Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 09:31 Ali Riley gat ekki haldið aftur af gleðitárunum þegar hún sagði frá sendingunni frá goðsögninni. Ali Riley Nýsjálenska knattspyrnukonan Ali Riley sagði frá góðhjörtuðum gömlum mótherja sínum á samfélagsmiðlum sínum en sú sem um ræðir er ein stærsta goðsögnin í sögu kvennafótboltans. Riley hefur leikið 163 landsleiki fyrir þjóð sína og tekið þátt í bæði Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppni. Á þeim tíma hafði hún safnað mörgum keppnistreyjum með því að skipta um treyjur við mótherja sína í leikslok. Stór hluti safnsins hennar var geymdur hjá foreldrum hennar í Palisades í Los Angeles en það hús brann því miður í gróðureldunum miklu í byrjun ársins. Riley hélt sérstaklega mikið upp á treyjuna sem hún fékk frá kanadísku goðsögninni Christine Sinclair sem er markahæsta landsliðskona allra tíma með 190 mörk. Sú treyja brann í eldunum og Riley sá mikið eftir henni. Sinclair heyrði af þessu og var fljót til að árita og senda henni aðra treyju í staðinn. Riley sagði frá sendingunni sem hún fékk frá Kanada og táraðist við það að segja frá góðverki goðsagnarinnar. „Fótboltasamfélagið er svo sannarlega það besta í heimi. Ég átti treyjusafn sem ég geymdi í húsi foreldra minna. Þetta voru treyjur sem ég hafði skipts á við mótherja eftir leiki á HM og ÓL. Ég átti líka eina treyju af öllum gerðum sem ég spilaði í fyrir Nýja-Sjáland. Allar útgáfur frá 2006 til dagsins í dag,“ sagði Riley. „Sú treyja sem mér þótti einna mest vænt um var Christine Sinclair treyjan sem við skiptumst á eftir leik okkar á HM 2011. Og í dag fékk ég sendan þennan pakka,“ sagði Riley og sýndi áritaða treyju frá Sinclair. Tárin fóru að renna. Hún þurfti að taka sér smá hlé en kom svo aftur. Hér fyrir neðan má sjá Riley segja frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) HM 2027 í Brasilíu Bandaríski fótboltinn Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Riley hefur leikið 163 landsleiki fyrir þjóð sína og tekið þátt í bæði Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppni. Á þeim tíma hafði hún safnað mörgum keppnistreyjum með því að skipta um treyjur við mótherja sína í leikslok. Stór hluti safnsins hennar var geymdur hjá foreldrum hennar í Palisades í Los Angeles en það hús brann því miður í gróðureldunum miklu í byrjun ársins. Riley hélt sérstaklega mikið upp á treyjuna sem hún fékk frá kanadísku goðsögninni Christine Sinclair sem er markahæsta landsliðskona allra tíma með 190 mörk. Sú treyja brann í eldunum og Riley sá mikið eftir henni. Sinclair heyrði af þessu og var fljót til að árita og senda henni aðra treyju í staðinn. Riley sagði frá sendingunni sem hún fékk frá Kanada og táraðist við það að segja frá góðverki goðsagnarinnar. „Fótboltasamfélagið er svo sannarlega það besta í heimi. Ég átti treyjusafn sem ég geymdi í húsi foreldra minna. Þetta voru treyjur sem ég hafði skipts á við mótherja eftir leiki á HM og ÓL. Ég átti líka eina treyju af öllum gerðum sem ég spilaði í fyrir Nýja-Sjáland. Allar útgáfur frá 2006 til dagsins í dag,“ sagði Riley. „Sú treyja sem mér þótti einna mest vænt um var Christine Sinclair treyjan sem við skiptumst á eftir leik okkar á HM 2011. Og í dag fékk ég sendan þennan pakka,“ sagði Riley og sýndi áritaða treyju frá Sinclair. Tárin fóru að renna. Hún þurfti að taka sér smá hlé en kom svo aftur. Hér fyrir neðan má sjá Riley segja frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird)
HM 2027 í Brasilíu Bandaríski fótboltinn Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki