Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 17. júlí 2025 10:03 Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, dagana 31. júlí til 3. ágúst. Þetta árlega íþrótta- og fjölskylduhátíðarmót sem er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 11–18 ára, sameinar íþróttir, sköpun, útivist og menningu í einstöku umhverfi hér á Austurlandi. Mótið er ekki aðeins keppni heldur einnig vettvangur til að mynda vináttu, efla sjálfstraust og skapa ógleymanlegar minningar fyrir utan forvarnagildi þess. Hvað er Unglingalandsmót UMFÍ? Unglingalandsmótið er árlegur viðburður á vegum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og er eitt stærsta fjölskyldumót landsins. Þar gefst unglingum tækifæri til að keppa í fjölbreyttum íþróttagreinum, allt frá frjálsum íþróttum og knattspyrnu til fimleika, sunds og nýrra greina eins og grashandbolta, hjólreiða, pílukasts og rafíþrótta. Áhersla er lögð á þátttöku allra og að hver og einn fái að skína óháð getu eða fyrri reynslu. Það sem er einstakt við Unglingalandsmótið er sú áhersla sem lögð er á samveru og jákvæða upplifun. Þetta er ekki aðeins íþróttaviðburður heldur samfélagshátíð þar sem tónlist, kvöldvökur, og ýmiss konar afþreying fyrir alla aldurshópa hressir, bætir og kætir. Mótið er því meira en bara íþróttakeppni. Ákvörðunin um að halda það um verslunarmannahelgi var tekin í forvarnaskyni og hún hefur margborgað sig. Með öflugu samfélagi sjálfboðaliða og áherslu á heilbrigðan lífsstíl, jákvæða tengslamyndun og virka þátttöku skapar Unglingalandsmótið umhverfi sem eflir ungt fólk andlega, líkamlega og félagslega. Velkomin til Egilsstaða Ég vil bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin til Egilsstaða á Unglingalandsmót UMFÍ 2025! Bærinn okkar býr yfir góðri íþróttaaðstöðu, rúmgóðu tjaldsvæði og fjölbreyttri þjónustu sem nýtist bæði keppendum og öðrum gestum. Samfélagið á Austurlandi er samhent og reiðubúið að taka vel á móti ykkur og hér er mikil reynsla af því að halda stóra viðburði. Fjarlægðin frá höfuðborgarsvæðinu gerir mótið einnig að ferðalagi og ævintýri fyrir fjölskyldur sem koma lengra að. Allt stuðlar þetta að samveru, sterkari tengslum og nýjum minningum. Fallegt umhverfi, góðir innviðir og vingjarnlegt samfélag gera Egilsstaði að frábærum vettvangi fyrir þessa fjölbreyttu fjölskylduhátíð. Mikilvægi mótsins Unglingalandsmót er sannkölluð sumarhátíð fyrir fjölskyldur og vini alls staðar að af landinu og gegnir mikilvægu hlutverki í að efla íslensk ungmenni. Mótið er vettvangur þar sem áhersla er lögð á heilsueflingu, félagsfærni og jákvæða sjálfsmynd. Þátttakendur öðlast reynslu af því að taka þátt í viðburðum, kynnast nýju fólki og takast á við áskoranir í uppbyggilegu umhverfi. Einnig hefur mótið samfélagsleg áhrif. Það styrkir tengsl milli landshluta og dregur fram mikilvægi sjálfboðavinnu og samfélagslegrar þátttöku. Íbúar á mótsstað upplifa stolt og samstöðu og fá tækifæri til að kynna sitt samfélag fyrir gestum alls staðar að af landinu. Á bakvið Unglingalandsmótið stendur fjöldi eldhuga sem leggja fram tíma, krafta og reynslu í sjálfboðavinnu. Án þeirra væri ekki hægt að halda mótið. Sjálfboðaliðar eru fyrirmyndir, stuðningsaðilar og hluti af því samfélagi sem mótar unga fólkið. Hvernig tekur maður þátt? Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ 2025 fer fram á heimasíðu UMFÍ: www.umfi.is. Þátttökugjaldið er 9.900 kr. og innifalið í því er rétturinn til keppni, aðgengi að tjaldsvæði og viðburðum. Ekki er nauðsynlegt að vera skráður í íþróttafélag eða lið, mótið sér um að raða saman keppendum ef þarf. Skráningu lýkur 27. júlí 2025 og því er mikilvægt að skrá sig tímanlega, þetta er hátíð sem enginn unglingur, eða fjölskylda, ætti að missa af! Hlakka til að sjá ykkur sem flest á Unglingalandsmóti 2025. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og formaður framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Íþróttir barna Múlaþing Jónína Brynjólfsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, dagana 31. júlí til 3. ágúst. Þetta árlega íþrótta- og fjölskylduhátíðarmót sem er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 11–18 ára, sameinar íþróttir, sköpun, útivist og menningu í einstöku umhverfi hér á Austurlandi. Mótið er ekki aðeins keppni heldur einnig vettvangur til að mynda vináttu, efla sjálfstraust og skapa ógleymanlegar minningar fyrir utan forvarnagildi þess. Hvað er Unglingalandsmót UMFÍ? Unglingalandsmótið er árlegur viðburður á vegum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og er eitt stærsta fjölskyldumót landsins. Þar gefst unglingum tækifæri til að keppa í fjölbreyttum íþróttagreinum, allt frá frjálsum íþróttum og knattspyrnu til fimleika, sunds og nýrra greina eins og grashandbolta, hjólreiða, pílukasts og rafíþrótta. Áhersla er lögð á þátttöku allra og að hver og einn fái að skína óháð getu eða fyrri reynslu. Það sem er einstakt við Unglingalandsmótið er sú áhersla sem lögð er á samveru og jákvæða upplifun. Þetta er ekki aðeins íþróttaviðburður heldur samfélagshátíð þar sem tónlist, kvöldvökur, og ýmiss konar afþreying fyrir alla aldurshópa hressir, bætir og kætir. Mótið er því meira en bara íþróttakeppni. Ákvörðunin um að halda það um verslunarmannahelgi var tekin í forvarnaskyni og hún hefur margborgað sig. Með öflugu samfélagi sjálfboðaliða og áherslu á heilbrigðan lífsstíl, jákvæða tengslamyndun og virka þátttöku skapar Unglingalandsmótið umhverfi sem eflir ungt fólk andlega, líkamlega og félagslega. Velkomin til Egilsstaða Ég vil bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin til Egilsstaða á Unglingalandsmót UMFÍ 2025! Bærinn okkar býr yfir góðri íþróttaaðstöðu, rúmgóðu tjaldsvæði og fjölbreyttri þjónustu sem nýtist bæði keppendum og öðrum gestum. Samfélagið á Austurlandi er samhent og reiðubúið að taka vel á móti ykkur og hér er mikil reynsla af því að halda stóra viðburði. Fjarlægðin frá höfuðborgarsvæðinu gerir mótið einnig að ferðalagi og ævintýri fyrir fjölskyldur sem koma lengra að. Allt stuðlar þetta að samveru, sterkari tengslum og nýjum minningum. Fallegt umhverfi, góðir innviðir og vingjarnlegt samfélag gera Egilsstaði að frábærum vettvangi fyrir þessa fjölbreyttu fjölskylduhátíð. Mikilvægi mótsins Unglingalandsmót er sannkölluð sumarhátíð fyrir fjölskyldur og vini alls staðar að af landinu og gegnir mikilvægu hlutverki í að efla íslensk ungmenni. Mótið er vettvangur þar sem áhersla er lögð á heilsueflingu, félagsfærni og jákvæða sjálfsmynd. Þátttakendur öðlast reynslu af því að taka þátt í viðburðum, kynnast nýju fólki og takast á við áskoranir í uppbyggilegu umhverfi. Einnig hefur mótið samfélagsleg áhrif. Það styrkir tengsl milli landshluta og dregur fram mikilvægi sjálfboðavinnu og samfélagslegrar þátttöku. Íbúar á mótsstað upplifa stolt og samstöðu og fá tækifæri til að kynna sitt samfélag fyrir gestum alls staðar að af landinu. Á bakvið Unglingalandsmótið stendur fjöldi eldhuga sem leggja fram tíma, krafta og reynslu í sjálfboðavinnu. Án þeirra væri ekki hægt að halda mótið. Sjálfboðaliðar eru fyrirmyndir, stuðningsaðilar og hluti af því samfélagi sem mótar unga fólkið. Hvernig tekur maður þátt? Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ 2025 fer fram á heimasíðu UMFÍ: www.umfi.is. Þátttökugjaldið er 9.900 kr. og innifalið í því er rétturinn til keppni, aðgengi að tjaldsvæði og viðburðum. Ekki er nauðsynlegt að vera skráður í íþróttafélag eða lið, mótið sér um að raða saman keppendum ef þarf. Skráningu lýkur 27. júlí 2025 og því er mikilvægt að skrá sig tímanlega, þetta er hátíð sem enginn unglingur, eða fjölskylda, ætti að missa af! Hlakka til að sjá ykkur sem flest á Unglingalandsmóti 2025. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og formaður framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts 2025.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar