„Þetta var bara byrjunin“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2025 15:45 Fjölmenn mótmæli voru haldin vegna ákvörðunar UEFA um að banna Crystal Palace að taka þátt í Evrópudeildinni. Sebastian Frej/Getty Images Mörg hundruð Crystal Palace stuðningsmenn efndu til kröfugöngu og mótmæltu ákvörðun UEFA um að banna félaginu að taka þátt í Evrópudeildinni í vetur. Forsvarsmaður mótmælanna segir þau bara rétt að byrja. UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, ákvað síðasta föstudag að færa Crystal Palace niður úr Evrópudeildinni í Sambandsdeildina. Vegna þess að félagið er undir sama eignarhaldi og franska félagið Lyon, sem endurheimti sitt sæti í Evrópudeildinni. Stuðningsmenn Crystal Palace efndu til mótmæla í gær og kröfðust þess að UEFA endurskoðaði ákvörðunina. Mótmælin voru skipulögð af Holmesdale Fanatics stuðningsmannahópnum og nokkur hundruð manna mættu. „Ég held að við getum snúið ákvörðuninni. Jafnvel þó við getum það ekki verðum við að koma skilaboðunum á framfæri því í þessum heimi eru sumir hlutir réttir og sumir rangir. Þetta er rangt“ sagði Micky Grafton, talsmaður stuðningsmannahópsins, við The Athletic sem fjallaði um mótmælin. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace. Yui Mok/PA Images via Getty Images „Kvöldið í kvöld er enginn endastöð, þetta var bara byrjunin. Við munum halda mótmælum áfram og stefnum á að senda strákana til Nyon [í Sviss, þar sem höfuðstöðvar UEFA eru]“ sagði hann einnig. Framkvæmdastjórinn hvatti til mótmæla Steve Parish, framkvæmdastjóri Crystal Palace, fannst ákvörðun UEFA fáránlega og hvatti stuðningsmenn félagsins til friðsamlegra mótmæla síðasta föstudag, í viðtali við Sky Sports. „UEFA: Siðferðislega gjaldþrota. Afturkallið ákvörðunina núna“Sebastian Frej/Getty Images Framkvæmdastjórinn skildi hreinlega ekkert í þessu og sagði UEFA vera að dæma Crystal Palace niður um deild út af smáatriðum sem skipta engu máli. Forsendurnar fyrir ákvörðuninni væru brostnar, vegna þess að John Textor væri búinn að selja hlut sinn í félaginu og hefði því ekkert með Crystal Palace að gera þegar Evrópudeildin hefst í haust. Sem er sannarlega rétt, Woody Johnson hefur keypt hlut John Textor og samþykki fékkst nýlega fyrir sölunni, hún verður frágengin á næstu dögum. UEFA dæmir hins vegar út frá því að félögin tvö, Crystal Palace og Lyon, voru undir sama eignarhaldi þegar fresturinn til að skila skjölum fyrir næsta tímabil rann út, þann 1. mars. Palace reyndi á þeim tíma að sýna fram á að John Textor færi ekki með stjórnarvöld, þó hann væri eigandi, en UEFA sannfærðist ekki. Crystal Palace mun áfrýja ákvörðun UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins. Evrópudeild UEFA UEFA Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, ákvað síðasta föstudag að færa Crystal Palace niður úr Evrópudeildinni í Sambandsdeildina. Vegna þess að félagið er undir sama eignarhaldi og franska félagið Lyon, sem endurheimti sitt sæti í Evrópudeildinni. Stuðningsmenn Crystal Palace efndu til mótmæla í gær og kröfðust þess að UEFA endurskoðaði ákvörðunina. Mótmælin voru skipulögð af Holmesdale Fanatics stuðningsmannahópnum og nokkur hundruð manna mættu. „Ég held að við getum snúið ákvörðuninni. Jafnvel þó við getum það ekki verðum við að koma skilaboðunum á framfæri því í þessum heimi eru sumir hlutir réttir og sumir rangir. Þetta er rangt“ sagði Micky Grafton, talsmaður stuðningsmannahópsins, við The Athletic sem fjallaði um mótmælin. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace. Yui Mok/PA Images via Getty Images „Kvöldið í kvöld er enginn endastöð, þetta var bara byrjunin. Við munum halda mótmælum áfram og stefnum á að senda strákana til Nyon [í Sviss, þar sem höfuðstöðvar UEFA eru]“ sagði hann einnig. Framkvæmdastjórinn hvatti til mótmæla Steve Parish, framkvæmdastjóri Crystal Palace, fannst ákvörðun UEFA fáránlega og hvatti stuðningsmenn félagsins til friðsamlegra mótmæla síðasta föstudag, í viðtali við Sky Sports. „UEFA: Siðferðislega gjaldþrota. Afturkallið ákvörðunina núna“Sebastian Frej/Getty Images Framkvæmdastjórinn skildi hreinlega ekkert í þessu og sagði UEFA vera að dæma Crystal Palace niður um deild út af smáatriðum sem skipta engu máli. Forsendurnar fyrir ákvörðuninni væru brostnar, vegna þess að John Textor væri búinn að selja hlut sinn í félaginu og hefði því ekkert með Crystal Palace að gera þegar Evrópudeildin hefst í haust. Sem er sannarlega rétt, Woody Johnson hefur keypt hlut John Textor og samþykki fékkst nýlega fyrir sölunni, hún verður frágengin á næstu dögum. UEFA dæmir hins vegar út frá því að félögin tvö, Crystal Palace og Lyon, voru undir sama eignarhaldi þegar fresturinn til að skila skjölum fyrir næsta tímabil rann út, þann 1. mars. Palace reyndi á þeim tíma að sýna fram á að John Textor færi ekki með stjórnarvöld, þó hann væri eigandi, en UEFA sannfærðist ekki. Crystal Palace mun áfrýja ákvörðun UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins.
Evrópudeild UEFA UEFA Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti