Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar 10. júlí 2025 17:33 Það er mikil ólga í heimsmálunum og pólitíkinni, bæði hér heima og erlendis. Við sjáum algera umpólun í samfélögum og skýr merki eru um að fólk sé orðið þreytt á umburðarlyndi. Margir upplifa að það umburðarlyndi sem vestræn samfélög hafa sýnt í garð ýmissa minnihlutahópa hafi verið misnotað og sé farið að snúast upp í andhverfu sína. Afstaða til flóttafólks, innflytjenda, samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa er orðin neikvæðari en nokkru sinni fyrr. Við höfum fjarlægst grunngildi okkar sem samfélag. Atriði eins og tenging við Kristna trú og uppbyggileg fjölskyldugildi hafa horfið úr okkar samfélagi í nafni umburðarlyndis, sem margir eru alls ekki sáttir við. Öll samfélög hafa ákveðin þolmörk og þegar á þau þolmörk reynir getur orðið afturhvarf í réttindabaráttu og gott dæmi um það er baráttan fyrir réttindum samkynhneigðra. Undanfarin ár hefur sú barátta snúist meira um réttindabaráttu annarra samfélagshópa sem að mínu mati á ekkert skylt við kynhneigð, eins og blæti og BDSM sem snýr meira að kynlífi einstaklinga frekar en kynhneigð. Sums staðar virðast fjarlæg málefni hafa hengt vagn sinn aftan í þessa baráttu eins og t.d. málefni Palestínu. Ég tel að slíkt eigi ekkert erindi með réttindabaráttu samkynhneigðra og er í reynd algjörlega til þess fallið að auka á ranghugmyndir í samfélaginu um samkynhneigð. Þessi samþætting sem hefur átt sér stað í réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra hópa hefur leitt af sér bakslag í viðhorfi samfélagsins til sjálfsagðra réttinda. Aukinn þrýstingur um frelsi og viðurkenningu fyrir réttindum í síauknum mæli á sviðum sem hafa ekkert með kynhneigð að gera, hefur orðið til þess að fólki þykir nóg um. Hér hlýtur þetta að snúast um jafnvægi og að skilja að hver og einn einstaklingur á að geta gert það sem honum finnst rétt, svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Við sem þekkjum réttindabaráttu verðum að átta okkur á að það er ekki endalaust hægt að ganga á grunngildi annarra án málamiðlana. Við sjáum þetta einnig í innflytjendamálum. Samfélög sem heimila óhindraðan aðgang innflytjenda og flóttamanna án kröfu um aðlögun að samfélaginu eru komin í öngstræti og þar hefur t.a.m. ofbeldi aukist. Jafnvægi er alltaf lykilinn í þessu. Hér á Íslandi er hlutfall innflytjenda miðað við höfðatölu með því hærra sem þekkist í Evrópu og það er mikið á litla þjóð lagt í þeim efnum. Er hér verið að vísa til mannúðar en það er til lítils ef stórum hluta þjóðarinnar finnst það vera gert á sinn kostnað. Slíkt ástand hjálpar engum og þá sérstaklega ekki þeim sem eru í leit að betra lífi. Það er ekki hægt að ætlast til að þjóðfélag eins og okkar sé tilbúið að fara í breytingar vegna þess að fámennir hópar kalli eftir því eða að það sé talið eðlilegt vegna stjórnmála- eða trúarskoðana þeirra. Hér þarf jafnvægi. Nýlegt dæmi er hvernig borginni er stjórnað af hópi stjórnmálamanna sem horfa til þess að við sem búum í samfélagi óblíðrar veðráttu og mikilla vegalengda eigum að tileinka okkur bíllausan lífsstíl. Ein birtingarmynd þess er sú að nýbyggingar eru annað hvort byggðar með engum bílastæðum eða það fáum að það er bara brotabrot af íbúum sem getur eignast bílastæði því þau eru fyrir vikið svo dýr. Allt þetta tal um þéttingu byggðar og borgalínu hefur í rauninni bara aukið kostnað þannig að í reynd eru það þau efnaminni sem lúta í lægri haldi í öllu bullinu. Hrokinn er svo mikill ofan á allt að þegar talað er fyrir málamiðlun í þessum efnum þá er borgurunum gefið langt nef og svarað með yfirlæti. Allt í nafni breytinga til hins betra. Á sama tíma eru stjórnvöld í öflugasta ríki heims, Bandaríkjunum, farin að draga úr kröfum um breytingar og sýna jafnvægi í umhverfishyggju. Lítil þjóð eins og Ísland má sín lítils þegar stærri þjóðir eru ekki á sama báti. Þá virðast stjórnvöld líka vera algjörlega úr takti við stóran hluta þjóðarinnar þegar kemur að áherslum í málaflokkum eins og heilbrigðismálum. Áherslur stjórnvalda í þeim geira eru óskiljanlegar. Útþensla í alls konar verkefni hingað og þangað eru þessari litlu þjóð ofviða og löngu kominn tími til að forgangsraðað verði raunverulega í þágu heilbrigðismála, menntamála og löggæslu. Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hef áhyggjur af því hvert við erum að stefna og hvernig ástandið er á mörgum sviðum þessa samfélags. Við verðum að huga að okkar eigin grunngildum og varðveislu þeirra. Við erum lítil þjóð með stórt hjarta en verðum að gæta þess að fara ekki fram úr okkur í mikilmennsku. Því miður virðast margir stjórnmálamenn ekki átta sig á þessu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mannréttindi Jafnréttismál Borgarstjórn Heilbrigðismál Hinsegin Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Það er mikil ólga í heimsmálunum og pólitíkinni, bæði hér heima og erlendis. Við sjáum algera umpólun í samfélögum og skýr merki eru um að fólk sé orðið þreytt á umburðarlyndi. Margir upplifa að það umburðarlyndi sem vestræn samfélög hafa sýnt í garð ýmissa minnihlutahópa hafi verið misnotað og sé farið að snúast upp í andhverfu sína. Afstaða til flóttafólks, innflytjenda, samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa er orðin neikvæðari en nokkru sinni fyrr. Við höfum fjarlægst grunngildi okkar sem samfélag. Atriði eins og tenging við Kristna trú og uppbyggileg fjölskyldugildi hafa horfið úr okkar samfélagi í nafni umburðarlyndis, sem margir eru alls ekki sáttir við. Öll samfélög hafa ákveðin þolmörk og þegar á þau þolmörk reynir getur orðið afturhvarf í réttindabaráttu og gott dæmi um það er baráttan fyrir réttindum samkynhneigðra. Undanfarin ár hefur sú barátta snúist meira um réttindabaráttu annarra samfélagshópa sem að mínu mati á ekkert skylt við kynhneigð, eins og blæti og BDSM sem snýr meira að kynlífi einstaklinga frekar en kynhneigð. Sums staðar virðast fjarlæg málefni hafa hengt vagn sinn aftan í þessa baráttu eins og t.d. málefni Palestínu. Ég tel að slíkt eigi ekkert erindi með réttindabaráttu samkynhneigðra og er í reynd algjörlega til þess fallið að auka á ranghugmyndir í samfélaginu um samkynhneigð. Þessi samþætting sem hefur átt sér stað í réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra hópa hefur leitt af sér bakslag í viðhorfi samfélagsins til sjálfsagðra réttinda. Aukinn þrýstingur um frelsi og viðurkenningu fyrir réttindum í síauknum mæli á sviðum sem hafa ekkert með kynhneigð að gera, hefur orðið til þess að fólki þykir nóg um. Hér hlýtur þetta að snúast um jafnvægi og að skilja að hver og einn einstaklingur á að geta gert það sem honum finnst rétt, svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Við sem þekkjum réttindabaráttu verðum að átta okkur á að það er ekki endalaust hægt að ganga á grunngildi annarra án málamiðlana. Við sjáum þetta einnig í innflytjendamálum. Samfélög sem heimila óhindraðan aðgang innflytjenda og flóttamanna án kröfu um aðlögun að samfélaginu eru komin í öngstræti og þar hefur t.a.m. ofbeldi aukist. Jafnvægi er alltaf lykilinn í þessu. Hér á Íslandi er hlutfall innflytjenda miðað við höfðatölu með því hærra sem þekkist í Evrópu og það er mikið á litla þjóð lagt í þeim efnum. Er hér verið að vísa til mannúðar en það er til lítils ef stórum hluta þjóðarinnar finnst það vera gert á sinn kostnað. Slíkt ástand hjálpar engum og þá sérstaklega ekki þeim sem eru í leit að betra lífi. Það er ekki hægt að ætlast til að þjóðfélag eins og okkar sé tilbúið að fara í breytingar vegna þess að fámennir hópar kalli eftir því eða að það sé talið eðlilegt vegna stjórnmála- eða trúarskoðana þeirra. Hér þarf jafnvægi. Nýlegt dæmi er hvernig borginni er stjórnað af hópi stjórnmálamanna sem horfa til þess að við sem búum í samfélagi óblíðrar veðráttu og mikilla vegalengda eigum að tileinka okkur bíllausan lífsstíl. Ein birtingarmynd þess er sú að nýbyggingar eru annað hvort byggðar með engum bílastæðum eða það fáum að það er bara brotabrot af íbúum sem getur eignast bílastæði því þau eru fyrir vikið svo dýr. Allt þetta tal um þéttingu byggðar og borgalínu hefur í rauninni bara aukið kostnað þannig að í reynd eru það þau efnaminni sem lúta í lægri haldi í öllu bullinu. Hrokinn er svo mikill ofan á allt að þegar talað er fyrir málamiðlun í þessum efnum þá er borgurunum gefið langt nef og svarað með yfirlæti. Allt í nafni breytinga til hins betra. Á sama tíma eru stjórnvöld í öflugasta ríki heims, Bandaríkjunum, farin að draga úr kröfum um breytingar og sýna jafnvægi í umhverfishyggju. Lítil þjóð eins og Ísland má sín lítils þegar stærri þjóðir eru ekki á sama báti. Þá virðast stjórnvöld líka vera algjörlega úr takti við stóran hluta þjóðarinnar þegar kemur að áherslum í málaflokkum eins og heilbrigðismálum. Áherslur stjórnvalda í þeim geira eru óskiljanlegar. Útþensla í alls konar verkefni hingað og þangað eru þessari litlu þjóð ofviða og löngu kominn tími til að forgangsraðað verði raunverulega í þágu heilbrigðismála, menntamála og löggæslu. Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hef áhyggjur af því hvert við erum að stefna og hvernig ástandið er á mörgum sviðum þessa samfélags. Við verðum að huga að okkar eigin grunngildum og varðveislu þeirra. Við erum lítil þjóð með stórt hjarta en verðum að gæta þess að fara ekki fram úr okkur í mikilmennsku. Því miður virðast margir stjórnmálamenn ekki átta sig á þessu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar