Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar 12. júlí 2025 11:02 Þjóðinni er almennt illa við langt málþóf - nema hún trúi að það sé í þágu almennings. Svo þegar málþófi er beitt þá færist fylgið frá þeim þingflokkum sem kjósendum sýnist standa fyrir sérhagsmunum og til þeirra sem kjósendum virðist verja almannahag. Icesave-málþófið sem þvinga málið í þjóðaratkvæðagreiðslu svo kjósendur sjálfir gætu kosið um almannahag færði Sigmundi Davíð svo mikið fylgi að hann sigraði kosningarnar 2013 og varð forsætisráðherra. - Tilgangur málþófsins var skýr fyrir meirihluta kjósenda og sanngjarn. Réttlætanleg Tímamörk málþófa. Þegar ég datt inn á þing 2013 þá var eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs að LÆKKA veiðigjöldin. Forseti Íslands var erlendis og hefði því ekki getað vísað málinu til þjóðarinnar. Við Helgi Hrafn og Birgitta skrifuðum forsetanum, þá Ólafi Ragnari, bréf til að vita hvenær hann kæmi til landsins til að tryggja málskotsréttinn og hótuðum stjórnar herrunum málþófi þangað til. - Eins og það er mikilvægt að tilgangur málþófs sé kjósendum skýr og sanngjarn, þá á er mikilvægt að tímamörkin séu réttlætanleg líka. Þegar Ólafur Ragnar forseti kom heim bauð hann okkur á Bessastaði til að fara yfir málið - og skrifaði á endanum undir því hann sagði lækkun veiðigjalda ekki vera grundvallar breyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu. - Auðvitað er hækkun veiðigjalda það ekki heldur núna. Tilgangur og Tímamörk Sægreifa-málþófsins. Til að klúðra ekki málþófi þurfa þingmenn sem í því standa að fá kjósendur til að trúa að tilgangur málþófsins sé í þeirra eigin þágu og að tíminn sem það tekur sé réttlætanlegur. Tilgangur þessa málþófs þingliða Hildar Sverris (XD), Simma (XM) og Sigurðar Inga (XB) er í augum flestra kjósenda grímulaus sérhagsmunagæsla fyrir óligarka Íslands - á kostnað almannahags og á kostnað framgöngu góðra mála á Alþingi. Svo er hótað að þæfa málið í allt sumar - nema lagafrumvarp sem sægreifarnir vilja verði samþykkt í staðinn. - Tilgangur málþófsins er sérhagsmunagæsla og tímamörk þess eru engin. Þannig bjuggu þau sjálf til réttlætingu á því að málþófið væri stöðvað samkvæmt lögum. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. reyndi að þvinga í gegn Icesave þá virkjaði Forseti Íslands 26. gr. stjórnarskrárinnar til að tryggja vilja kjósenda. - Núna þegar Hildur, Simmi og Sigurður reyna að þvinga í gegn sérhagsmuni sægreifanna þá styður meirihluti kjósenda að beita 71. gr. þingskaparlaga til að stöðva málþófið. Og nú þegar málþófið hefur að lokum verið stöðvað samkvæmt lögum þá er ljóst að sægreifa-flokkunum hefur ekkert tekst nema að etja miklum meirihluta almennings og hluta eigin kjósenda hóps upp á móti sér og sægreifunum. - Fullkomið klúður! Ein regla snjallra stjórnmálamanna er að: “trufla ekki andstæðinginn þegar hann er að gera mistök.” Svo það hefði kannski verið snjallt að leyfa sægreifa-flokkunum bara að reyta af sér fylgið í allt sumar. En það að stöðva sægreifa-málþófið núna strax er í þágu framgöngu góðra mála sem bæði almenningur og Alþingi vilja klára. Það er lýðræði. Kristrún Frostadóttir, hennar ríkisstjórn og þeirra þingflokkar, eiga heiður skilið fyrir að „gæta að almannahagsmunum og [...] standa vörð um lýðræðið“ og „verja lýðveldið Ísland [...] stjórnskipan landsins og heiður Alþingis. - Kærar þakkir 🌸 Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Píratar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðinni er almennt illa við langt málþóf - nema hún trúi að það sé í þágu almennings. Svo þegar málþófi er beitt þá færist fylgið frá þeim þingflokkum sem kjósendum sýnist standa fyrir sérhagsmunum og til þeirra sem kjósendum virðist verja almannahag. Icesave-málþófið sem þvinga málið í þjóðaratkvæðagreiðslu svo kjósendur sjálfir gætu kosið um almannahag færði Sigmundi Davíð svo mikið fylgi að hann sigraði kosningarnar 2013 og varð forsætisráðherra. - Tilgangur málþófsins var skýr fyrir meirihluta kjósenda og sanngjarn. Réttlætanleg Tímamörk málþófa. Þegar ég datt inn á þing 2013 þá var eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs að LÆKKA veiðigjöldin. Forseti Íslands var erlendis og hefði því ekki getað vísað málinu til þjóðarinnar. Við Helgi Hrafn og Birgitta skrifuðum forsetanum, þá Ólafi Ragnari, bréf til að vita hvenær hann kæmi til landsins til að tryggja málskotsréttinn og hótuðum stjórnar herrunum málþófi þangað til. - Eins og það er mikilvægt að tilgangur málþófs sé kjósendum skýr og sanngjarn, þá á er mikilvægt að tímamörkin séu réttlætanleg líka. Þegar Ólafur Ragnar forseti kom heim bauð hann okkur á Bessastaði til að fara yfir málið - og skrifaði á endanum undir því hann sagði lækkun veiðigjalda ekki vera grundvallar breyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu. - Auðvitað er hækkun veiðigjalda það ekki heldur núna. Tilgangur og Tímamörk Sægreifa-málþófsins. Til að klúðra ekki málþófi þurfa þingmenn sem í því standa að fá kjósendur til að trúa að tilgangur málþófsins sé í þeirra eigin þágu og að tíminn sem það tekur sé réttlætanlegur. Tilgangur þessa málþófs þingliða Hildar Sverris (XD), Simma (XM) og Sigurðar Inga (XB) er í augum flestra kjósenda grímulaus sérhagsmunagæsla fyrir óligarka Íslands - á kostnað almannahags og á kostnað framgöngu góðra mála á Alþingi. Svo er hótað að þæfa málið í allt sumar - nema lagafrumvarp sem sægreifarnir vilja verði samþykkt í staðinn. - Tilgangur málþófsins er sérhagsmunagæsla og tímamörk þess eru engin. Þannig bjuggu þau sjálf til réttlætingu á því að málþófið væri stöðvað samkvæmt lögum. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. reyndi að þvinga í gegn Icesave þá virkjaði Forseti Íslands 26. gr. stjórnarskrárinnar til að tryggja vilja kjósenda. - Núna þegar Hildur, Simmi og Sigurður reyna að þvinga í gegn sérhagsmuni sægreifanna þá styður meirihluti kjósenda að beita 71. gr. þingskaparlaga til að stöðva málþófið. Og nú þegar málþófið hefur að lokum verið stöðvað samkvæmt lögum þá er ljóst að sægreifa-flokkunum hefur ekkert tekst nema að etja miklum meirihluta almennings og hluta eigin kjósenda hóps upp á móti sér og sægreifunum. - Fullkomið klúður! Ein regla snjallra stjórnmálamanna er að: “trufla ekki andstæðinginn þegar hann er að gera mistök.” Svo það hefði kannski verið snjallt að leyfa sægreifa-flokkunum bara að reyta af sér fylgið í allt sumar. En það að stöðva sægreifa-málþófið núna strax er í þágu framgöngu góðra mála sem bæði almenningur og Alþingi vilja klára. Það er lýðræði. Kristrún Frostadóttir, hennar ríkisstjórn og þeirra þingflokkar, eiga heiður skilið fyrir að „gæta að almannahagsmunum og [...] standa vörð um lýðræðið“ og „verja lýðveldið Ísland [...] stjórnskipan landsins og heiður Alþingis. - Kærar þakkir 🌸 Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar