Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. júlí 2025 07:03 Vægast sagt mjög sérstakt er að heyra forystumenn Viðreisnar tala um það að þjóðin eigi að fá sanngjarna greiðslu fyrir afnot af auðlind Íslandsmiða á sama tíma og meginmarkmið flokksins er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem meðal annars fæli í sér að valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga færðist til stofnana þess. Þar á meðal ákvarðanir um það hverjir mættu veiða á miðunum í kringum landið sem yrðu þar með aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þar á meðal um sjávarútvegsmál. Þannig yrði vægi okkar á þingi sambandsins á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan margfalt verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun Evrópusambandsins, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði svonefnt sæti við borðið. Með öðrum orðum stenzt málflutningur Viðreisnar í þessum efnum ljóslega enga skoðun. Vangaveltur voru fyrir vikið uppi í umræðum á Alþingi á dögunum hvort frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um veiðigjöld tengdust þessu meginstefnumáli flokksins. Hvort markmiðið með frumvarpinu væri að grafa undan rekstri sjávarútvegsfyrirtækja svo auðveldara yrði að sannfæra landsmenn um að ganga í Evrópusambandið. Vangaveltur í þessum efnum eru ekki aðeins skiljanlegar í ljósi þess hversu illa hefur augljóslega verið staðið að frumvarpi ráðherrans þegar kemur að efnahagslegum forsendum þess, í því skyni að reyna að réttlæta stóraukna skattlagningu á sjávarútvegsfyrirtæki, heldur einnig í ljósi þess að Evrópusambandssinnar hafa lengi litið á efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegarins sem stóra hindrun í vegi þess að hægt verði að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Til að mynda hlökkuðu ófáir Evrópusambandssinnar beinlínis yfir því í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 þegar vægi fjármálageirans fyrir þjóðarbúið varð um tíma meira en sjávarútvegarins. Var rætt opinskátt um það í þeirra röðum að ganga myndi betur að koma Íslandi inn í Evrópusambandið þar sem sjávarútvegurinn hefði minna efnahagslegt vægi en áður. Ekki þótti skemma fyrir að svonefndir útrásarvíkingar voru upp til hópa hlynntir inngöngu í sambandið. Hafa má í huga í þessu sambandi að sjávarútvegsfyrirtæki innan Evrópusambandsins greiða engin veiðigjöld. Þvert á móti er ósjálfbær rekstur þeirra styrktur úr vösum skattgreiðenda. Hugsunin virðist vera sú að veikari rekstrargrundvöllur íslenzks sjávarútvegs muni mögulega gera hann ginnkeyptari fyrir því að verða hluti af niðurgreiddum sjávarútvegi sambandsins. Eins og reynt hefur til dæmis verið að freista landbúnaðarins með vísan til niðurgreiðslna innan þess. Mikilvægt er í öllu falli að hafa ávallt í huga þegar Viðreisn er annars vegar að flokkurinn var beinlínis stofnaður í þeim tilgangi að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál hans taka mið af því. Þá annað hvort sem liður í því að greiða fyrir inngöngu í sambandið eða standa allavega ekki í vegi hennar. Landbúnaðarstefna Viðreisnar gengur til dæmis út á aðlögum að fyrirkomulagi Evrópusambandsins og sama á við um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Vægast sagt mjög sérstakt er að heyra forystumenn Viðreisnar tala um það að þjóðin eigi að fá sanngjarna greiðslu fyrir afnot af auðlind Íslandsmiða á sama tíma og meginmarkmið flokksins er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem meðal annars fæli í sér að valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga færðist til stofnana þess. Þar á meðal ákvarðanir um það hverjir mættu veiða á miðunum í kringum landið sem yrðu þar með aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þar á meðal um sjávarútvegsmál. Þannig yrði vægi okkar á þingi sambandsins á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan margfalt verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun Evrópusambandsins, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði svonefnt sæti við borðið. Með öðrum orðum stenzt málflutningur Viðreisnar í þessum efnum ljóslega enga skoðun. Vangaveltur voru fyrir vikið uppi í umræðum á Alþingi á dögunum hvort frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um veiðigjöld tengdust þessu meginstefnumáli flokksins. Hvort markmiðið með frumvarpinu væri að grafa undan rekstri sjávarútvegsfyrirtækja svo auðveldara yrði að sannfæra landsmenn um að ganga í Evrópusambandið. Vangaveltur í þessum efnum eru ekki aðeins skiljanlegar í ljósi þess hversu illa hefur augljóslega verið staðið að frumvarpi ráðherrans þegar kemur að efnahagslegum forsendum þess, í því skyni að reyna að réttlæta stóraukna skattlagningu á sjávarútvegsfyrirtæki, heldur einnig í ljósi þess að Evrópusambandssinnar hafa lengi litið á efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegarins sem stóra hindrun í vegi þess að hægt verði að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Til að mynda hlökkuðu ófáir Evrópusambandssinnar beinlínis yfir því í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 þegar vægi fjármálageirans fyrir þjóðarbúið varð um tíma meira en sjávarútvegarins. Var rætt opinskátt um það í þeirra röðum að ganga myndi betur að koma Íslandi inn í Evrópusambandið þar sem sjávarútvegurinn hefði minna efnahagslegt vægi en áður. Ekki þótti skemma fyrir að svonefndir útrásarvíkingar voru upp til hópa hlynntir inngöngu í sambandið. Hafa má í huga í þessu sambandi að sjávarútvegsfyrirtæki innan Evrópusambandsins greiða engin veiðigjöld. Þvert á móti er ósjálfbær rekstur þeirra styrktur úr vösum skattgreiðenda. Hugsunin virðist vera sú að veikari rekstrargrundvöllur íslenzks sjávarútvegs muni mögulega gera hann ginnkeyptari fyrir því að verða hluti af niðurgreiddum sjávarútvegi sambandsins. Eins og reynt hefur til dæmis verið að freista landbúnaðarins með vísan til niðurgreiðslna innan þess. Mikilvægt er í öllu falli að hafa ávallt í huga þegar Viðreisn er annars vegar að flokkurinn var beinlínis stofnaður í þeim tilgangi að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál hans taka mið af því. Þá annað hvort sem liður í því að greiða fyrir inngöngu í sambandið eða standa allavega ekki í vegi hennar. Landbúnaðarstefna Viðreisnar gengur til dæmis út á aðlögum að fyrirkomulagi Evrópusambandsins og sama á við um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun