Körfubolti

Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar

Siggeir Ævarsson skrifar
Caitlin Clark meidd og vonsvikin á bekknum í gær
Caitlin Clark meidd og vonsvikin á bekknum í gær Vísir/Getty

Caitlin Clark, ein skærasta stjarna WNBA deildarinnar, meiddist aftur í leik Indiana Fever gegn Connecticut Sun í gær en hún hafði áður misst af fimm leikjum vegna sömu meiðsla.

Clark er að glíma við meiðsli í nára og þau virðast ætla að vera þrálát. Þetta var fjórði leikur hennar eftir endurkomuna en Clark hefur gengið illa að finna taktinn í skotum sínum. Í þessum fjórum leikjum hefur hún reynt 26 þriggjastiga skot en aðeins hitt úr sex. 

Áður en hún yfirgaf völlinn í gær átti hún í áhugaverðum samskiptum við einn dómara leiksins. Varalesarar hafa greint samskiptin og virðist Clark segja: „Are you fucking kidding me?“ og „That’s just rude. Grow up“ eða „Ertu að fokking grínast í mér? Þetta er bara dónaskapur. Reyndu að þroskast.“

Þessi meiðsli koma á versta tíma fyrir Clark og deildina en stjörnuleikurinn fer fram á laugardaginn á heimavelli Indiana Fever og er Clark fyrirliði annars liðsins. Það yrði því mikið áfall fyrir bæði aðdáendur og skipuleggjendur ef heimastjarnan þarf að sitja meidd á bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×