„Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2025 12:33 Höskuldur á von á opnari leik og segir Blikana verða að sýna hugrekki og spila fram á við. vísir / arnar Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er fullur tilhlökkunar fyrir seinni leik Breiðabliks gegn albanska liðinu Egnatia í undankeppni Meistaradeildarinnar. Blikarnir fara inn í leikinn marki undir, en Höskuldur segir þá vita hvað þurfi að gera til að fagna sigri. Klippa: Höskuldur spenntur fyrir seinni leiknum gegn Egnatia „Mér líður bara vel. Búin að vera tilhlökkun í manni, búinn að bíða svolítið eftir leiknum. Fínt að fá frí í deildinni hérna heima á milli leikja, það munar um það. Ég held að við séum allir bara mjög ferskir og peppaðir fyrir leiknum á morgun“ sagði Höskuldur, aðspurður um sína líðan fyrir seinni leikinn. Verða að vera hugrakkir og spila fram á við Höskuldur segir vikuna á milli leikja hafa nýst vel, fyrst til hvíldar en síðan æfinga og leikgreininga. Blikarnir eru búnir að leggjast yfir fyrri leikinn og kortleggja andstæðinginn fyrir seinni leikinn. „Þetta verða ekki jafn miklar þreifingar og jafn lokaður leikur. Við höfum nýtt tímann vel og erum með góða aðgerðaráætlun… Við berum að sjálfsögðu virðingu fyrir þessu fína liði, þetta eru albönsku meistararnir og við erum meðvitaðir um hvar þeir geta sært okkur. Verðum að vera þroskaðir, hvað það varðar, en svo þurfum við bara að vera trúir sjálfum okkur og spila upp á okkar styrkleika. Það er bara að vera hugrakkir, spila fram á við, halda vel í boltann og halda góðu tempói.“ Fyrri leikurinn frekar lokaður Fyrri leikur liðanna var fremur jafn að mati Höskuldar, lokaður leikur með fáum færum. „Við gerðum að langstærstu leiti nægilega vel í fyrri leiknum. Það er að segja, bara að hafa þetta sem fyrri hálfleik, máta okkur við þá og halda leiknum nokkuð lokuðum án þess að falla til baka. Við stóðum hátt á þá og beindum þeim þangað sem við vildum. Að sama skapi hefði maður alveg viljað og það voru alveg tækifæri til að skaða þá meira sóknarlega, við fengum fínar stöður. Heilt yfir sé ég þetta samt sem okkar að klára á Kópavogsvelli.“ Fagnaðarlætin fóru ekkert í taugarnar Egnatia fagnaði sigrinum af mikilli ákefð eftir að hafa skorað mark í uppbótartíma. Allir varamenn liðsins ruddust inn á völlinn og fengu fyrir það gult spjald. Sigurinn virtist nánast koma albanska liðinu á óvart, sem gæti gefið Blikunum sjálfstraust fyrir seinni leikinn. „Ég held að við séum ekkert að lesa of mikið í það, þetta var bara geðshræring sem tók yfir mannskapinn þarna… En jújú, ég viðurkenni það alveg að á sama tíma kom alveg upp í manni: Sjáumst á Kópavogsvelli“ sagði Höskuldur í viðtali sem var tekið á blaðamannafundi Breiðabliks í gær og má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira
Klippa: Höskuldur spenntur fyrir seinni leiknum gegn Egnatia „Mér líður bara vel. Búin að vera tilhlökkun í manni, búinn að bíða svolítið eftir leiknum. Fínt að fá frí í deildinni hérna heima á milli leikja, það munar um það. Ég held að við séum allir bara mjög ferskir og peppaðir fyrir leiknum á morgun“ sagði Höskuldur, aðspurður um sína líðan fyrir seinni leikinn. Verða að vera hugrakkir og spila fram á við Höskuldur segir vikuna á milli leikja hafa nýst vel, fyrst til hvíldar en síðan æfinga og leikgreininga. Blikarnir eru búnir að leggjast yfir fyrri leikinn og kortleggja andstæðinginn fyrir seinni leikinn. „Þetta verða ekki jafn miklar þreifingar og jafn lokaður leikur. Við höfum nýtt tímann vel og erum með góða aðgerðaráætlun… Við berum að sjálfsögðu virðingu fyrir þessu fína liði, þetta eru albönsku meistararnir og við erum meðvitaðir um hvar þeir geta sært okkur. Verðum að vera þroskaðir, hvað það varðar, en svo þurfum við bara að vera trúir sjálfum okkur og spila upp á okkar styrkleika. Það er bara að vera hugrakkir, spila fram á við, halda vel í boltann og halda góðu tempói.“ Fyrri leikurinn frekar lokaður Fyrri leikur liðanna var fremur jafn að mati Höskuldar, lokaður leikur með fáum færum. „Við gerðum að langstærstu leiti nægilega vel í fyrri leiknum. Það er að segja, bara að hafa þetta sem fyrri hálfleik, máta okkur við þá og halda leiknum nokkuð lokuðum án þess að falla til baka. Við stóðum hátt á þá og beindum þeim þangað sem við vildum. Að sama skapi hefði maður alveg viljað og það voru alveg tækifæri til að skaða þá meira sóknarlega, við fengum fínar stöður. Heilt yfir sé ég þetta samt sem okkar að klára á Kópavogsvelli.“ Fagnaðarlætin fóru ekkert í taugarnar Egnatia fagnaði sigrinum af mikilli ákefð eftir að hafa skorað mark í uppbótartíma. Allir varamenn liðsins ruddust inn á völlinn og fengu fyrir það gult spjald. Sigurinn virtist nánast koma albanska liðinu á óvart, sem gæti gefið Blikunum sjálfstraust fyrir seinni leikinn. „Ég held að við séum ekkert að lesa of mikið í það, þetta var bara geðshræring sem tók yfir mannskapinn þarna… En jújú, ég viðurkenni það alveg að á sama tíma kom alveg upp í manni: Sjáumst á Kópavogsvelli“ sagði Höskuldur í viðtali sem var tekið á blaðamannafundi Breiðabliks í gær og má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira