Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. júlí 2025 10:23 Engar fregnir hafa borist af því að til standi að koma til móts víð íbúa vegna vöruskemmunnar við Álfabakka 2. Og nú eru framkvæmdir hafnar við göngustíga þétt upp við svalir íbúa. Vísir/Vilhelm Ingi Þór Hafsteinsson, íbúi í Árskógum, segir íbúa vera búna að standa í stappi við Reykjavíkurborg allt frá því þeir fluttu inn. Fyrst var það frágangur við húsið, svo göngustígur og að lokum „græna gímaldið“ svokallaða. Nú eru aftur hafnar framkvæmdir við göngustíg, sem Ingi Þór segir liggja í minna en metra fjarlægð frá svölunum hjá sér. „Í reglum segir að þeir eigi að hafa samráð við íbúa varðandi allar svona framkvæmdir í nærumhverfinu en það var ekkert haft samráð við okkur. Það mættu bara vinnuvélar einn morguninn í síðust viku og byrjuðu.“ Ingi Þór setti sig í framhaldinu í samband við borgina og fékk að lokum teikningar, sem hann segir sýna steyptan vegg fyrir framan tvær íbúðir, upp við og upp fyrir gluggana. „Þannig að blessað fólkið sem býr þarna í endaíbúðinni og ætlar að njóta þess að sitja þarna úti á svölum hjá sér, það horfir bara á Berlínarmúrinn,“ segir Ingi Þór. „Svalirnar hjá okkur eru allar yfirbyggðar, mjög huggulegar svalir, og fólk notar þær mikil til að setjast út og njóta.“ Ingi Þór segir íbúa hafa átt fund með verkefnastjóra, sem hafi gengið vel. Menn hafi tekið jákvætt í þeirra tillögur. „En svo snýst allt á annan endann og það á bara að halda áfram sömu vitleysunni,“ bætir hann við. „Að reisa þennan vegg og malbika hérna göngustíg. Tillögur okkar voru að leggja bara gras hérna fyrir framan en þá kom í ljós að það á að vera hægt að keyra hérna inn á þetta, neyðarbílar.“ Spurður að því hvernig stemningin sé meðal íbúa eftir allt sem á undan er gengið er Ingi Þór ekki lengi að svara. „Mórallinn er bara ömurlegur,“ segir hann. „Og maður nær kannski tveimur, þremur tímum á nóttunni útaf þessu.“ Ingi Þór segist nú bíða og sjá hvað verður; hvort mótmæli sem íbúar efndu til í gær skila einhverju. Hann segist þó hóflega bjartsýnn miðað við hvernig komið hafi verið fram við íbúana hingað til. Bítið Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira
Nú eru aftur hafnar framkvæmdir við göngustíg, sem Ingi Þór segir liggja í minna en metra fjarlægð frá svölunum hjá sér. „Í reglum segir að þeir eigi að hafa samráð við íbúa varðandi allar svona framkvæmdir í nærumhverfinu en það var ekkert haft samráð við okkur. Það mættu bara vinnuvélar einn morguninn í síðust viku og byrjuðu.“ Ingi Þór setti sig í framhaldinu í samband við borgina og fékk að lokum teikningar, sem hann segir sýna steyptan vegg fyrir framan tvær íbúðir, upp við og upp fyrir gluggana. „Þannig að blessað fólkið sem býr þarna í endaíbúðinni og ætlar að njóta þess að sitja þarna úti á svölum hjá sér, það horfir bara á Berlínarmúrinn,“ segir Ingi Þór. „Svalirnar hjá okkur eru allar yfirbyggðar, mjög huggulegar svalir, og fólk notar þær mikil til að setjast út og njóta.“ Ingi Þór segir íbúa hafa átt fund með verkefnastjóra, sem hafi gengið vel. Menn hafi tekið jákvætt í þeirra tillögur. „En svo snýst allt á annan endann og það á bara að halda áfram sömu vitleysunni,“ bætir hann við. „Að reisa þennan vegg og malbika hérna göngustíg. Tillögur okkar voru að leggja bara gras hérna fyrir framan en þá kom í ljós að það á að vera hægt að keyra hérna inn á þetta, neyðarbílar.“ Spurður að því hvernig stemningin sé meðal íbúa eftir allt sem á undan er gengið er Ingi Þór ekki lengi að svara. „Mórallinn er bara ömurlegur,“ segir hann. „Og maður nær kannski tveimur, þremur tímum á nóttunni útaf þessu.“ Ingi Þór segist nú bíða og sjá hvað verður; hvort mótmæli sem íbúar efndu til í gær skila einhverju. Hann segist þó hóflega bjartsýnn miðað við hvernig komið hafi verið fram við íbúana hingað til.
Bítið Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira