrir fulltrúar frá Evrópu hafi þurft að yfirgefa þingið snemma, vegna frestunarinnar sem seinagangur forsetans hafði í för með sér. Blásið var til veislu í Trump-turni í New York í gær þar sem verðlaunagripurinn sem nýir heimsmeistarar félagsliða lyfta næstu helgi var til sýnis. Verðlaunagripurinn er hinn veglegasti en hann komst í fréttirnar fyrir þær sakir að nafn Infantino er greipt á hann, og það á tveimur stöðum. Bikarinn mun vera til sýnis í turninum næstu fimm dagana áður en hann verður afhentur nýjum heimsmeisturum þegar úrslitaleikur keppninnar fer fram á sunnudagskvöldið kemur. Bækistöðvar í Toronto, Miami og nú New York Hátíð gærdagsins fylgdi yfirlýsing frá Infantino, sem hélt ræðu með Eric Trump, son forsetans sér við hlið. Erindið: FIFA hyggst opna skrifstofu í New York. „FIFA er alþjóðleg stofnun. En til þess að vera alþjóðlegur þarftu að vera staðbundinn. Þú þarft að vera allsstaðar. Við þurfum að vera í New York, ekki bara meðan HM félagsliða stendur yfir í ár eða HM landsliða á næsta ári, við þurfum líka að vera í New York þegar kemur að skrifstofum okkar,“ sagði Infantino. „Svo, í dag, munum við opna New York-skrifstofu FIFA, hér í Trump-turni. Þakka þér Eric, takk öll sömul og sérstakar þakkir til Trump forseta, sem er mikill fótboltaáhugamaður,“ sagði hann enn fremur á viðburði gærdagsins í New York. Um er að ræða þriðju skrifstofu FIFA sem opnar í Norður-Ameríku frá því að Infantino tók við stjórnartaumunum árið 2015. Sambandið opnaði fyrir skemmstu heljarinnar útibú í Miami í Flórída, hvar lungi lagadeildar FIFA starfar. Þá er einnig stórt útibú í Toronto, þar sem fjöldi manns mun starfa vegna HM á næsta ári sem fram fer í Kanada og Mexíkó auk Bandaríkjanna. Alþjóðlegum skrifstofum hefur fjölgað mjög í forsetatíð Infantino, en hafði fyrir unnið gott sem allt sitt starf frá stakri skrifstofu í Zurich. Starfsemi í nýlegu og kostnaðarsömu útibúi í París fari minnkandi, samkvæmt umfjöllun The Athletic. Infantino virðist leggja mikið upp úr tengslum við mótshaldara en hann sætti gagnrýni vegna heimsmeistaramóts landsliða í Katar veturinn 2022. Infantino flutti þá búferlum til Miðausturlandaríkisins frá Zurich. Margur taldi það tengjast lögreglurannsókn í heimalandi hans vegna meintra afbrota. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins, vegna leynifunda með Michel Lauber, þáverandi ríkissaksóknara í Sviss, árin 2016 og 2017. Lauber sagði af sér vegna málsins árið 2020 en Infantino var ekki ákærður vegna þess. Turninn áður tengst FIFA Trump turn var bækistöð Chucks Blazer, fyrrum háttsetts stjórnanda hjá FIFA, sem var uppljóstrari bandarískra yfirvalda fyrir áratug síðan þegar spillingarskandall skók sambandið. Blazer átti tvær íbúðir í turninum, eina sem hann bjó í og aðra sem var eingöngu fyrir ketti hans. Eftirmálar hneykslisins urðu þeir að Sepp Blatter, þáverandi forseti FIFA, sagði af sér sem og öll framkvæmdastjórn sambandsins. Infantino tók í kjölfarið við stjórnartaumunum og hét því að taka sambandið í gegn. Hann hefur verið sakaður um að vinda ofan af umbótum til betri stjórnarhátta síðan. FIFA Bandaríkin HM 2026 í fótbolta HM félagsliða í fótbolta 2025 Fótbolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Sterkt samband Infantino og Trump hefur vakið athygli í heimspressunni síðustu misseri. Infantino hefur ítrekað heimsótt Trump til Mar-a-Lago í Flórída og fór með honum í ferð um Miðausturlönd fyrr á þessu ári, á kostnað skylda sinna á ársþingi FIFA í Paragvæ. Þar mætti Infantino seint á eigið þing, og sætti töluverðri gagnrýni fyrir. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi frá því við Vísi að þónokkrir fulltrúar frá Evrópu hafi þurft að yfirgefa þingið snemma, vegna frestunarinnar sem seinagangur forsetans hafði í för með sér. Blásið var til veislu í Trump-turni í New York í gær þar sem verðlaunagripurinn sem nýir heimsmeistarar félagsliða lyfta næstu helgi var til sýnis. Verðlaunagripurinn er hinn veglegasti en hann komst í fréttirnar fyrir þær sakir að nafn Infantino er greipt á hann, og það á tveimur stöðum. Bikarinn mun vera til sýnis í turninum næstu fimm dagana áður en hann verður afhentur nýjum heimsmeisturum þegar úrslitaleikur keppninnar fer fram á sunnudagskvöldið kemur. Bækistöðvar í Toronto, Miami og nú New York Hátíð gærdagsins fylgdi yfirlýsing frá Infantino, sem hélt ræðu með Eric Trump, son forsetans sér við hlið. Erindið: FIFA hyggst opna skrifstofu í New York. „FIFA er alþjóðleg stofnun. En til þess að vera alþjóðlegur þarftu að vera staðbundinn. Þú þarft að vera allsstaðar. Við þurfum að vera í New York, ekki bara meðan HM félagsliða stendur yfir í ár eða HM landsliða á næsta ári, við þurfum líka að vera í New York þegar kemur að skrifstofum okkar,“ sagði Infantino. „Svo, í dag, munum við opna New York-skrifstofu FIFA, hér í Trump-turni. Þakka þér Eric, takk öll sömul og sérstakar þakkir til Trump forseta, sem er mikill fótboltaáhugamaður,“ sagði hann enn fremur á viðburði gærdagsins í New York. Um er að ræða þriðju skrifstofu FIFA sem opnar í Norður-Ameríku frá því að Infantino tók við stjórnartaumunum árið 2015. Sambandið opnaði fyrir skemmstu heljarinnar útibú í Miami í Flórída, hvar lungi lagadeildar FIFA starfar. Þá er einnig stórt útibú í Toronto, þar sem fjöldi manns mun starfa vegna HM á næsta ári sem fram fer í Kanada og Mexíkó auk Bandaríkjanna. Alþjóðlegum skrifstofum hefur fjölgað mjög í forsetatíð Infantino, en hafði fyrir unnið gott sem allt sitt starf frá stakri skrifstofu í Zurich. Starfsemi í nýlegu og kostnaðarsömu útibúi í París fari minnkandi, samkvæmt umfjöllun The Athletic. Infantino virðist leggja mikið upp úr tengslum við mótshaldara en hann sætti gagnrýni vegna heimsmeistaramóts landsliða í Katar veturinn 2022. Infantino flutti þá búferlum til Miðausturlandaríkisins frá Zurich. Margur taldi það tengjast lögreglurannsókn í heimalandi hans vegna meintra afbrota. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins, vegna leynifunda með Michel Lauber, þáverandi ríkissaksóknara í Sviss, árin 2016 og 2017. Lauber sagði af sér vegna málsins árið 2020 en Infantino var ekki ákærður vegna þess. Turninn áður tengst FIFA Trump turn var bækistöð Chucks Blazer, fyrrum háttsetts stjórnanda hjá FIFA, sem var uppljóstrari bandarískra yfirvalda fyrir áratug síðan þegar spillingarskandall skók sambandið. Blazer átti tvær íbúðir í turninum, eina sem hann bjó í og aðra sem var eingöngu fyrir ketti hans. Eftirmálar hneykslisins urðu þeir að Sepp Blatter, þáverandi forseti FIFA, sagði af sér sem og öll framkvæmdastjórn sambandsins. Infantino tók í kjölfarið við stjórnartaumunum og hét því að taka sambandið í gegn. Hann hefur verið sakaður um að vinda ofan af umbótum til betri stjórnarhátta síðan.
FIFA Bandaríkin HM 2026 í fótbolta HM félagsliða í fótbolta 2025 Fótbolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira