Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar 16. júlí 2025 08:32 Stríðsglæpir, landrán og þjóðarmorð Ísraels skipa landinu á bekk með verstu níðingum samtímans í samfélagi þjóðanna. Stríðsglæpir eru framdir fyrir opnum tjöldum. Hermönnum Ísraelshers, IDF, er fyrirskipað að drepa óbreytta borgara sem koma á hjálparstöðvar til að leita sér matar eða lyfja. Læknar og bráðaliðar eru myrtir með köldu blóði. Yfir tvær milljónir íbúa Gaza eru sveltir, og þeir hraktir eins og dýr til slátrunar undir sprengjuregni og skothríð. Sjúkrahús, skólar, bókasöfn, háskólar, vatnsveitur, orkuver – engu er eirt, allt er sprengt í tætlur. Um 20 þúsund börn hafa verið myrt af Ísraelsher á Gaza, og tugir þúsunda eru særð og örkumla til líkama og sálar. Sprengjumagnið sem ausið hefur verið yfir Gaza samsvarar eyðileggingarkrafti þriggja Hiróshima sprengja. Gaza er í rúst, verr farið en Dresden eftir verstu sprengiárásir Seinni Heimsstyrjaldarinnar. Þúsundir Palestínumanna eru fangelsaðir án dóms og laga – þar á meðal hundruðir barna og unglinga – og sæta þar margvíslegu ofbeldi og pyntingum. Nú fyrirhuga stjórnvöld í Ísrael að safna íbúum Gaza í fangabúðir þar sem svelta á íbúana til að fallast á að flýja til nágrannalandanna. Samtímis er hert á aðgerðum á herteknu svæðunum, þorp og ólífulundir Palestínumanna eru brennd og þeir myrtir – allt í nafni þess að skapa aukið lífsrými fyrir „landnema“ gyðinga. Ísrael fetar hér í fótspor nasistanna: þeir frömdu þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir í nafni „lebensraum“ – til að skapa meira rými fyrir hinn aríska kynstofn. Lokalausn nasistanna voru útrýmingarbúðir. Lokalausn síonistanna er að drepa og hrekja Palestínumenn á brott. Það er sorglegra en tárum taki að yfirgnæfandi meirihluti íbúa Ísraels styður þessa villimennsku stjórnar Netanyahus. Stríðsglæpir Ísraels hafa verið fordæmdir af jafnt Sameinuðu Þjóðunum sem alþjóðlegum mannúðarsamtökum eins og Rauða Krossinum, Amnesty International og Lækna án landamæra. Til hvers að eiga í stjórnmálasambandi við ríki eins og Ísrael, sem hundsar alla gangrýni og lætur samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem vind um eyru þjóta? Til hvers að eiga samtal við ofbeldisseggi sem kæra sig kollótta um mannréttindi, mannúð og mannvirðingu, og gera allt sem þeir geta til að brjóta niður alþjóðalög og alþjóðastofnanir? Við getum ekki fallist á að það sé allt í lagi að hrekja Palestínumenn af landi sínu, fangelsa, pynta og myrða. Við höfum ekkert að gera með að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stundar þessa villimennsku, og við eigum að taka afgerandi afstöðu gegn þessu ofbeldisríki. Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael! Stöðva öll viðskipti við landið, jafnt efnahagsleg sem menningarleg og vísindaleg. Ísland ætti skipa sér í hóp þjóða eins og Suður Afríku, Brasilíu, Spánar og Írlands sem krefjast þess að Ísrael verði látið svara til saka fyrir glæpi sína! Höfundur er prófessor á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Stríðsglæpir, landrán og þjóðarmorð Ísraels skipa landinu á bekk með verstu níðingum samtímans í samfélagi þjóðanna. Stríðsglæpir eru framdir fyrir opnum tjöldum. Hermönnum Ísraelshers, IDF, er fyrirskipað að drepa óbreytta borgara sem koma á hjálparstöðvar til að leita sér matar eða lyfja. Læknar og bráðaliðar eru myrtir með köldu blóði. Yfir tvær milljónir íbúa Gaza eru sveltir, og þeir hraktir eins og dýr til slátrunar undir sprengjuregni og skothríð. Sjúkrahús, skólar, bókasöfn, háskólar, vatnsveitur, orkuver – engu er eirt, allt er sprengt í tætlur. Um 20 þúsund börn hafa verið myrt af Ísraelsher á Gaza, og tugir þúsunda eru særð og örkumla til líkama og sálar. Sprengjumagnið sem ausið hefur verið yfir Gaza samsvarar eyðileggingarkrafti þriggja Hiróshima sprengja. Gaza er í rúst, verr farið en Dresden eftir verstu sprengiárásir Seinni Heimsstyrjaldarinnar. Þúsundir Palestínumanna eru fangelsaðir án dóms og laga – þar á meðal hundruðir barna og unglinga – og sæta þar margvíslegu ofbeldi og pyntingum. Nú fyrirhuga stjórnvöld í Ísrael að safna íbúum Gaza í fangabúðir þar sem svelta á íbúana til að fallast á að flýja til nágrannalandanna. Samtímis er hert á aðgerðum á herteknu svæðunum, þorp og ólífulundir Palestínumanna eru brennd og þeir myrtir – allt í nafni þess að skapa aukið lífsrými fyrir „landnema“ gyðinga. Ísrael fetar hér í fótspor nasistanna: þeir frömdu þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir í nafni „lebensraum“ – til að skapa meira rými fyrir hinn aríska kynstofn. Lokalausn nasistanna voru útrýmingarbúðir. Lokalausn síonistanna er að drepa og hrekja Palestínumenn á brott. Það er sorglegra en tárum taki að yfirgnæfandi meirihluti íbúa Ísraels styður þessa villimennsku stjórnar Netanyahus. Stríðsglæpir Ísraels hafa verið fordæmdir af jafnt Sameinuðu Þjóðunum sem alþjóðlegum mannúðarsamtökum eins og Rauða Krossinum, Amnesty International og Lækna án landamæra. Til hvers að eiga í stjórnmálasambandi við ríki eins og Ísrael, sem hundsar alla gangrýni og lætur samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem vind um eyru þjóta? Til hvers að eiga samtal við ofbeldisseggi sem kæra sig kollótta um mannréttindi, mannúð og mannvirðingu, og gera allt sem þeir geta til að brjóta niður alþjóðalög og alþjóðastofnanir? Við getum ekki fallist á að það sé allt í lagi að hrekja Palestínumenn af landi sínu, fangelsa, pynta og myrða. Við höfum ekkert að gera með að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stundar þessa villimennsku, og við eigum að taka afgerandi afstöðu gegn þessu ofbeldisríki. Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael! Stöðva öll viðskipti við landið, jafnt efnahagsleg sem menningarleg og vísindaleg. Ísland ætti skipa sér í hóp þjóða eins og Suður Afríku, Brasilíu, Spánar og Írlands sem krefjast þess að Ísrael verði látið svara til saka fyrir glæpi sína! Höfundur er prófessor á eftirlaunum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun