Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Árni Jóhannsson skrifar 13. júlí 2025 15:17 FH valtaði yfir KA er liðin mættust í fallbaráttuslag í fimmtándu umferð Bestu deildar karla. KA sá aldrei til sólar í leiknum og ekki hjálpaði klaufaskapur markvarðar liðsins í fyrstu mörkum heimamanna. Leikurinn endaði 5-0 fyrir heimamenn úr Hafnarfirði sem slíta sig örlítið frá fallsvæðinu með sigrinum. Komnir með 18 stig og þremur stigum frá KA og ÍA sem sitja á botninum. Fyrri hálfleikur var jafn og þó að KA hafi verið örlítið meira með boltann þá náðu þeir ekki að sundra þéttum varnarmúr FH. Varnarmenn FH hentu sér fyrir þau skot sem sköpuðust og skölluðu í burtu fyrirgjafir og sköpuðu svo usla með hröðum upphlaupum þess á milli. Á 17. mínútu reið þó ógæfan yfir KA. William Tonning fékk boltann fyrir utan vítateigin vinstra megin og ætlaði alveg örugglega að lyfta boltanum upp völlinn en það vildi ekki betur til en svo að hann gaf boltann beint á Björn Daníel Sverrisson sem þakkaði fyrir sig og skrúfaði boltann í tómt markið á milli varnarmanna KA. Björn er líklega sá leikmaður í deildinni sem þú vilt síst gefa svona færi en hann lætur ekki bjóða sér þetta tvisvar. Leikurinn féll í sama far, KA menn sýndu þó ögn meiri kraft í sínum aðgerðum en FH varðist vel og fimlega og það virtist ekki vera vandamál að Amid Faqa tæki út leikbann í dag. FH ógnaði með hraða sínum og skapaði sér betri færi en þurftu að bíða fram á 42. mínútu til að uppskera. Böðvar Böðvarsson tók þá horn sem hann skrúfaði alveg inn að marki KA. Þar náði Björn Daníel að gera sig gildandi í þvögunni sem skapaðist og skallaði boltann í markið af um hálfs meters færi. Staðan 2-0 og skömmu síðar flautað til hálfleiks en á lokasekúndunni skaut Sigurður Bjartur í slá og FH vildi víti þar sem hann virtist togaður niður. Ekkert dæmt og flautað af. KA þurfti að mæta framar á völlinn til að reyna að ná í eitthvað út úr þessum leik. Það opnaði svæði heldur betur fyrir FH að sækja í. Þá sérstaklega Kjartan Kára Halldórsson. Hann komst trekk í trekk í góðar stöður vinstra megin í vítateignum og átti m.a. skot í slána og annað mjög gott færi sem var varið. Hann skoraði svo mark á 65. mínútu. FH voru snöggir að koma boltanum í leik og Úlfur Ágúst fann sig í miklu plássi fyrir framan vítateig KA, lagði boltann út á Kjartan sem kom sér framfyrir Guðjón Erni og renndi boltanum framhjá Tonning. Þar með var útséð með sigurinn. FH hætti hinsvegar ekki og bætti við marki skömmu síðar. Aftur átti Úlgur stoðsendinguna en tveir eða þrír þríhyrningar sem gjörsamlega splundruðu vörn gestanna og Sigurður Bjartur var kominn einn á móti Tonning og lyfti honum listilega yfir markvörðinn. Frábær sókn og frábært mark. Það verður hægt að sýna þetta mark á námskeiðum þar sem fjallað er um fallegan sóknarleik. Leikurinn datt niður í ákafa eftir þetta og virtist ætla að líða út. Liðin skiptu leikmönnum inn á í bunkum og tveir varamenn settu síðan slaufuna á pakkann þegar 12 mínútur voru eftir af leiknum. Dagur Örn Fjeldsted gaf þá eldflaugafyrirgjöf inn í markteiginn þar sem Kristján Flóki Finnbogason var mættur til að stýra boltanum í netið á nærstöng. Þeir höfðu báðir komið inn á fjórum mínútum fyrr. Þar með var sögunni lokið og þó að KA hafi reynt að gera sitt besta þá gátu þeir ekki valdið usla í varnarleik FH. Lokastaðan 5-0 og FH hoppaði upp í sjöunda sæti í það minnsta þangað til á morgun þegar önnur lið leika. Þar á meðal ÍA og KR sem eru í fallpakkanum með FH og KA. Atvik leiksins Það verður að velja fyrsta markið sem atvik leiksins. Það er aldrei að vita hvernig það hefði þróast ef jafnt hefði verið þegar lengra væri liðið á leikinn því hann var í fínu jafnvægi. Tonning í markinu hins vegar gerði sig sekan um afdrifarík mistök sem kostuðu mark. Stjörnur og skúrkar Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö mörk í dag, Úlfur Ágúst Björnsson lagði upp tvö mörk í dag og varnarlína ásamt markverði FH voru til fyrirmyndar í dag. Þannig að það er úr nægu að velja. Björn Daníel hlýtur titilinn maður leiksins þó enda fyrirliði og það er smá extra og hann var líka mikilvægur í hröðu spili FH þegar þeir lögðu af stað í þá leiðangra. Skúrkarnir eru KA. Þó að þetta hafi verið ágætis leikur þá koma markmannsmistök og slöpp dekkning í horni þeim í þá stöðu að þurfa að fara að stíga á fram fótinn og það hentar KA bara ekkert rosalega vel eins og sást bersýnilega. Umgjörð og stemmning Kaplakriki skartaði sínu fegursta í dag. Grasið iðagrænt og 547 stuðningsmenn í stúkunni sem létu vel í sér heyra á köflum. Dómarinn Twana Khalid Ahmed og hans menn í dag sluppu ágætlega frá þessum leik. Mögulega hefði mátt dæma víti á KA í fyrri hálfleik og oft þótti línan skrýtin hjá þeim en það hallaði á bæði liðin í þeim efnum. FH þurfti þó ekkert á þessu víti að halda. Viðtöl Hallgrímur: Töpuðum Leiknum verðskuldað Þjálfari KA, Hallgrímur Jónasson, var minna svekktur en blaðamaður átti von á eftir tap sinna manna fyrir FH. Hann var spurður fyrst að því hvar honum fannst hans menn vera undir í dag. „Hvað á maður að segja. Fyrri hálfleikur var jafn en við gefum tvö ódýr mörk. Gefum gjörsamlega fyrsta markið og sé svo ekki hvað gerist í horninu en boltinn einhvernveginn lekur inn, ég veit ekki hvort það var sjálfsmark eða hvað. Það var bara erfitt. Við ákváðum í hálfleik að fara aðeins á þá og við gáfum þessu séns en svo kom þriðja markið sem var líka ódýrt. Það var innkast hérna eftir skiptingu og þeir náðu að spila sig í gegn og það var því miður bara of mikið í dag. Bara vel gert FH.“ Ásgeiri Sigurgeirssyni var skipt út af í hálfleik og var Hallgrímur spurður út í hvort það hafi legið eitthvað meira að baki þeirri ákvörðun en taktísk breyting. „Nei svo sem ekki. Við vildum fá kraft í þetta, við skiptum líka Birki Baldvinss. út af. Við þurftum að fá ferskar lappir og kraft í þetta þar sem við ætluðum að pressa á þetta. Þess vegna gerði ég þessa skiptingu. Það var ekki þannig að hann hafi verið slakur eða eitthvað. Ég vildi meiri kraft í þetta til að reyna að fá eitthvað út úr leiknum. Svona gerist bara. Mér fannst þetta ekki vera 5-0 leikur. Staðan er ekki verri en það að við töpuðum fótboltaleik og töpuðum honum verðskuldað og við verðum bara að vera klárir í slaginn á móti ÍA.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá KA en næst er leikur við ÍA, sem einnig er í botnbaráttunni og svo Evrópuleikur við Silkeborg. Hvað þarf þjálfarinn að segja við sína leikmenn eftir þennan leik? „Ég sagði það fyrir leik að við þurfum að einbeita okkur að deildinni núna og svo hitt á eftir. Deildin er virkilega mikilvæg, við erum í botnbaráttu og verðum þar allavega næstu vikurnar. Það er þar sem fókusinn hjá okkur liggur.“ Eins og kom fram áður í viðtalinu þá vildi Hallgrímur meina að mörg mörk FH í dag hafi verið ódýr. Fyrsta markið var mjög ódýrt en er það eitthvað sem hann þarf að taka á því sérstaklega? „Já já, það er klárt. Við förum yfir leikinn og sýnum klippur af því sem betur mátti fara. Líka það sem við erum að gera vel. Fyrir viku síðan voru allir að tala um hvað KA voru frábærir á móti KR og í dag töpuðum við 5-0, þannig er bara fótboltinn og þú mátt ekki láta tilfinningarnar ekki fara of langt með þig. Við þurfum að einbeita okkur að því hvar við getum bætt okkur, við þurfum að vinna vel saman því KA liðið á ekki að fá á sig fimm mörk.“ Besta deild karla FH KA
FH valtaði yfir KA er liðin mættust í fallbaráttuslag í fimmtándu umferð Bestu deildar karla. KA sá aldrei til sólar í leiknum og ekki hjálpaði klaufaskapur markvarðar liðsins í fyrstu mörkum heimamanna. Leikurinn endaði 5-0 fyrir heimamenn úr Hafnarfirði sem slíta sig örlítið frá fallsvæðinu með sigrinum. Komnir með 18 stig og þremur stigum frá KA og ÍA sem sitja á botninum. Fyrri hálfleikur var jafn og þó að KA hafi verið örlítið meira með boltann þá náðu þeir ekki að sundra þéttum varnarmúr FH. Varnarmenn FH hentu sér fyrir þau skot sem sköpuðust og skölluðu í burtu fyrirgjafir og sköpuðu svo usla með hröðum upphlaupum þess á milli. Á 17. mínútu reið þó ógæfan yfir KA. William Tonning fékk boltann fyrir utan vítateigin vinstra megin og ætlaði alveg örugglega að lyfta boltanum upp völlinn en það vildi ekki betur til en svo að hann gaf boltann beint á Björn Daníel Sverrisson sem þakkaði fyrir sig og skrúfaði boltann í tómt markið á milli varnarmanna KA. Björn er líklega sá leikmaður í deildinni sem þú vilt síst gefa svona færi en hann lætur ekki bjóða sér þetta tvisvar. Leikurinn féll í sama far, KA menn sýndu þó ögn meiri kraft í sínum aðgerðum en FH varðist vel og fimlega og það virtist ekki vera vandamál að Amid Faqa tæki út leikbann í dag. FH ógnaði með hraða sínum og skapaði sér betri færi en þurftu að bíða fram á 42. mínútu til að uppskera. Böðvar Böðvarsson tók þá horn sem hann skrúfaði alveg inn að marki KA. Þar náði Björn Daníel að gera sig gildandi í þvögunni sem skapaðist og skallaði boltann í markið af um hálfs meters færi. Staðan 2-0 og skömmu síðar flautað til hálfleiks en á lokasekúndunni skaut Sigurður Bjartur í slá og FH vildi víti þar sem hann virtist togaður niður. Ekkert dæmt og flautað af. KA þurfti að mæta framar á völlinn til að reyna að ná í eitthvað út úr þessum leik. Það opnaði svæði heldur betur fyrir FH að sækja í. Þá sérstaklega Kjartan Kára Halldórsson. Hann komst trekk í trekk í góðar stöður vinstra megin í vítateignum og átti m.a. skot í slána og annað mjög gott færi sem var varið. Hann skoraði svo mark á 65. mínútu. FH voru snöggir að koma boltanum í leik og Úlfur Ágúst fann sig í miklu plássi fyrir framan vítateig KA, lagði boltann út á Kjartan sem kom sér framfyrir Guðjón Erni og renndi boltanum framhjá Tonning. Þar með var útséð með sigurinn. FH hætti hinsvegar ekki og bætti við marki skömmu síðar. Aftur átti Úlgur stoðsendinguna en tveir eða þrír þríhyrningar sem gjörsamlega splundruðu vörn gestanna og Sigurður Bjartur var kominn einn á móti Tonning og lyfti honum listilega yfir markvörðinn. Frábær sókn og frábært mark. Það verður hægt að sýna þetta mark á námskeiðum þar sem fjallað er um fallegan sóknarleik. Leikurinn datt niður í ákafa eftir þetta og virtist ætla að líða út. Liðin skiptu leikmönnum inn á í bunkum og tveir varamenn settu síðan slaufuna á pakkann þegar 12 mínútur voru eftir af leiknum. Dagur Örn Fjeldsted gaf þá eldflaugafyrirgjöf inn í markteiginn þar sem Kristján Flóki Finnbogason var mættur til að stýra boltanum í netið á nærstöng. Þeir höfðu báðir komið inn á fjórum mínútum fyrr. Þar með var sögunni lokið og þó að KA hafi reynt að gera sitt besta þá gátu þeir ekki valdið usla í varnarleik FH. Lokastaðan 5-0 og FH hoppaði upp í sjöunda sæti í það minnsta þangað til á morgun þegar önnur lið leika. Þar á meðal ÍA og KR sem eru í fallpakkanum með FH og KA. Atvik leiksins Það verður að velja fyrsta markið sem atvik leiksins. Það er aldrei að vita hvernig það hefði þróast ef jafnt hefði verið þegar lengra væri liðið á leikinn því hann var í fínu jafnvægi. Tonning í markinu hins vegar gerði sig sekan um afdrifarík mistök sem kostuðu mark. Stjörnur og skúrkar Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö mörk í dag, Úlfur Ágúst Björnsson lagði upp tvö mörk í dag og varnarlína ásamt markverði FH voru til fyrirmyndar í dag. Þannig að það er úr nægu að velja. Björn Daníel hlýtur titilinn maður leiksins þó enda fyrirliði og það er smá extra og hann var líka mikilvægur í hröðu spili FH þegar þeir lögðu af stað í þá leiðangra. Skúrkarnir eru KA. Þó að þetta hafi verið ágætis leikur þá koma markmannsmistök og slöpp dekkning í horni þeim í þá stöðu að þurfa að fara að stíga á fram fótinn og það hentar KA bara ekkert rosalega vel eins og sást bersýnilega. Umgjörð og stemmning Kaplakriki skartaði sínu fegursta í dag. Grasið iðagrænt og 547 stuðningsmenn í stúkunni sem létu vel í sér heyra á köflum. Dómarinn Twana Khalid Ahmed og hans menn í dag sluppu ágætlega frá þessum leik. Mögulega hefði mátt dæma víti á KA í fyrri hálfleik og oft þótti línan skrýtin hjá þeim en það hallaði á bæði liðin í þeim efnum. FH þurfti þó ekkert á þessu víti að halda. Viðtöl Hallgrímur: Töpuðum Leiknum verðskuldað Þjálfari KA, Hallgrímur Jónasson, var minna svekktur en blaðamaður átti von á eftir tap sinna manna fyrir FH. Hann var spurður fyrst að því hvar honum fannst hans menn vera undir í dag. „Hvað á maður að segja. Fyrri hálfleikur var jafn en við gefum tvö ódýr mörk. Gefum gjörsamlega fyrsta markið og sé svo ekki hvað gerist í horninu en boltinn einhvernveginn lekur inn, ég veit ekki hvort það var sjálfsmark eða hvað. Það var bara erfitt. Við ákváðum í hálfleik að fara aðeins á þá og við gáfum þessu séns en svo kom þriðja markið sem var líka ódýrt. Það var innkast hérna eftir skiptingu og þeir náðu að spila sig í gegn og það var því miður bara of mikið í dag. Bara vel gert FH.“ Ásgeiri Sigurgeirssyni var skipt út af í hálfleik og var Hallgrímur spurður út í hvort það hafi legið eitthvað meira að baki þeirri ákvörðun en taktísk breyting. „Nei svo sem ekki. Við vildum fá kraft í þetta, við skiptum líka Birki Baldvinss. út af. Við þurftum að fá ferskar lappir og kraft í þetta þar sem við ætluðum að pressa á þetta. Þess vegna gerði ég þessa skiptingu. Það var ekki þannig að hann hafi verið slakur eða eitthvað. Ég vildi meiri kraft í þetta til að reyna að fá eitthvað út úr leiknum. Svona gerist bara. Mér fannst þetta ekki vera 5-0 leikur. Staðan er ekki verri en það að við töpuðum fótboltaleik og töpuðum honum verðskuldað og við verðum bara að vera klárir í slaginn á móti ÍA.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá KA en næst er leikur við ÍA, sem einnig er í botnbaráttunni og svo Evrópuleikur við Silkeborg. Hvað þarf þjálfarinn að segja við sína leikmenn eftir þennan leik? „Ég sagði það fyrir leik að við þurfum að einbeita okkur að deildinni núna og svo hitt á eftir. Deildin er virkilega mikilvæg, við erum í botnbaráttu og verðum þar allavega næstu vikurnar. Það er þar sem fókusinn hjá okkur liggur.“ Eins og kom fram áður í viðtalinu þá vildi Hallgrímur meina að mörg mörk FH í dag hafi verið ódýr. Fyrsta markið var mjög ódýrt en er það eitthvað sem hann þarf að taka á því sérstaklega? „Já já, það er klárt. Við förum yfir leikinn og sýnum klippur af því sem betur mátti fara. Líka það sem við erum að gera vel. Fyrir viku síðan voru allir að tala um hvað KA voru frábærir á móti KR og í dag töpuðum við 5-0, þannig er bara fótboltinn og þú mátt ekki láta tilfinningarnar ekki fara of langt með þig. Við þurfum að einbeita okkur að því hvar við getum bætt okkur, við þurfum að vinna vel saman því KA liðið á ekki að fá á sig fimm mörk.“