Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2025 12:00 Helgi Vífill Júlíusson hlutabréfagreinandi segir lækkun útgerðanna á markaði helst mega rekja til skattahækkana. Vísir Hlutabréfagreinandi segir lækkun útgerðanna á hlutabréfamarkaði síðustu vikur og mánuði helst mega rekja til hækkunar veiðigjalda. Vel geti verið að fjárfestar snúi sér annað þegar ljóst er að arðgreiðslur félaganna lækki. Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á veiðigjöldum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda 25. mars síðastliðinn. Frumvarpið var svo lagt fram á Alþingi 1. maí. Málið kom svo til annarrar umræðu fyrir mánuði síðan en það varð að lögum i gær. Lækkar á meðan markaðurinn hækkar almennt Síðasta mánuðinn hafa hlutabréf íslensku útgerðanna lækkað nokkuð. Hlutabréf Síldarvinnslunar haf lækkað um 11,32 prósent síðasta mánuðinn og um tæp 22 prósent síðasta árið. Bréf Ísfélagsins hafa lækkað um 14,17 prósent síðasta mánuðinn og um rúm 29 prósent síðasta árið. Hlutabréf Brims hafa lækkað um 7,32 prósent síðasta mánuðinn og um rúm 19 prósent síðasta árið. „Á meðan viðmiðunarvísitalan, þar sem við horfum til allra félaga sem eru skráð á markað, hækkaði um fjögur prósent. Ég held að það sé óhætt að segja að þetta stafi eiginlega bara af aukinni skattheimtu á félögin,“ segir Helgi Vífill Júlíusson hlutabréfagreinandi hjá Reitun og bætir við að loðnubrestur síðustu ára gæti hafa haft áhrif sömuleiðis. Hafi áhrif á lengri tíma fjárfestingar Vegna þessa hefur Reitun lækkað virðismat á félögunum þremur um tíu til fimmtán prósent. Veiðigjöld námu um 20 prósentum af hagnaði félaganna í fyrra. Hækkun veiðigjalda verður innleidd í skrefum á næstu árum og stendur til að allt að tvöfalda þau. „Ætli það hafi ekki einhverjir fjarfestar vonað að þetta lagafrumvarp myndi ekki ná fram að ganga, eins og hefur gerst þegar hefur átt að leggja fram svona skattheimtu á útgerðirnar,“ segir Helgi. „Sjávarútvegsfélög byggja á mikillli fjárfestingu bæði í skipum og fiskvinnslu. Það krefst mikilla fjármuna til lengri tíma að fjárfesta í þessu og þá með þessum auknu veiðigjöldum er auðvitað er dregið úr frjálsu sjóðsstreymi fyrirtækjanna sem hefur áhrif á fjárfestingu til lengri tíma og svo auðvitað arðgreiðslu hluthafa.“ Snúi sér annað Síldarvinnslan greiddi hluthöfum 2,35 milljarða króna í arð í mars. Ísfélagið greiddi 2,1 milljarð króna í arð í maí og Brim greiddi tæpa 2,9 milljarða í arð í mars. Er þetta raunverulega svona stór biti til að kyngja? „Já algjörlega,“ segir Helgi Vífill. „Með þessa auknu skattheimtu ertu ekki að fá mikla arðsemi úr fjárfestingunni. Þá má auðvitað velta fyrir sér hvort það sé ekki betra að geyma peninginn annars staðar.“ Hverful auðlind Helgi Vífill bendir á að íslensku fyrirtækin séu að keppa við fyrirtæki á heimsvísu, sem fæst greiði auðlindaskatt. „Í hinum OECD ríkjunum er sjávarútvegur meira og minna ríkisstyrktur. Skattlagningin er því að draga úr slagkrafti atvinnugreinarinnar sem hefur áhrif á virðismat til lengri tíma og þar með gengisþróun á markaði,“ segir Helgi. Eins stóli fyrirtækin á auðlind sem er ekki alltaf hægt að reiða sig á, líkt og loðnubresturinn hafi sýnt. „Þú þarft að hafa vel fjármögnuð fyrirtæki til að taka á móti erfiðum tíma í rekstri. Þetta er auðlind sem er ekki hægt að ganga að vísri. Það koma gjöful ár og erfið ár. Það liggur í hlutarins eðli þegar unnið er með náttúruna.“ Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Kauphöllin Tengdar fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórnarandstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir valdhafar þyrftu að draga þá gömlu undir húsvegg og skjóta þá svo að valdaskipti væru tryggð. 14. júlí 2025 23:38 Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Af þeim 710 klukkustundum sem Alþingismenn sátu þingfund á nýju löggjafarþingi var tæpum fjórðungi varið í umræðu um veiðigjöld. 14. júlí 2025 23:15 Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum hefur verið samþykkt af meiri hluta Alþingis. 14. júlí 2025 14:16 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Sjá meira
Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á veiðigjöldum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda 25. mars síðastliðinn. Frumvarpið var svo lagt fram á Alþingi 1. maí. Málið kom svo til annarrar umræðu fyrir mánuði síðan en það varð að lögum i gær. Lækkar á meðan markaðurinn hækkar almennt Síðasta mánuðinn hafa hlutabréf íslensku útgerðanna lækkað nokkuð. Hlutabréf Síldarvinnslunar haf lækkað um 11,32 prósent síðasta mánuðinn og um tæp 22 prósent síðasta árið. Bréf Ísfélagsins hafa lækkað um 14,17 prósent síðasta mánuðinn og um rúm 29 prósent síðasta árið. Hlutabréf Brims hafa lækkað um 7,32 prósent síðasta mánuðinn og um rúm 19 prósent síðasta árið. „Á meðan viðmiðunarvísitalan, þar sem við horfum til allra félaga sem eru skráð á markað, hækkaði um fjögur prósent. Ég held að það sé óhætt að segja að þetta stafi eiginlega bara af aukinni skattheimtu á félögin,“ segir Helgi Vífill Júlíusson hlutabréfagreinandi hjá Reitun og bætir við að loðnubrestur síðustu ára gæti hafa haft áhrif sömuleiðis. Hafi áhrif á lengri tíma fjárfestingar Vegna þessa hefur Reitun lækkað virðismat á félögunum þremur um tíu til fimmtán prósent. Veiðigjöld námu um 20 prósentum af hagnaði félaganna í fyrra. Hækkun veiðigjalda verður innleidd í skrefum á næstu árum og stendur til að allt að tvöfalda þau. „Ætli það hafi ekki einhverjir fjarfestar vonað að þetta lagafrumvarp myndi ekki ná fram að ganga, eins og hefur gerst þegar hefur átt að leggja fram svona skattheimtu á útgerðirnar,“ segir Helgi. „Sjávarútvegsfélög byggja á mikillli fjárfestingu bæði í skipum og fiskvinnslu. Það krefst mikilla fjármuna til lengri tíma að fjárfesta í þessu og þá með þessum auknu veiðigjöldum er auðvitað er dregið úr frjálsu sjóðsstreymi fyrirtækjanna sem hefur áhrif á fjárfestingu til lengri tíma og svo auðvitað arðgreiðslu hluthafa.“ Snúi sér annað Síldarvinnslan greiddi hluthöfum 2,35 milljarða króna í arð í mars. Ísfélagið greiddi 2,1 milljarð króna í arð í maí og Brim greiddi tæpa 2,9 milljarða í arð í mars. Er þetta raunverulega svona stór biti til að kyngja? „Já algjörlega,“ segir Helgi Vífill. „Með þessa auknu skattheimtu ertu ekki að fá mikla arðsemi úr fjárfestingunni. Þá má auðvitað velta fyrir sér hvort það sé ekki betra að geyma peninginn annars staðar.“ Hverful auðlind Helgi Vífill bendir á að íslensku fyrirtækin séu að keppa við fyrirtæki á heimsvísu, sem fæst greiði auðlindaskatt. „Í hinum OECD ríkjunum er sjávarútvegur meira og minna ríkisstyrktur. Skattlagningin er því að draga úr slagkrafti atvinnugreinarinnar sem hefur áhrif á virðismat til lengri tíma og þar með gengisþróun á markaði,“ segir Helgi. Eins stóli fyrirtækin á auðlind sem er ekki alltaf hægt að reiða sig á, líkt og loðnubresturinn hafi sýnt. „Þú þarft að hafa vel fjármögnuð fyrirtæki til að taka á móti erfiðum tíma í rekstri. Þetta er auðlind sem er ekki hægt að ganga að vísri. Það koma gjöful ár og erfið ár. Það liggur í hlutarins eðli þegar unnið er með náttúruna.“
Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Kauphöllin Tengdar fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórnarandstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir valdhafar þyrftu að draga þá gömlu undir húsvegg og skjóta þá svo að valdaskipti væru tryggð. 14. júlí 2025 23:38 Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Af þeim 710 klukkustundum sem Alþingismenn sátu þingfund á nýju löggjafarþingi var tæpum fjórðungi varið í umræðu um veiðigjöld. 14. júlí 2025 23:15 Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum hefur verið samþykkt af meiri hluta Alþingis. 14. júlí 2025 14:16 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Sjá meira
Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórnarandstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir valdhafar þyrftu að draga þá gömlu undir húsvegg og skjóta þá svo að valdaskipti væru tryggð. 14. júlí 2025 23:38
Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Af þeim 710 klukkustundum sem Alþingismenn sátu þingfund á nýju löggjafarþingi var tæpum fjórðungi varið í umræðu um veiðigjöld. 14. júlí 2025 23:15
Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum hefur verið samþykkt af meiri hluta Alþingis. 14. júlí 2025 14:16