Hætta við yfirtökuna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. júlí 2025 18:17 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/vilhelm BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Play til kauphallar. Þann 10. júní tilkynnti Fly Play hf. að félaginu hafi borist tilkynning frá félaginu BBL 212 ehf., þess efnis BBL 212 ehf. og yfirtökuhópur, sem leiddur er af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni, að yfirtökuhópurinn hygðist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. „Play hefur borist tilkynning frá BBL 212 ehf. og yfirtökuhópnum um að fallið sé frá áformum um valfrjálst tilboð,“ segir í tilkynningunni. Eftirfarandi hafi komið fram í tilkynningu frá BBL 212 og yfirtökuhópnum: „Áform og framtíðarsýn yfirtökuhópsins hafa fengið góðar viðtökur hluthafa félagsins, en eftir samtöl við hluthafa hefur komið fram að vilji margra er að Play hafi hlutabréf sín áfram skráð á aðalmarkað. Í ljósi framangreinds hefur yfirtökuhópurinn tekið ákvörðun um að falla frá áformum um að gera valfrjálst yfirtökutilboð í hlutabréf félagsins, en mun áfram styðja við félagið í komandi vegferð, sem einhugur er um meðal hluthafa félagsins.“ Í fréttatilkynningu frá Play segir að félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 20 milljónum Bandaríkjadala, eða andvirði um 2,425 milljónum króna. Fjármögnunin verði í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Stærstu eigendur félagsins og aðrir íslenskir fjárfestar verði meðal þeirra sem taka þátt í fjármögnuninni. „Er það skýr stuðningsyfirlýsing við áframhaldandi uppbyggingu Play og breytingar sem boðaðar hafa verið á viðskiptalíkani félagsins,“ segir í tilkynningu. Breytingarnar sem boðaðar hafa verið eru eftirfarandi: Gott framboð verði til sólarlandastaða og vinsælla borga meðal Íslendinga. Fjórar flugvélar sinni flugi frá Íslandi. Vélarnar fjórar verði áfram rauðar, áhafnir frá Íslandi og á íslenskum kjarasamningum. Hinar sex vélarnar verði leigðar í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025 og borgaráfangastöðum í Norður-Evrópu fækkað. Flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi og íslenska flugrekstrarleyfinu skilað. Á sama tíma verði líkt og fyrr segir fallið frá boðuðu yfirtökutilboði í allt hlutafé. „Við áttum mörg góð samtöl við hluthafa þar sem þeir lýstu yfir miklum vilja til að hafa félagið áfram skráð á aðalmarkaði Kauphallar. Þess vegna var þessi leið farin við útfærslu á fjármögnun félagsins. Félagið hefur þess í stað safnað áskriftarloforðum að breytanlegu skuldabréfi að upphæð 2.425 m.kr. Þessi niðurstaða er skýr stuðningsyfirlýsing við áætlanir félagsins og áframhaldandi uppbyggingu. Viðbrögðin við nýju viðskiptamódeli eru góð og það er ánægjulegt að sjá aukið vægi stofnanafjárfesta í þessari fjármögnunarlotu. Við höfum nú þegar séð jákvæð áhrif breytts viðskiptalíkans á rekstur félagsins þar sem við einblínum á flugleiðir sem skila góðri afkomu og leigjum út þotur í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Við ætlum að byggja upp öflugt og gott flugfélag sem Íslendingar velja og höldum ótrauð áfram á þeirri braut,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play. Fréttin hefur verið uppfærð. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Play til kauphallar. Þann 10. júní tilkynnti Fly Play hf. að félaginu hafi borist tilkynning frá félaginu BBL 212 ehf., þess efnis BBL 212 ehf. og yfirtökuhópur, sem leiddur er af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni, að yfirtökuhópurinn hygðist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. „Play hefur borist tilkynning frá BBL 212 ehf. og yfirtökuhópnum um að fallið sé frá áformum um valfrjálst tilboð,“ segir í tilkynningunni. Eftirfarandi hafi komið fram í tilkynningu frá BBL 212 og yfirtökuhópnum: „Áform og framtíðarsýn yfirtökuhópsins hafa fengið góðar viðtökur hluthafa félagsins, en eftir samtöl við hluthafa hefur komið fram að vilji margra er að Play hafi hlutabréf sín áfram skráð á aðalmarkað. Í ljósi framangreinds hefur yfirtökuhópurinn tekið ákvörðun um að falla frá áformum um að gera valfrjálst yfirtökutilboð í hlutabréf félagsins, en mun áfram styðja við félagið í komandi vegferð, sem einhugur er um meðal hluthafa félagsins.“ Í fréttatilkynningu frá Play segir að félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 20 milljónum Bandaríkjadala, eða andvirði um 2,425 milljónum króna. Fjármögnunin verði í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Stærstu eigendur félagsins og aðrir íslenskir fjárfestar verði meðal þeirra sem taka þátt í fjármögnuninni. „Er það skýr stuðningsyfirlýsing við áframhaldandi uppbyggingu Play og breytingar sem boðaðar hafa verið á viðskiptalíkani félagsins,“ segir í tilkynningu. Breytingarnar sem boðaðar hafa verið eru eftirfarandi: Gott framboð verði til sólarlandastaða og vinsælla borga meðal Íslendinga. Fjórar flugvélar sinni flugi frá Íslandi. Vélarnar fjórar verði áfram rauðar, áhafnir frá Íslandi og á íslenskum kjarasamningum. Hinar sex vélarnar verði leigðar í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025 og borgaráfangastöðum í Norður-Evrópu fækkað. Flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi og íslenska flugrekstrarleyfinu skilað. Á sama tíma verði líkt og fyrr segir fallið frá boðuðu yfirtökutilboði í allt hlutafé. „Við áttum mörg góð samtöl við hluthafa þar sem þeir lýstu yfir miklum vilja til að hafa félagið áfram skráð á aðalmarkaði Kauphallar. Þess vegna var þessi leið farin við útfærslu á fjármögnun félagsins. Félagið hefur þess í stað safnað áskriftarloforðum að breytanlegu skuldabréfi að upphæð 2.425 m.kr. Þessi niðurstaða er skýr stuðningsyfirlýsing við áætlanir félagsins og áframhaldandi uppbyggingu. Viðbrögðin við nýju viðskiptamódeli eru góð og það er ánægjulegt að sjá aukið vægi stofnanafjárfesta í þessari fjármögnunarlotu. Við höfum nú þegar séð jákvæð áhrif breytts viðskiptalíkans á rekstur félagsins þar sem við einblínum á flugleiðir sem skila góðri afkomu og leigjum út þotur í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Við ætlum að byggja upp öflugt og gott flugfélag sem Íslendingar velja og höldum ótrauð áfram á þeirri braut,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play. Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira