Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Árni Sæberg og Auðun Georg Ólafsson skrifa 9. júlí 2025 13:23 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Fannar „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. Hæstiréttur staðfesti í morgun dóm héraðsdóms um ógildingu virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Er Hvammsvirkjun þá út úr myndinni? „Nei, það er alls ekki þannig. Það eru bara ágallar í málsmeðferðinni. Þetta snýr ekki að framkvæmdinni sem slíkri heldur þeim leyfisveitingum sem stjórnvöld standa að og hverjum sé heimilt að veita leyfi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, í samtali við fréttastofu. Sækja þurfi um nýtt leyfi Hörður segir að Landsvirkjun muni nú leggjast yfir dóminn en líklegast sé að sækja þurfi um nýtt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. „Alþingi hefur breytt lögunum núna sem eru í þeim anda sem stjórnvöld vilja þannig að Umhverfisstofnun er heimilt að veita breytingum á svokölluðu vatnshloti. Ef þessi túlkun er, sem staðfest er af Hæstarétti, þá væri í raun útilokað að framkvæmda allar vatnsaflsvirkjanir og allar stærri framkvæmdir á Íslandi svo sem brúarframkvæmdir eða vegaframkvæmdir. Það er mjög mikilvægt að Alþingi greip hratt inn í og breytti lögunum en þessi dómur er á grundvelli eldri laga.“ Dómurinn sé ekki stefnumarkandi varðandi aðrar framkvæmdir sem eru á teikniborðinu, enda hafi lögunum þegar verið breytt. „Þetta veldur enn og aftur töfum á þessu mikilvæga verkefni fyrir samfélagið. Skaðinn er mestur fyrir samfélagið þar sem mikil þörf er fyrir orku og þetta mun hafa mjög neikvæð áhrif á ýmsan atvinnurekstur.“ Búast megi við umtalsverðum seinkunum Hörður segir Landsvirkjun eigi eftir að meta hversu lengi niðurstaða Hæstaréttar muni tefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Hrósa beri stjórnvöldum, sérstaklega umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fyrir að hafa stigið hratt inn og breytt lögunum, svo að ný leyfisveiting geti, vonandi, gengið hratt fyrir sig. Þær lagabreytingar hafi þó ekki getað haft áhrif á dóm Hæstaréttar, enda geti lög eftir á ekki breytt neinu. Því miður megi búast við umtalsverðum töfum á framkvæmdum. „Það þarf að sækja um virkjunarleyfi aftur og svo framkvæmdarleyfi í kjölfarið á því. Það er líka heimild, sem sett voru í lögin, sem við munum nýta okkur til að sækja um bráðabirgðarleyfi. Það mun eingöngu verða til þess að lágmarka það tjón sem við verðum fyrir svo við getum lokið þeim undirbúningsframkvæmdum sem við erum með núna. Það verða umtalsverðar seinkanir, en hversu miklar á bara eftir að koma í ljós. Vilji Alþingis er þó algjörlega skýr og sjaldan verið jafn mikill stuðningur við nokkra framkvæmd eins og þessa sem hefur líka verið rannsökuð í þaula. Það er ekki verið að hafna virkjuninni vegna ágalla á henni heldur á grundvelli ágalla í leyfisveitingarferlinu sem því miður hefur verið innleitt á Íslandi og ekki vandað nógu vel til.“ Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í morgun dóm héraðsdóms um ógildingu virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Er Hvammsvirkjun þá út úr myndinni? „Nei, það er alls ekki þannig. Það eru bara ágallar í málsmeðferðinni. Þetta snýr ekki að framkvæmdinni sem slíkri heldur þeim leyfisveitingum sem stjórnvöld standa að og hverjum sé heimilt að veita leyfi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, í samtali við fréttastofu. Sækja þurfi um nýtt leyfi Hörður segir að Landsvirkjun muni nú leggjast yfir dóminn en líklegast sé að sækja þurfi um nýtt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. „Alþingi hefur breytt lögunum núna sem eru í þeim anda sem stjórnvöld vilja þannig að Umhverfisstofnun er heimilt að veita breytingum á svokölluðu vatnshloti. Ef þessi túlkun er, sem staðfest er af Hæstarétti, þá væri í raun útilokað að framkvæmda allar vatnsaflsvirkjanir og allar stærri framkvæmdir á Íslandi svo sem brúarframkvæmdir eða vegaframkvæmdir. Það er mjög mikilvægt að Alþingi greip hratt inn í og breytti lögunum en þessi dómur er á grundvelli eldri laga.“ Dómurinn sé ekki stefnumarkandi varðandi aðrar framkvæmdir sem eru á teikniborðinu, enda hafi lögunum þegar verið breytt. „Þetta veldur enn og aftur töfum á þessu mikilvæga verkefni fyrir samfélagið. Skaðinn er mestur fyrir samfélagið þar sem mikil þörf er fyrir orku og þetta mun hafa mjög neikvæð áhrif á ýmsan atvinnurekstur.“ Búast megi við umtalsverðum seinkunum Hörður segir Landsvirkjun eigi eftir að meta hversu lengi niðurstaða Hæstaréttar muni tefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Hrósa beri stjórnvöldum, sérstaklega umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fyrir að hafa stigið hratt inn og breytt lögunum, svo að ný leyfisveiting geti, vonandi, gengið hratt fyrir sig. Þær lagabreytingar hafi þó ekki getað haft áhrif á dóm Hæstaréttar, enda geti lög eftir á ekki breytt neinu. Því miður megi búast við umtalsverðum töfum á framkvæmdum. „Það þarf að sækja um virkjunarleyfi aftur og svo framkvæmdarleyfi í kjölfarið á því. Það er líka heimild, sem sett voru í lögin, sem við munum nýta okkur til að sækja um bráðabirgðarleyfi. Það mun eingöngu verða til þess að lágmarka það tjón sem við verðum fyrir svo við getum lokið þeim undirbúningsframkvæmdum sem við erum með núna. Það verða umtalsverðar seinkanir, en hversu miklar á bara eftir að koma í ljós. Vilji Alþingis er þó algjörlega skýr og sjaldan verið jafn mikill stuðningur við nokkra framkvæmd eins og þessa sem hefur líka verið rannsökuð í þaula. Það er ekki verið að hafna virkjuninni vegna ágalla á henni heldur á grundvelli ágalla í leyfisveitingarferlinu sem því miður hefur verið innleitt á Íslandi og ekki vandað nógu vel til.“
Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira