Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar 14. júlí 2025 12:01 Netöryggi er ekki lengur valkostur heldur lykilþáttur í öryggi íslensks samfélags. Hér á landi eru margar grundvallarþjónustur háðar virkni upplýsinga- og fjarskiptakerfa, og öflugt netöryggi er því nauðsynlegt fyrir stöðugleika og virkni samfélagsins. Alþingi samþykkti nýverið lög sem breyta Varnarmálalögum með þeim hætt að þau færa CERT-IS, landsbundið öryggis- og viðbragðsteymi vegna netatvika og áhættu, frá Fjarskiptastofu og undir stjórn utanríkisráðuneytisins. Markmiðið laganna er að efla varnartengda þætti á sviði netöryggis. Áfram mun CERT-IS sinna lögbundnu hlutverki sínu á grundvelli netöryggislaga. Þrátt fyrir þessar breytingar er mikilvægt að undirstrika að netöryggisábyrgð stjórnvalda nær langt út fyrir CERT-IS. Innviðaráðherra fer áfram með málefni netöryggis á grundvelli forsetaúrskurðar þar um og þá gegnir netöryggissvið Fjarskiptastofu og önnur eftirlitsstjórnvöld áfram kjarnahlutverki í fyrirbyggjandi netöryggisvörnum samfélagsins. Sviðið gegnir samhæfingar- og ráðgjafarhlutverki gagnvart öðrum eftirlitsstjórnvöldum varðandi framkvæmd netöryggislaganna og er tengiliður íslenskra stjórnvalda á sviði netöryggis og tekur þátt í stefnumarkandi samstarfi Evrópusambandsins á þessu sviði, Norðurlandasamstarfi og í nefndarstarfi NATO. Heildstæð og áhættumiðuð sýn: Netöryggisstjórnun í nýju landslagi Netöryggissviðið Fjarskiptastofu ber ábyrgð á eftirliti með netöryggi gagnvart kjarnainnviðum stafræns samfélags og eru verkefni þess víðtæk – allt frá áhættugreiningum, úttektum og prófunum á netvörnum til stefnumótunar og samstarfs við innlend og erlend stjórnvöld. Þetta felst í framkvæmd sjálfsmata til að meta stöðu netöryggis hjá aðilum, dýpri úttektum á stjórnkerfi netöryggis sem og prófunum á netvörnum aðila. Þá framkvæmdir netöryggissvið ýmsar áhættugreiningar t.a.m. vegna sérstakra ógna á borð við innrás Rússa í Úkraínu og/eða sérstakra kerfa líkt og 5G kerfa. Öll þessi verkefni miða að því að greina áhættur þannig að hægt sé að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og auka þannig netöryggi samfélagsins. Í flestum tilvikum er aðilum gefin bindandi fyrirmæli um úrbætur til að bæta heildarnetöryggi aðila og eru í gildi í dag, tugir slíkra fyrirmæla hjá mismunandi mikilvægum innviðum. Með samræmdri nálgun, virku samstarfi og gagnadrifnu eftirliti vinnur netöryggissvið að því að efla viðnámsþol íslensks samfélags gagnvart sífellt flóknari netógnum. En virkar og vandaðar öryggisráðstafanir lágmarka þá áhættu sem steðjar stöðugt að öryggi net- og upplýsingakerfa. Í flóknu pólitísku alþjóðaumhverfi nútímans og með vaxandi netógnum verður fyrirbyggjandi netöryggi síst ofmetið. Formföst og virk umgjörð og stjórnun netöryggis leika ekki einungis lykilhlutverk við að tryggja virkni þjónustu og vernda upplýsingar fyrirtækja, heldur er það fyrsta varnarlínan til að gæta þjóðarhagsmuna, tryggja efnahagslegan- og samfélagslegan stöðugleika og vernda borgaranna. Sviðið fer einnig með eftirlit með rafrænum auðkenningum, rafrænum undirritunum og öðrum traustþjónustum. Þegar fram líða stundir mun það einnig sinna eftirliti tengdu stafræna auðkennisveskinu (EU Identity Wallet). Þetta er ekki síður mikilvægt verkefni þegar kemur að öryggi þeirrar stafrænu þróunar sem nú á sér stað hér á landi. Til viðbótar þá hýsir netöryggissvið Fjarskiptastofu Eyvöru – hæfnissetur Íslands í netöryggi. Eyvör er öflugur vettvangur fyrir fræðslu, þjálfun og samstarf sem miðar að því að efla færni, sérfræðiþekkingu og getu á sviði netöryggis. Tímamótalöggjöf Evrópusambandsins Í þessu tilliti er jafnframt nauðsynlegt að nefna nýja netöryggistilskipun Evrópusambandsins – almennt kölluð NIS2-tilskipun. Hún markar tímamót í netöryggismálum á Evrópska efnahagssvæðinu og mun hafa veruleg áhrif á hvernig aðildarríki skipuleggja og framfylgja netöryggi. Tilskipunin setur ríkari kröfur bæði á aðildarríkin sjálf sem og mikilvæga innviði um formlega stjórnun netöryggis, áhættumiðaða nálgun og upplýsingaskyldu um alvarleg atvik. Þá krefst hún samræmdra aðgerða innan ríkja og styrkrar samvinnu milli netöryggisstofnana á vettvangi ESB. Með NIS2 eykst einnig ábyrgð stjórnenda og skýrari krafa er gerð um að lönd hafi virka yfirsýn, framkvæmd og eftirfylgni með stöðu netöryggis í samfélagslega mikilvægu kerfum. Netöryggissvið Fjarskiptastofu hefur gegnt lykilhlutverki við undirbúning og innleiðingu NIS2 hér á landi. Mikilvægi samþættingar upplýsinga fyrir netöryggi Íslands Í krafti samhæfingarhlutverks síns leiðir netöryggissvið Fjarskiptastofu einnig uppbyggingu og framkvæmd aðferðafræði eftirlits hjá öðrum eftirlitsstofnunum. Þannig vinnur sviðið með Samgöngustofu, Umhverfis- og orkustofnun, Embætti landlæknis og Seðlabanka Íslands á þessu sviði. Saman eiga framangreind stjórnvöld að ná heildarmynd af netöryggisgetu samfélagsins. Með samræmdri nálgun og virku samstarfi tryggir sviðið að netöryggiskröfur séu útfærðar með samræmdum hætti milli greina. Í dag stendur netöryggissviðið t.a.m. að framkvæmd samhæfðs sjálfsmats allra aðila sem falla undir netöryggislögin. Markmiðið er að fá heildstæða mynd af stöðu netöryggis mikilvægra innviða í samfélaginu og styðja við forgangsröðun í úrbótum þar sem veikleikar kunna að finnast. Til að tryggja netöryggi íslenskra samfélags- og efnahagslegra mikilvægra innviða þarf að byggja á heildstæðri mynd af netöryggisstöðu þeirra. CERT-IS gegnir auðvitað mikilvægu hlutverki með því að m.a. veita stjórnvöldum stöðugt uppfærðar upplýsingar um stöðumynd ógna á hverjum tíma, sem er liður í áhættumiðaðri stjórnun og eftirliti netöryggis. Með slíkum upplýsingum, auk upplýsinga sem stjórnvöld búa yfir um stöðu aðilanna sjálfra, sem byggja á niðurstöðum sjálfsmata, úttekta, prófana og áhættugreininga stjórnvalda, er hægt að meta stöðu netöryggis hér á landi á nokkuð heildstæðan hátt. Með áhættumiðuðu eftirliti og samhæfingu og samvinnu annarra eftirlitsstjórnvalda er lagður grundvöllur fyrir því að viðeigandi aðgerðir séu settar í gang þar sem veikleikar eða brotalamir koma í ljós. Þannig er stöðugt unnið að því að efla varnir og undirbúa kerfi mikilvægra innviða fyrir þær ógnir sem geta stafað af netárásum eða öðrum netógnunum. Netöryggisstjórnun hérlendis á því að byggja á sterkri samvinnu milli þeirra sem greina og birta ógnarmyndina og þeirra sem framkvæma eftirlit og setja fram kröfur og ráðstafanir gagnvart rekstraraðilum. Enda er slík ógnarmynd og upplýsingar um aðferðafræði árásaðila lykilatriði í því að verjast þeim. Þá er mikilvægt að efla og virkja samstarf við aðra aðila líkt og Ríkislögreglustjóra og önnur lögregluyfirvöld sem fara með greiningar á öryggi ríkisins, viðbrögð í almannavarnarástandi og rannsókn mála, að ógleymdum mikilvægu innviðunum sjálfum. Þessi samtenging er lífsnauðsynleg til að viðhalda varnargetu og viðnámi íslenskra innviða gagnvart sífellt flóknari og öflugri netógnum. Varnir Íslands liggja í traustum og virkum netvörnum mikilvægra innviða, þar sem netöryggisstjórnun og áhættustýring eru lykilþættir til að tryggja samfellu og öryggi samfélagsins alls. Með fyrirbyggjandi aðgerðum, reglubundnu áhættumiðuðu eftirliti, samvinnu og samtengdu viðbragði við ógnarmyndum er tryggt með sem bestum hætti að við stöndumst þær áskoranir sem stafræn samfélög standa frammi fyrir – nú og til framtíðar. Höfundur er sviðsstjóri netöryggissviðs Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Tækni Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Netöryggi er ekki lengur valkostur heldur lykilþáttur í öryggi íslensks samfélags. Hér á landi eru margar grundvallarþjónustur háðar virkni upplýsinga- og fjarskiptakerfa, og öflugt netöryggi er því nauðsynlegt fyrir stöðugleika og virkni samfélagsins. Alþingi samþykkti nýverið lög sem breyta Varnarmálalögum með þeim hætt að þau færa CERT-IS, landsbundið öryggis- og viðbragðsteymi vegna netatvika og áhættu, frá Fjarskiptastofu og undir stjórn utanríkisráðuneytisins. Markmiðið laganna er að efla varnartengda þætti á sviði netöryggis. Áfram mun CERT-IS sinna lögbundnu hlutverki sínu á grundvelli netöryggislaga. Þrátt fyrir þessar breytingar er mikilvægt að undirstrika að netöryggisábyrgð stjórnvalda nær langt út fyrir CERT-IS. Innviðaráðherra fer áfram með málefni netöryggis á grundvelli forsetaúrskurðar þar um og þá gegnir netöryggissvið Fjarskiptastofu og önnur eftirlitsstjórnvöld áfram kjarnahlutverki í fyrirbyggjandi netöryggisvörnum samfélagsins. Sviðið gegnir samhæfingar- og ráðgjafarhlutverki gagnvart öðrum eftirlitsstjórnvöldum varðandi framkvæmd netöryggislaganna og er tengiliður íslenskra stjórnvalda á sviði netöryggis og tekur þátt í stefnumarkandi samstarfi Evrópusambandsins á þessu sviði, Norðurlandasamstarfi og í nefndarstarfi NATO. Heildstæð og áhættumiðuð sýn: Netöryggisstjórnun í nýju landslagi Netöryggissviðið Fjarskiptastofu ber ábyrgð á eftirliti með netöryggi gagnvart kjarnainnviðum stafræns samfélags og eru verkefni þess víðtæk – allt frá áhættugreiningum, úttektum og prófunum á netvörnum til stefnumótunar og samstarfs við innlend og erlend stjórnvöld. Þetta felst í framkvæmd sjálfsmata til að meta stöðu netöryggis hjá aðilum, dýpri úttektum á stjórnkerfi netöryggis sem og prófunum á netvörnum aðila. Þá framkvæmdir netöryggissvið ýmsar áhættugreiningar t.a.m. vegna sérstakra ógna á borð við innrás Rússa í Úkraínu og/eða sérstakra kerfa líkt og 5G kerfa. Öll þessi verkefni miða að því að greina áhættur þannig að hægt sé að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og auka þannig netöryggi samfélagsins. Í flestum tilvikum er aðilum gefin bindandi fyrirmæli um úrbætur til að bæta heildarnetöryggi aðila og eru í gildi í dag, tugir slíkra fyrirmæla hjá mismunandi mikilvægum innviðum. Með samræmdri nálgun, virku samstarfi og gagnadrifnu eftirliti vinnur netöryggissvið að því að efla viðnámsþol íslensks samfélags gagnvart sífellt flóknari netógnum. En virkar og vandaðar öryggisráðstafanir lágmarka þá áhættu sem steðjar stöðugt að öryggi net- og upplýsingakerfa. Í flóknu pólitísku alþjóðaumhverfi nútímans og með vaxandi netógnum verður fyrirbyggjandi netöryggi síst ofmetið. Formföst og virk umgjörð og stjórnun netöryggis leika ekki einungis lykilhlutverk við að tryggja virkni þjónustu og vernda upplýsingar fyrirtækja, heldur er það fyrsta varnarlínan til að gæta þjóðarhagsmuna, tryggja efnahagslegan- og samfélagslegan stöðugleika og vernda borgaranna. Sviðið fer einnig með eftirlit með rafrænum auðkenningum, rafrænum undirritunum og öðrum traustþjónustum. Þegar fram líða stundir mun það einnig sinna eftirliti tengdu stafræna auðkennisveskinu (EU Identity Wallet). Þetta er ekki síður mikilvægt verkefni þegar kemur að öryggi þeirrar stafrænu þróunar sem nú á sér stað hér á landi. Til viðbótar þá hýsir netöryggissvið Fjarskiptastofu Eyvöru – hæfnissetur Íslands í netöryggi. Eyvör er öflugur vettvangur fyrir fræðslu, þjálfun og samstarf sem miðar að því að efla færni, sérfræðiþekkingu og getu á sviði netöryggis. Tímamótalöggjöf Evrópusambandsins Í þessu tilliti er jafnframt nauðsynlegt að nefna nýja netöryggistilskipun Evrópusambandsins – almennt kölluð NIS2-tilskipun. Hún markar tímamót í netöryggismálum á Evrópska efnahagssvæðinu og mun hafa veruleg áhrif á hvernig aðildarríki skipuleggja og framfylgja netöryggi. Tilskipunin setur ríkari kröfur bæði á aðildarríkin sjálf sem og mikilvæga innviði um formlega stjórnun netöryggis, áhættumiðaða nálgun og upplýsingaskyldu um alvarleg atvik. Þá krefst hún samræmdra aðgerða innan ríkja og styrkrar samvinnu milli netöryggisstofnana á vettvangi ESB. Með NIS2 eykst einnig ábyrgð stjórnenda og skýrari krafa er gerð um að lönd hafi virka yfirsýn, framkvæmd og eftirfylgni með stöðu netöryggis í samfélagslega mikilvægu kerfum. Netöryggissvið Fjarskiptastofu hefur gegnt lykilhlutverki við undirbúning og innleiðingu NIS2 hér á landi. Mikilvægi samþættingar upplýsinga fyrir netöryggi Íslands Í krafti samhæfingarhlutverks síns leiðir netöryggissvið Fjarskiptastofu einnig uppbyggingu og framkvæmd aðferðafræði eftirlits hjá öðrum eftirlitsstofnunum. Þannig vinnur sviðið með Samgöngustofu, Umhverfis- og orkustofnun, Embætti landlæknis og Seðlabanka Íslands á þessu sviði. Saman eiga framangreind stjórnvöld að ná heildarmynd af netöryggisgetu samfélagsins. Með samræmdri nálgun og virku samstarfi tryggir sviðið að netöryggiskröfur séu útfærðar með samræmdum hætti milli greina. Í dag stendur netöryggissviðið t.a.m. að framkvæmd samhæfðs sjálfsmats allra aðila sem falla undir netöryggislögin. Markmiðið er að fá heildstæða mynd af stöðu netöryggis mikilvægra innviða í samfélaginu og styðja við forgangsröðun í úrbótum þar sem veikleikar kunna að finnast. Til að tryggja netöryggi íslenskra samfélags- og efnahagslegra mikilvægra innviða þarf að byggja á heildstæðri mynd af netöryggisstöðu þeirra. CERT-IS gegnir auðvitað mikilvægu hlutverki með því að m.a. veita stjórnvöldum stöðugt uppfærðar upplýsingar um stöðumynd ógna á hverjum tíma, sem er liður í áhættumiðaðri stjórnun og eftirliti netöryggis. Með slíkum upplýsingum, auk upplýsinga sem stjórnvöld búa yfir um stöðu aðilanna sjálfra, sem byggja á niðurstöðum sjálfsmata, úttekta, prófana og áhættugreininga stjórnvalda, er hægt að meta stöðu netöryggis hér á landi á nokkuð heildstæðan hátt. Með áhættumiðuðu eftirliti og samhæfingu og samvinnu annarra eftirlitsstjórnvalda er lagður grundvöllur fyrir því að viðeigandi aðgerðir séu settar í gang þar sem veikleikar eða brotalamir koma í ljós. Þannig er stöðugt unnið að því að efla varnir og undirbúa kerfi mikilvægra innviða fyrir þær ógnir sem geta stafað af netárásum eða öðrum netógnunum. Netöryggisstjórnun hérlendis á því að byggja á sterkri samvinnu milli þeirra sem greina og birta ógnarmyndina og þeirra sem framkvæma eftirlit og setja fram kröfur og ráðstafanir gagnvart rekstraraðilum. Enda er slík ógnarmynd og upplýsingar um aðferðafræði árásaðila lykilatriði í því að verjast þeim. Þá er mikilvægt að efla og virkja samstarf við aðra aðila líkt og Ríkislögreglustjóra og önnur lögregluyfirvöld sem fara með greiningar á öryggi ríkisins, viðbrögð í almannavarnarástandi og rannsókn mála, að ógleymdum mikilvægu innviðunum sjálfum. Þessi samtenging er lífsnauðsynleg til að viðhalda varnargetu og viðnámi íslenskra innviða gagnvart sífellt flóknari og öflugri netógnum. Varnir Íslands liggja í traustum og virkum netvörnum mikilvægra innviða, þar sem netöryggisstjórnun og áhættustýring eru lykilþættir til að tryggja samfellu og öryggi samfélagsins alls. Með fyrirbyggjandi aðgerðum, reglubundnu áhættumiðuðu eftirliti, samvinnu og samtengdu viðbragði við ógnarmyndum er tryggt með sem bestum hætti að við stöndumst þær áskoranir sem stafræn samfélög standa frammi fyrir – nú og til framtíðar. Höfundur er sviðsstjóri netöryggissviðs Fjarskiptastofu.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun