Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar 11. júlí 2025 08:32 Sumarfríið er tíminn þegar fjölskyldan fer í ferðalög, nýtur útivistar og gleymir dagatalinu. Sumarið er líka frábær tími til að efla fjármálalæsi barna og unglinga – án þess að það verði nokkurn tímann leiðinlegt. Nefni hér fimm atriði: Hvað kostar fríið? Getur verið dýrt - en ómetanlegt Af hverju ekki að ræða við börnin hvað bensínlítrinn kostar og hversu langt bíllinn kemst á einum tanki? Þetta getur orðið að skemmtilegu stærðfræðidæmi í bílnum: „Hvað kostar að keyra til Akureyrar?“ Stærðfræðin verður hagnýt og lifandi. Verðvitund og gjaldmiðlar Ef ferðinni er heitið út fyrir landsteinana má nýta tækifærið til að kynna börnunum erlenda gjaldmiðla. Láttu þau fylgjast með hvernig gengið breytist og hvað hlutirnir kosta í íslenskum krónum. Fáðu þau með í að ákveða: „Hvað ætlum við að eyða mikið á dag í ís, pizzur eða skemmtigarða?“ Það er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að fá að taka þátt í ákvörðunum og sjá hvernig peningar nýtast best. Þakklæti og meðvitund Ekki gleyma að ræða við börnin hvað það er mikils virði að fá að fara í frí. Það er ekki sjálfgefið – og með því að ræða þetta má efla þakklæti og meðvitund um að peningar eru ekki bara til að eyða heldur líka til að meta það sem þeir gera mögulegt. Sumarvinna = sjálfstæði Fyrir unglingana má fríið líka nýtast sem inngangur að fjárhagslegu sjálfstæði. Margir vinna sumarstörf og læra þannig að vinna fyrir eigin peningum og jafnframt að taka ákvarðanir um sparnað og eyðslu. Það getur verið gott að ræða við þau um markmið með peningunum: „Langar þig að spara fyrir tölvu, ferðalagi eða kannski ökunámi?“ Markmið gera sparnaðinn meira spennandi og þá er hægt að velta upp hver sé árangursríkasta leiðin. Týnt eða skemmt og tryggingar! Sumarfríinu fylgir líka ákveðin áhætta, nýtt umhverfi, vatnsleikir og fleira. Ef barnið týnir símanum, eða missir heyrnartólin í Atlantshafið, þá er ágætt að ræða að tryggingar koma oft að góðum notum, en þeim fylgir líka ákveðinn kostnaður í formi sjálfsábyrgðar. Þetta er kjörið tækifæri til að ræða hvernig tryggingar virka. Fjármál í fríi – án þess að verða leiðinleg... Það þarf ekki að setjast niður með excel-skjal til að kenna fjármálalæsi. Það er nóg að nýta tækifærin sem felast í daglegum aðstæðum. Meðvitund um peninga og verðmæti kemur ekki öll í einu, en það byrjar oft með litlu spurningunni: „Hvað kostar þetta?“. Við eigum að gleðjast og njóta – með því að láta börnin sjá heildarmyndina, læra þau að góðar upplifanir og skemmtun eru líka fjárfesting sem þarf að skipuleggja. Þegar börnin fá að taka þátt fá þau tilfinningu fyrir verðmætum sem endist miklu lengur en sumarið og sólbrúnkan! Ef ykkur skildi vantar fleiri hugmyndir má finna fjölmörg verkefni og leiki til viðbótar sem ætlað er að þjálfa fjármálalæsi ungs fólks á vef Fjármálavits, fjarmalavit.is. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sem halda úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti sem hefur það að markmiði að efla fjármálalæsi ungs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sumarfríið er tíminn þegar fjölskyldan fer í ferðalög, nýtur útivistar og gleymir dagatalinu. Sumarið er líka frábær tími til að efla fjármálalæsi barna og unglinga – án þess að það verði nokkurn tímann leiðinlegt. Nefni hér fimm atriði: Hvað kostar fríið? Getur verið dýrt - en ómetanlegt Af hverju ekki að ræða við börnin hvað bensínlítrinn kostar og hversu langt bíllinn kemst á einum tanki? Þetta getur orðið að skemmtilegu stærðfræðidæmi í bílnum: „Hvað kostar að keyra til Akureyrar?“ Stærðfræðin verður hagnýt og lifandi. Verðvitund og gjaldmiðlar Ef ferðinni er heitið út fyrir landsteinana má nýta tækifærið til að kynna börnunum erlenda gjaldmiðla. Láttu þau fylgjast með hvernig gengið breytist og hvað hlutirnir kosta í íslenskum krónum. Fáðu þau með í að ákveða: „Hvað ætlum við að eyða mikið á dag í ís, pizzur eða skemmtigarða?“ Það er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að fá að taka þátt í ákvörðunum og sjá hvernig peningar nýtast best. Þakklæti og meðvitund Ekki gleyma að ræða við börnin hvað það er mikils virði að fá að fara í frí. Það er ekki sjálfgefið – og með því að ræða þetta má efla þakklæti og meðvitund um að peningar eru ekki bara til að eyða heldur líka til að meta það sem þeir gera mögulegt. Sumarvinna = sjálfstæði Fyrir unglingana má fríið líka nýtast sem inngangur að fjárhagslegu sjálfstæði. Margir vinna sumarstörf og læra þannig að vinna fyrir eigin peningum og jafnframt að taka ákvarðanir um sparnað og eyðslu. Það getur verið gott að ræða við þau um markmið með peningunum: „Langar þig að spara fyrir tölvu, ferðalagi eða kannski ökunámi?“ Markmið gera sparnaðinn meira spennandi og þá er hægt að velta upp hver sé árangursríkasta leiðin. Týnt eða skemmt og tryggingar! Sumarfríinu fylgir líka ákveðin áhætta, nýtt umhverfi, vatnsleikir og fleira. Ef barnið týnir símanum, eða missir heyrnartólin í Atlantshafið, þá er ágætt að ræða að tryggingar koma oft að góðum notum, en þeim fylgir líka ákveðinn kostnaður í formi sjálfsábyrgðar. Þetta er kjörið tækifæri til að ræða hvernig tryggingar virka. Fjármál í fríi – án þess að verða leiðinleg... Það þarf ekki að setjast niður með excel-skjal til að kenna fjármálalæsi. Það er nóg að nýta tækifærin sem felast í daglegum aðstæðum. Meðvitund um peninga og verðmæti kemur ekki öll í einu, en það byrjar oft með litlu spurningunni: „Hvað kostar þetta?“. Við eigum að gleðjast og njóta – með því að láta börnin sjá heildarmyndina, læra þau að góðar upplifanir og skemmtun eru líka fjárfesting sem þarf að skipuleggja. Þegar börnin fá að taka þátt fá þau tilfinningu fyrir verðmætum sem endist miklu lengur en sumarið og sólbrúnkan! Ef ykkur skildi vantar fleiri hugmyndir má finna fjölmörg verkefni og leiki til viðbótar sem ætlað er að þjálfa fjármálalæsi ungs fólks á vef Fjármálavits, fjarmalavit.is. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sem halda úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti sem hefur það að markmiði að efla fjármálalæsi ungs fólks.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun