Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 10. júlí 2025 07:03 Nú liggja fyrir áform frá heilbrigðisráðherra sem munu skerða verulega valfrelsi neytenda þegar kemur að nikótínvörum. Nái þau fram að ganga verða nikótín- og tóbaksvörur færðar undir eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Samkvæmt áformunum mun sú heildarlöggjöf leiða til þess að takmarkanir verða settar á bragðefni sem talin eru höfða til barna auk þess sem netsala með nikótínvörur verður bönnuð. Áform ráðherra hefðu neikvæð áhrif á valfrelsi fjölda neytenda á sama tíma og óljóst er hvort þau nái því markmiði að takmarka neyslu. Nikótín og tóbak sitthvor hluturinn Einkennilegt er að fella nikótínvörur, sem ekki innihalda tóbak, undir sömu löggjöf og hefðbundnar tóbaksvörur. Nikótínvörur eru skaðminni en tóbaksvörur og fjöldi fólks hefur nýtt sér þær til að hætta að reykja eða neyta annara tegunda tóbaks. Löggjöfin ætti að endurspegla að nikótínvörur eru skaðminni valkostur, en ekki leggja þær að jöfnu við tóbaksvörur. Þannig er tryggt að til staðar sé hvati fyrir einstaklinga að kjósa skaðminni valkost en hefðbundna tóbaksvöru. Núverandi áform taka aftur móti ekki mið af þessum sjónarmiðum. Hvaða bragðefni höfða til barna? Óljóst er af áformum ráðherra hvaða bragðefni eru talin höfða sérstaklega til barna og hvergi er það skýrt nánar. Neytendur nikótínvara eru því í óvissu um hvort fyrirhugaðar takmarkanir nái til þeirra vara sem þeir kjósa að neyta eða ekki. Af áformunum virðist einnig sem nikótínlyf megi áfram vera seld með bragðefnum sem ráðherra gæti talið að höfði til barna. Samkvæmt áformunum gæti nikótíntyggjó með ávaxtabragði þannig áfram hlotið náð í augum ráðherra en nikótínpúði með sama bragði verið bannaður. Þá verður það að teljast sérstakt að ráðherrann telji nauðsynlegt að takmarka sérstaklega aðgengi að bragðefnum sem hann telur höfða til barna, í ljósi þess að sala á nikótínvörum til barna er nú þegar ólögleg. Netverslunarbann óráðlegt Loks má finna í áformunum bann við netverslun með nikótínvörur. Slíkt bann fæli í sér umtalsvert inngrip í verslunarfrelsi þar sem að um væri að ræða bann á lögmæt viðskipti með löglegar vörur. Bannið myndi þó ekki ná til netverslana utan Íslands, svo neytendur á Íslandi gætu enn keypt nikótínvörur með löglegum brögðum frá erlendum netverslunum og fengið afhentar á Íslandi. Reynslan af netsölu með áfengi sýnir að séríslenskt bann þýðir einfaldlega að erlendir netsöluaðilar taka yfir slíka þjónustu á kostnað þeirra innlendu. Netverslunarbannið væri því fyrst og fremst til þess fallið að veikja samkeppnisstöðu innlendra söluaðila gagnvart þeim erlendu og takmarka frelsi einstaklinga til að eiga í viðskiptum með þeim hætti sem þeir kjósa. Notum aðferðir sem virka Sé markmið heilbrigðisráðherra að draga úr neyslu á nikótínvörum ætti hann að líta til þess árangurs sem náðst hefur í að draga úr tóbaksneyslu hér á landi. Sá árangur náðist einna helst með aukinni fræðslu, þar sem áhersla var lögð á að upplýsa einstaklinga um skaðleg áhrif tóbaks, en nikótínvörur og nikótínlyf eiga einnig stóran þátt í þeim árangri. Undirritaður hvetur heilbrigðisráðherra til að taka áformin til endurskoðunar og hverfa af braut boða og banna, sérstaklega þar sem um er að ræða tilviljanakennd og marklaus bönn. Fræðsla og upplýsing eru líklegri til að stuðla að auknu heilbrigði þjóðarinnar. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nikótínpúðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir áform frá heilbrigðisráðherra sem munu skerða verulega valfrelsi neytenda þegar kemur að nikótínvörum. Nái þau fram að ganga verða nikótín- og tóbaksvörur færðar undir eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Samkvæmt áformunum mun sú heildarlöggjöf leiða til þess að takmarkanir verða settar á bragðefni sem talin eru höfða til barna auk þess sem netsala með nikótínvörur verður bönnuð. Áform ráðherra hefðu neikvæð áhrif á valfrelsi fjölda neytenda á sama tíma og óljóst er hvort þau nái því markmiði að takmarka neyslu. Nikótín og tóbak sitthvor hluturinn Einkennilegt er að fella nikótínvörur, sem ekki innihalda tóbak, undir sömu löggjöf og hefðbundnar tóbaksvörur. Nikótínvörur eru skaðminni en tóbaksvörur og fjöldi fólks hefur nýtt sér þær til að hætta að reykja eða neyta annara tegunda tóbaks. Löggjöfin ætti að endurspegla að nikótínvörur eru skaðminni valkostur, en ekki leggja þær að jöfnu við tóbaksvörur. Þannig er tryggt að til staðar sé hvati fyrir einstaklinga að kjósa skaðminni valkost en hefðbundna tóbaksvöru. Núverandi áform taka aftur móti ekki mið af þessum sjónarmiðum. Hvaða bragðefni höfða til barna? Óljóst er af áformum ráðherra hvaða bragðefni eru talin höfða sérstaklega til barna og hvergi er það skýrt nánar. Neytendur nikótínvara eru því í óvissu um hvort fyrirhugaðar takmarkanir nái til þeirra vara sem þeir kjósa að neyta eða ekki. Af áformunum virðist einnig sem nikótínlyf megi áfram vera seld með bragðefnum sem ráðherra gæti talið að höfði til barna. Samkvæmt áformunum gæti nikótíntyggjó með ávaxtabragði þannig áfram hlotið náð í augum ráðherra en nikótínpúði með sama bragði verið bannaður. Þá verður það að teljast sérstakt að ráðherrann telji nauðsynlegt að takmarka sérstaklega aðgengi að bragðefnum sem hann telur höfða til barna, í ljósi þess að sala á nikótínvörum til barna er nú þegar ólögleg. Netverslunarbann óráðlegt Loks má finna í áformunum bann við netverslun með nikótínvörur. Slíkt bann fæli í sér umtalsvert inngrip í verslunarfrelsi þar sem að um væri að ræða bann á lögmæt viðskipti með löglegar vörur. Bannið myndi þó ekki ná til netverslana utan Íslands, svo neytendur á Íslandi gætu enn keypt nikótínvörur með löglegum brögðum frá erlendum netverslunum og fengið afhentar á Íslandi. Reynslan af netsölu með áfengi sýnir að séríslenskt bann þýðir einfaldlega að erlendir netsöluaðilar taka yfir slíka þjónustu á kostnað þeirra innlendu. Netverslunarbannið væri því fyrst og fremst til þess fallið að veikja samkeppnisstöðu innlendra söluaðila gagnvart þeim erlendu og takmarka frelsi einstaklinga til að eiga í viðskiptum með þeim hætti sem þeir kjósa. Notum aðferðir sem virka Sé markmið heilbrigðisráðherra að draga úr neyslu á nikótínvörum ætti hann að líta til þess árangurs sem náðst hefur í að draga úr tóbaksneyslu hér á landi. Sá árangur náðist einna helst með aukinni fræðslu, þar sem áhersla var lögð á að upplýsa einstaklinga um skaðleg áhrif tóbaks, en nikótínvörur og nikótínlyf eiga einnig stóran þátt í þeim árangri. Undirritaður hvetur heilbrigðisráðherra til að taka áformin til endurskoðunar og hverfa af braut boða og banna, sérstaklega þar sem um er að ræða tilviljanakennd og marklaus bönn. Fræðsla og upplýsing eru líklegri til að stuðla að auknu heilbrigði þjóðarinnar. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun