Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2025 07:37 Undirbúningur fyrir uppgröftin hefur staðið yfir í nokkurn tíma og hér má sjá sérfræðinga fara yfir svæðið með ratsjá. epa/Aidan Crawley Uppgröftur er hafinn í Tuam í Galway-sýslu á Írlandi, þar sem talið er að nunnur hafi jarðsett allt að 800 ungabörn sem létust á heimili fyrir mæður og börn á árunum 1925 til 1961. Stjórnvöld á Írlandi hafa neyðst til að biðjast afsökunar á meðferð á börnum á stofnunum sem reknar voru af ríkinu og trúarreglum. Rannsóknir hafa varpað ljósi á misnotkun og vanrækslu, ekki síst þegar um var að ræða börn ógiftra mæðra. Á St. Mary´s heimilinu í Tuam, þangað sem óléttar stúlkur voru sendar til að eignast börn sín, er talið að hundruð barna hafi verið jarðsett af Bon Secours-trúarreglunni. Engin gögn eru til um þessar jarðsetningar en upp komst um umfangið þegar sagnfræðingurinn Catherine Corless fann dánarvottorð 796 barna. Talið er að flest þeirra hafi dáið af náttúrulegum orsökum eða af völdum vannæringar. Svæðið þar sem börnin voru grafin er nú í miðri íbúðabyggð en hefur verið girt af. Sérstök grafa verður notuð til að skrapa jarðveginn af á áföngum en talið er að flestar líkamsleifarnar séu á um tveggja metra dýpi. Átjan manna teymi sérfræðinga frá Írlandi, Bretlandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Spáni og Kólumbíu hefur umsjón með uppgreftrinum, sem mun fara fram eins og um lögreglurannsókn sé að ræða. Um vandasamt verk er að ræða, þar sem talið er að vatnsrennsli á svæðinu kunni að hafa valdið róti á jarðveginum, auk þess sem svæðið liggur nærri öðru svæði þar sem er að finna líkamsleifar frá öðrum tímabilum. Vonir standa til að erfðarannsóknir muni leiða uppruna barnanna í ljós, þannig að hægt verði að koma þeim í hendur ættingja sinna og jarðsetja með viðeigandi hætti. Írland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Sjá meira
Stjórnvöld á Írlandi hafa neyðst til að biðjast afsökunar á meðferð á börnum á stofnunum sem reknar voru af ríkinu og trúarreglum. Rannsóknir hafa varpað ljósi á misnotkun og vanrækslu, ekki síst þegar um var að ræða börn ógiftra mæðra. Á St. Mary´s heimilinu í Tuam, þangað sem óléttar stúlkur voru sendar til að eignast börn sín, er talið að hundruð barna hafi verið jarðsett af Bon Secours-trúarreglunni. Engin gögn eru til um þessar jarðsetningar en upp komst um umfangið þegar sagnfræðingurinn Catherine Corless fann dánarvottorð 796 barna. Talið er að flest þeirra hafi dáið af náttúrulegum orsökum eða af völdum vannæringar. Svæðið þar sem börnin voru grafin er nú í miðri íbúðabyggð en hefur verið girt af. Sérstök grafa verður notuð til að skrapa jarðveginn af á áföngum en talið er að flestar líkamsleifarnar séu á um tveggja metra dýpi. Átjan manna teymi sérfræðinga frá Írlandi, Bretlandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Spáni og Kólumbíu hefur umsjón með uppgreftrinum, sem mun fara fram eins og um lögreglurannsókn sé að ræða. Um vandasamt verk er að ræða, þar sem talið er að vatnsrennsli á svæðinu kunni að hafa valdið róti á jarðveginum, auk þess sem svæðið liggur nærri öðru svæði þar sem er að finna líkamsleifar frá öðrum tímabilum. Vonir standa til að erfðarannsóknir muni leiða uppruna barnanna í ljós, þannig að hægt verði að koma þeim í hendur ættingja sinna og jarðsetja með viðeigandi hætti.
Írland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Sjá meira