„Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. júlí 2025 12:03 Brynjar Björn og Sölvi Geir, þjálfarar Víkings, eru búnir að greina fyrri leikinn og orðnir spenntir fyrir seinni leiknum. vísir / lýður / diego Sölvi Geir Ottesen og Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfarar Víkings, voru báðir nokkuð ánægðir með fyrri leik liðsins gegn Malisheva í undankeppni Sambandsdeildinnar en sammála um að Víkingarnir hefðu mátt gera betur í seinni hálfleiknum. Víkingur hélt hreinu og vann eins marks sigur í fyrri leiknum. Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sáttur með margt en hefði viljað hafa meiri stjórn í seinni Sölvi Geir sagði alla leikmenn liðsins sem tóku þátt í fyrri leiknum vera fríska og góða, engin ný meiðsli í hópnum til að hafa áhyggjur af og allir klárir í seinni leikinn. Víkingarnir flugu heim frá Kósovó á föstudaginn, tóku sér gott helgarfrí og æfðu síðan á fullu alla vikuna. Sölvi var sáttur með margt í leiknum ytra, en hefði viljað halda betri stjórn í seinni hálfleiknum. „Ég var bara mjög sáttur með margt í fyrri leiknum. Við renndum svolítið blint inn í þennan leik, fengum takmarkað efni af þeim, engu að síður mjög gott efni því þeir mættu nokkurn veginn eins og við bjuggumst við þeim. Við vorum búnir að sjá leiki með þeim þar sem þeir stjórnuðu leiknum mikið, við fengum ekki mikið að sjá hvernig þeir pressa andstæðinginn og svoleiðis. Það kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu en við leystum vel úr því, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / vilhelm Síðan hefðum við getað gert betur í seinni hálfleik, en það er oft þannig þegar þú kemst yfir að þú vilt fara að verja og telur löngu boltana öruggari leið, en það er svo sannarlega ekki þannig. Þá býðurðu leiknum í tilviljanakenndan fótbolta og þeir fengu full mikið af fyrirgjöfum og hornspyrnum, sem við komum í veg fyrir í fyrri hálfleiknum. Við verðum að vita af því og gera betur.“ Klippa: Sölvi Geir fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Maður á mann vörn sem gefur ákveðin svæði „Við erum búnir að fara út og vitum töluvert meira um liðið núna. Við vorum vel undirbúnir fyrir þann leik og erum enn betur undirbúnir fyrir seinni leikinn“ sagði Brynjar Björn. Hverju komust þið að úti í Kósovó? „Þeir enduðu á að spila maður á mann vörn og það gaf okkur ákveðin svæði sem við hefðum getað spilað í. Við spiluðum samt sem áður góðan leik heilt yfir. Við höfum bara aðeins betri mynd af því hvað getur opnast fyrir okkur og hvernig við getum nýtt okkur það til að skora fleiri mörk.“ Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Víkings.vísir / lýður Brynjar var sammála Sölva um að seinni hálfleikurinn hefði mátt fara betur en kenndi einbeitingarleysi um. „Við slökktum aðeins á okkur, andlega. Vorum á fullri ferð og með fulla einbeitingu, svo fundum við að við höfðum full tök á leiknum. En þó við gerum það, þá verðum við að klára níutíu mínúturnar á fullu gasi.“ Klippa: Brynjar Björn fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Viðtöl við báða þjálfara Víkings má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Víkingur hélt hreinu og vann eins marks sigur í fyrri leiknum. Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sáttur með margt en hefði viljað hafa meiri stjórn í seinni Sölvi Geir sagði alla leikmenn liðsins sem tóku þátt í fyrri leiknum vera fríska og góða, engin ný meiðsli í hópnum til að hafa áhyggjur af og allir klárir í seinni leikinn. Víkingarnir flugu heim frá Kósovó á föstudaginn, tóku sér gott helgarfrí og æfðu síðan á fullu alla vikuna. Sölvi var sáttur með margt í leiknum ytra, en hefði viljað halda betri stjórn í seinni hálfleiknum. „Ég var bara mjög sáttur með margt í fyrri leiknum. Við renndum svolítið blint inn í þennan leik, fengum takmarkað efni af þeim, engu að síður mjög gott efni því þeir mættu nokkurn veginn eins og við bjuggumst við þeim. Við vorum búnir að sjá leiki með þeim þar sem þeir stjórnuðu leiknum mikið, við fengum ekki mikið að sjá hvernig þeir pressa andstæðinginn og svoleiðis. Það kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu en við leystum vel úr því, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / vilhelm Síðan hefðum við getað gert betur í seinni hálfleik, en það er oft þannig þegar þú kemst yfir að þú vilt fara að verja og telur löngu boltana öruggari leið, en það er svo sannarlega ekki þannig. Þá býðurðu leiknum í tilviljanakenndan fótbolta og þeir fengu full mikið af fyrirgjöfum og hornspyrnum, sem við komum í veg fyrir í fyrri hálfleiknum. Við verðum að vita af því og gera betur.“ Klippa: Sölvi Geir fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Maður á mann vörn sem gefur ákveðin svæði „Við erum búnir að fara út og vitum töluvert meira um liðið núna. Við vorum vel undirbúnir fyrir þann leik og erum enn betur undirbúnir fyrir seinni leikinn“ sagði Brynjar Björn. Hverju komust þið að úti í Kósovó? „Þeir enduðu á að spila maður á mann vörn og það gaf okkur ákveðin svæði sem við hefðum getað spilað í. Við spiluðum samt sem áður góðan leik heilt yfir. Við höfum bara aðeins betri mynd af því hvað getur opnast fyrir okkur og hvernig við getum nýtt okkur það til að skora fleiri mörk.“ Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Víkings.vísir / lýður Brynjar var sammála Sölva um að seinni hálfleikurinn hefði mátt fara betur en kenndi einbeitingarleysi um. „Við slökktum aðeins á okkur, andlega. Vorum á fullri ferð og með fulla einbeitingu, svo fundum við að við höfðum full tök á leiknum. En þó við gerum það, þá verðum við að klára níutíu mínúturnar á fullu gasi.“ Klippa: Brynjar Björn fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Viðtöl við báða þjálfara Víkings má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira