Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Agnar Már Másson skrifa 15. júlí 2025 20:48 Ökumaður krossara spændi upp móann við Nesjavallaleið. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir landvörður. Samsett Mynd Landvörður telur utanvegaakstur daglegt brauð í Reykjanesfólkvangi og sökudólgana í flestum tilfellum Íslendinga. Myndband af ökumanni á mótorkrosshjóli aka utan vegar við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu vakti mikla athygli þegar það var birt í gær. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson birti myndbandið á Facebook, þar sem hann sagðist hafa séð tvo menn, hvor á sínum krossara, keyra utan vegar í móa skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Skráningarnúmer hafi vantað á ökutækin. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. „Ég sé alla vega ummerki um þennan akstur og við stöndum nú ofan á ummerkjum um mótorhjól sem hafa verið keyrð utan vegar,“ segir Ásta Kristín Davíðsdóttir landvörður. „Ég held að þetta sé daglegt meðan færð leyfir,“ bætir hún við en Ásta segir fólk keyra utan vega á mótorhjólum, buggybílum, fjórhjólum og jeppum í bland. Mótorhjólamennirnir fari oft lengra og meira en aðrir. „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir Ásta, „þetta er náttúra sem skiptir okkur miklu máli og við fundum það í Covid og fleiri tímum sem við þurftum mikið á henni að halda og vera úti að hún er ekki eitthvað sem við eigum endalaust af. Við verðum að fara vel með það sem við eigum af því.“ Myndband birtist í fjölmiðlum árið 2018 þar sem sjá má ökumann bíls spóla um í mosanum. Á Instagram-síðunni Ekki aka utan vega á Íslandi takk má sjá myndir af sama svæði sem teknar voru í haust og vetur. Enn má sjá hjólförin í mosanum sjö árum síðar. „Þetta hefur mikil áhrif á náttúruna. Það eru gríðarlegar skemmdir að eitthvað hjól sé að tæta upp grónar brekkur. Þetta á ekki að eiga sér stað.“ Algengast er að Íslendingar eða fólk búsett hér á landi gerist sekt um utanvegaakstur, ekki síst á hálendinu þar sem fólk þarf að vera á upphækkuðum jeppum með hærra loftinntaki. Heldurðu að fólkið viti að þetta megi ekki? „Þessi lög eru frá 1970 og eitthvað,“ svarar Ásta. „Ég efast um að fólkið sem þetta gerir hafi fengið próf fyrir þann tíma.“ Umhverfismál Reykjanesbær Bílar Ferðaþjónusta Bílaleigur Utanvegaakstur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Myndband af ökumanni á mótorkrosshjóli aka utan vegar við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu vakti mikla athygli þegar það var birt í gær. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson birti myndbandið á Facebook, þar sem hann sagðist hafa séð tvo menn, hvor á sínum krossara, keyra utan vegar í móa skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Skráningarnúmer hafi vantað á ökutækin. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. „Ég sé alla vega ummerki um þennan akstur og við stöndum nú ofan á ummerkjum um mótorhjól sem hafa verið keyrð utan vegar,“ segir Ásta Kristín Davíðsdóttir landvörður. „Ég held að þetta sé daglegt meðan færð leyfir,“ bætir hún við en Ásta segir fólk keyra utan vega á mótorhjólum, buggybílum, fjórhjólum og jeppum í bland. Mótorhjólamennirnir fari oft lengra og meira en aðrir. „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir Ásta, „þetta er náttúra sem skiptir okkur miklu máli og við fundum það í Covid og fleiri tímum sem við þurftum mikið á henni að halda og vera úti að hún er ekki eitthvað sem við eigum endalaust af. Við verðum að fara vel með það sem við eigum af því.“ Myndband birtist í fjölmiðlum árið 2018 þar sem sjá má ökumann bíls spóla um í mosanum. Á Instagram-síðunni Ekki aka utan vega á Íslandi takk má sjá myndir af sama svæði sem teknar voru í haust og vetur. Enn má sjá hjólförin í mosanum sjö árum síðar. „Þetta hefur mikil áhrif á náttúruna. Það eru gríðarlegar skemmdir að eitthvað hjól sé að tæta upp grónar brekkur. Þetta á ekki að eiga sér stað.“ Algengast er að Íslendingar eða fólk búsett hér á landi gerist sekt um utanvegaakstur, ekki síst á hálendinu þar sem fólk þarf að vera á upphækkuðum jeppum með hærra loftinntaki. Heldurðu að fólkið viti að þetta megi ekki? „Þessi lög eru frá 1970 og eitthvað,“ svarar Ásta. „Ég efast um að fólkið sem þetta gerir hafi fengið próf fyrir þann tíma.“
Umhverfismál Reykjanesbær Bílar Ferðaþjónusta Bílaleigur Utanvegaakstur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira